Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 47
111
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
flugurnar. Karlflugur reyndust í
miklum meirihluta þegar flugurn-
ar voru háfaðar af vegg við Fræða-
setrið. Kvenflugur verpa í grasi
og beðum; því voru þær í miklum
meirihluta þegar flugurnar úr fall-
gildrunum voru kyngreindar.
Það er engin tilviljun að óþrosk-
aðar og fullþroskaðar kvenflugur
fundust ekki í sýnum frá lokum
júní og fram í ágúst og að á sama
tíma hættu lirfur að finnast (5. og 6.
mynd). Lirfur í stærri stærðarflokk-
unum sem fundust í maí og júní eru
mjög líklega lirfur frá varpinu árið
áður, í þessu tilfelli frá haustinu
2004. Þekkt er að yfir vetrartímann
lifa lirfurnar í hálfgerðum dvala á
þriðja vaxtarstigi og byrja að éta
mikið þegar vorar og þær fara á
fjórða (og seinasta) vaxtarstigið.2 Í
lok júní og jafnvel í júlí má ætla að
þær púpi sig en púpustigið varir í
um tvær vikur.5 Þær klekjast svo í
flugu í lok júlí eða byrjun ágúst og
makast þá og verpa í ágúst. Niður-
stöðurnar koma heim og saman
við þennan feril en þær sýna að
klakhámark flugunnar var í byrjun
ágúst. Lirfan klekst úr eggi tveimur
vikum eftir varp en það eru einmitt
litlu lirfurnar sem fundust í sýnum
þegar gildrur voru tæmdar í sept-
ember. Það er hin nýja kynslóð
folaflugunnar. Út frá gögnunum
má draga þá ályktun að folaflugan
hérlendis hafi eina kynslóð á ári og
að hún verpi allt sumarið (6. mynd).
Flestar verpandi flugur veiddust við
Fræðasetrið (ræktaður garður) og
á hverasvæðinu og hvorki óþrosk-
aðar né fullþroskaðar flugur veidd-
ust við hverasvæðið, laufskóginn, í
lúpínunni og við Vorsabæ, sem er
tún í órækt (7. mynd). Í lúpínunni
fundust aðeins verpandi flugur.
Mögulegt er að verpandi flugur
séu hægt og sígandi að dreifa sér
um Hveragerði í leit að nýjum
búsvæðum en lirfur þroskist aðeins
á búsvæðum sem henta þeirra vist-
fræði, en þau búsvæði geta verið af
nokkuð fjölbreyttum toga. Folaflug-
ur hafa á þeim stutta tíma sem þær
hafa verið á Íslandi dreift sér um
allt Hveragerði og næsta nágrenni
þess og hafa á síðustu árum verið að
bæta við sig nýjum heimkynnum á
Suður- og Suðvesturlandi.
Líklegast er að tegundin hafi
borist til Íslands í gróðurmold
utan um rætur á innfluttum lifandi
plöntum. Hlýnandi loftslag á norð-
urhveli jarðar gæti átt sinn þátt í
því að flugunum hefur gengið vel
að auka útbreiðslusvæði sitt og
komið upp stofni hérlendis. Jarðhiti
gæti hugsanlega að sama skapi
verið tegundinni hagstæður. Þessu
til rökstuðnings má nefna að þar
sem mest var af tegundinni í garði
Fræðasetursins er upphituð gang-
stétt eftir endilöngum garðinum,
sem er bæði langur og mjór. Það
gæti átt þátt í að halda lífi í lirf-
unum yfir veturinn.
Tilkoma þessarar tegundar í
garðyrkjubænum Hveragerði sýnir
okkur að mikla aðgát verður að
hafa við aðflutning plantna, sem
öruggast væri að takmarka við fræ
ef forðast á landnám meindýra.
Summary
The Marsh Cranefly (Tipula
paludosa Meigen 1830)
recorded in Iceland, with
notes on its ecology
The life cycle and habitat of the Marsh
Cranefly (Tipula paludosa) was studied in
Hveragerði in the summer of 2005. This
species was recently discovered and is a
new addition to the Icelandic fauna. It is
the biggest cranefly within the Tipulidae
family in Iceland. The method of sam-
pling varied with regards to the life
stages of the fly and it was collected at
seven different habitats.
Adult Marsh Craneflies were found
in all habitats except one. The fly lays
its eggs in fields and grassland. The
life cycle found in this study confirms
the already established lifecycle for
this species in Europe and North-
America, one generation per year, and
the fly was found laying its eggs all
summer. The peak of emergence of
adults was in the beginning of August.
In its short time in Iceland it has been
able to disperse all over Hveragerði,
adjacent areas and in a few places in
south and southwest Iceland.
The larvae seem to prosper in differ-
ent habitats. It is possible that the
Marsh Cranefly will continue to spread
to other regions in Iceland. The larvae
can cause problems by damaging and
killing several types of plants such as
grasses in lawns, vegetables and seed-
lings by girdling the upper part of the
root near the soil line. Therefore it is
important to monitor all areas where
this fly is found.