Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 61

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 61
125 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. mynd. Álftamerkingar á votlendissvæðum Skagafjarðar hafa verðið unnar í smavinnu við Ólaf Einarsson líffræðing. Ljósm.: Armelle Decaulne 2006. Náttúrustofa Norðurlands vestra Þorsteinn Sæmundsson Náttúrustofa Norðurlands vestra var stofnsett 1. febrúar árið 2000 og er aðsetur stofunnar að Aðalgötu 2 á Sauðárkróki. Það húsnæði var upphaflega byggt sem barnaskóli árið 1908 og er því 100 ára nú í ár. Áður en stofan flutti þar inn hafði sveitarfélagið lagt í miklar endurbætur á húsinu og er það nú mikil bæjarprýði. Að rekstri stofunnar standa tvö sveitarfélög, Skagafjörður og Akrahreppur. Starfsemi stofunnar hefur mótast af umhverfi hennar og hafa grunn- rannsóknir á náttúru svæðisins verið í fyrirrúmi. Mikil áhersla hefur verið lögð á jarðfræðirannsóknir en einnig hafa fuglarannsóknir á votlendissvæðum Skagafjarðar verið töluvert ríkur þáttur í starfi hennar og sérstök rækt verið lögð við sam- starf við innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir og ekki síst fræðslu til almennings. Fastir starfsmenn stofunnar eru fjórir. Þorsteinn Sæmundsson er forstöðumaður stofunnar og hefur starfað þar frá upphafi. Hann er jarðfræðingur og lauk BS-prófi og 4. árs prófi frá Háskóla Íslands árið 1989. Hann lauk fil.lic.-prófi í ísaldarjarðfræði frá Háskólanum í Lundi árið 1992 og fil.dr.-prófi frá saman skóla árið 1995. Þorsteinn hefur lagt megináherslu á rannsókn- ir á ofanflóðum, jafnt snjóflóðum, aurskriðum og berghlaupum, og jarðfræðilegum ummerkjum þeirra. Hann hefur beitt sér mjög fyrir erlendu samstarfi og hefur setið í stýrihópum í Evrópusamstarfi SEDIFLUX- og SEDIBUD verkefn- anna (sjá nánar á www.ngu.no/sedi- flux). Í tengslum við þessi verkefni stóð stofan að alþjóðlegri ráðstefnu á Sauðárkróki árið 2004 sem mark- aði upphaf þessara verkefna. Helgi Páll Jónsson er jarðfræð- ingur og lauk BS-prófi frá Háskóla Íslands árið 2005. Helgi hóf fyrst störf hjá stofunni árið 2002 sem sumarstarfsmaður. BS-ritgerð hans fjallaði um öskulög í Skagafirði og hefur hann meðal annars unnið að kortlagningu á útbreiðslu þeirra. Að auki hefur Helgi unnið að 1. mynd. Aðsetur Náttúrustofu Norðurlands vestra að Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Ljósm. Þorsteinn Sæmundsson 2007. 3. mynd. Rannsóknir á Orravatnsrústum á Hofsafrétt hafa verið stundaðar frá árinu 2001. Ljósm.: Þorsteinn Sæmundsson 2003.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.