Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 64

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 64
Náttúrufræðingurinn 64 eins og t.d. í lok jökulskeiða. Í elstu sjávarsetlögum frá lokum síðasta jökulskeiðs á Íslandi er hún algeng- ust miguskelja, stór og þykk. Bárðarskel (Mya truncata gudmund- uri) kemur inn í íslenska jarðsögu í næstneðstu lageiningu krókskelja- laga á Tjörnesi fyrir um það bil 3,6 milljón árum (3. mynd). Gera má því ráð fyrir að hún hafi komið til lands- ins með áðurnefndum sædýraflutn- ingum um Beringssund fyrir 3,6 milljón árum, þegar straumakerfi Kyrrahafs og Atlantshafs breyttist við lokun Mið-Ameríkusundsins. Hún hvarf hins vegar um miðbik krókskeljalaga (í lageiningu 20) og virðist þá hafa dregið sig suður á bóginn, sem er raunar eftirtektar- vert þar sem sjávarhiti virðist þá hafa farið hækkandi á Tjörnessvæð- inu allt þar til efstu krókskeljalög mynduðust (lageining 25).41 Hún gæti því hafa hjarað í um milljón ár suður í Norðursjó eftir að hún yfirgaf Ísland (4. mynd). Sandgerviskel (Mya truncata pseudo- arenaria) kom inn í íslensk jarðlög um svipað leyti og vallarskel og vel má vera að þær hafi meira og minna fylgst að til landsins fyrir um það bil 1,5 milljón árum, þegar Þrengingar- myndun við Svarthamar í Breiðuvík á Tjörnesi var að hlaðast upp (3. mynd).24,25 Hún hefur því eins og vallarskel verið mun lengur á leið- inni til landsins en smyrslingurinn. Lítið hefur borið á sandgerviskel í yngri jarðlögum hér á landi. Kambskel (Mya schwarzbachi) hefur eingöngu fundist hér á landi í krókskeljalögum á Tjörnesi, í lagein- ingum 12–25 (3. mynd). Hún virðist því koma inn í íslensk samfélög botndýra um það leyti sem megin- sædýraflutningarnir áttu sér stað úr Kyrrahafi yfir í Atlantshaf fyrir um 3,6 milljón árum.25 Kambskel hefur ekki fundist núlifandi og hefur líklega ekki komist frá land- inu þegar verulega tók að kólna í byrjun ísaldar og því dáið út stuttu eftir að krókskeljalögin mynduðust, ef til vill á fyrsta stóra jökulskeiði ísaldar fyrir 2,6–2,5 milljón árum. Var hún ef til vill svo mikil grunn- sjávartegund að hún komst ekki frá landinu í byrjun ísaldar eða var aðlögunarhæfni hennar ekki nægilega mikil til þess að takast á við umhverfisbreytingarnar í byrjun ísaldar? Sandskel (Mya arenaria eða Areno- mya arenaria) fannst ekki lifandi hér við land fyrr en 1958 og því er hún óþekkt í íslenskum jarðlögum (3. mynd). Sandskel er talin ættuð úr Kyrrahafi, en í byrjun ísaldar hvarf hún úr Kyrrahafi. Árið 1865 var hún hins vegar flutt lifandi í San Franciscoflóa (með ostrum) og dreifðist þaðan út um norðanvert Kyrrahaf.9,10 Áður en hún hvarf úr Kyrrahafi var hún komin yfir í Norður-Atlantshaf en elstu jarðlög sem hún hefur fundist í á þeim slóðum eru í Yorktown-mynduninni frá lokum míósentíma í Virginíu á austurströnd Bandaríkjanna.9,10 Á plíósentíma hefur hún náð til Norðvestur-Evrópu en þar hefur hún m.a. fundist í jarðlögum í Eng- landi, Hollandi og Belgíu.10,19 Til Danmerkur náði hún fyrst á brons- öld og hefur því varla verið lifandi þar við strendur lengur en síðustu 3.500 árin.31 Sumir fræðimenn telja að sandskel hafi horfið frá strönd- um Norðvestur-Evrópu í byrjun ísaldar og ekki náð þangað aftur fyrr en á nútíma og þá ef til vill af mannavöldum.42 Ekki skal hér full- yrt að bronsaldarfólk hafi haft hana með sér þvert um haf en það verður að teljast frekar ólíklegt. Hins vegar er ekki unnt að útiloka að sandskel- in hafi borist hingað til lands sem lirfa í svifi frá Norðursjávarsvæðinu. Þegar litið er til þess að hún er alfar- ið grunnsjávartegund og lifir ekki við Færeyjar má eins vera að hún hafi á einhvern hátt borist hingað af mannavöldum eins og talið er að hafi gerst með aðra grunnsjávar- tegund, en þar er átt við hjartaskel (Cerastodema edule) sem fannst hér fyrst lifandi við Gufunes árið 1948.6 Hún gæti hafa borist hingað með breskum flutninga- eða herskipum á árum seinni heimstyrjaldar, t.d. sitjandi í setklumpi á akkeri sem síðan var látið falla í sjó í Sundum, en þar lágu oft bresk skip á þessum árum. Summary The bivalve genus Mya in Iceland Two species of Mya are now living in Iceland; Mya truncata and Mya arenaria (Arenomya arenaria). Mya truncata is one of the most common bivalve species liv- ing in Iceland and frequently found in Icelandic sediments younger than 2.6–2.5 Ma. Furthermore, two subspecies of Mya truncata have been found living; Mya truncata uddevalensis and Mya truncata pseudoarenaria. They have also been found fossil, mainly in marine deposits from late glacial times. The third subspe- cies, the extinct Mya truncata gudmunduri, has only been found fossil in Iceland, in the Pliocene Serripes Zone of the Tjörnes beds in North Iceland, and the same is the case with the extinct species Mya schwarzbachi. Mya arenaria has not been found fossil in Iceland. Apparently, Mya schwarzbachi and Mya truncata gudmunduri came to Iceland at 3.6 Ma when the closing of the Central American seaway induced a flow of sur- face water from the Pacific through the Bering Strait and the Arctic Ocean and brought a tide of Pacific molluscs to the North Atlantic and Iceland. Thus, this took place more than million years after the opening of the Bering Strait. Then Mya schwarzbachi disappeared during the first major glaciation of the last Age Ice and probably became extinct at 2.6– 2.5 Ma. Mya truncata gudmunduri left Iceland and migrated to the south during deposition of the middle part of the Serripes Zone on Tjörnes, North Iceland, at about 3 Ma. It later became extinct during the Lower Pleistocene in the North Sea area. Mya truncata and Mya arenaria are both of Pacific ancestry and the latter migrated through the Bering Strait to the North Atlantic in the Late Pliocene, but it first reached Iceland in 1958 when it was found living on the east coast. Apparently Mya truncata came to Iceland at 2.6–2.5 Ma, just after the first severe glaciation of the last Ice Age. The two subspecies Mya truncata uddevalensis and Mya truncata pseudoarenaria came later, at about 1.5 Ma, when the Svarthamar Member of the Threngingar Formation in Breiðavík on Tjörnes was deposited.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.