Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 25
109
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
þróun jarðvegs (svokallaðir „Zonal“
flokkar jarðvegs), þar sem aðrir
þættir á borð við landslag, móður-
efni (bergefni) og tímann (aldur
jarðvegs) valda síðan breytileika
innan kerfisins („Azonal“ flokkar).
Með þróun bandaríska kerfisins var
alfarið horfið frá þessum hugmynd-
um, enda þótt þeirra sjái enn stað
í mörgum flokkunarkerfum, ekki
síst í nafngiftum. Nöfn sem Rússar
gáfu jarðvegi eru ennþá mjög áber-
andi – nöfn á borð við „Podzol“
(jarðvegur einkennandi fyrir barr-
skógasvæði) og „Chernozem“ (jarð-
vegur einkennandi fyrir gresjur).
Bandaríkjamenn (Soil Taxonomy)
endurbættu nafnakerfin til muna og
margt sem þeir þróuðu hafa aðrir
síðan tekið upp eftir þeim, m.a.
í FAO – WRB kerfinu. Almennt
má segja að við mótun nafngifta
sé reynt að nota hugtök sem lýsa
tilteknum eiginleikum jarðvegs, en
ekki ytri aðstæðum á borð við jarð-
fræði, loftslag eða gróðurfar.
Helstu flokkunarkerfi heims
Tvö alþjóðleg flokkunarkerfi hafa
hlotið langmesta útbreiðslu og
hafa verið rædd hér í þessari grein.
Annars vegar er það Soil Taxono-
my,8 sem er afar ítarlegt og flókið
flokkunarkerfi, en hugmyndafræði
þess hefur haft mikil áhrif á þróun
flestra annarra flokkunarkerfa.
Hins vegar er það flokkunarkerfi
FAO og fleiri alþjóðlegra stofnana
sem er skammstafað WRB.7 Fyrsta
útgáfan er frá 1998,12 en ný útgáfa
leit dagsins ljós 2006,7 þar sem m.a.
er tekið tillit til íslensks jarðvegs
við flokkun eldfjallajarðar. Forveri
WRB-kerfisins var gefinn út 1988.16
Gallinn við bandaríska kerfið, frá
íslenskum sjónarhóli, er að stærsti
hluti íslensks jarðvegs flokkast sem
sami jarðvegurinn langt niður flokk-
unarkerfið (Vitricryands). Af öðrum
flokkunarkerfum má t.d. nefna það
nýsjálenska, kanadíska, rússneska
og franska, en þeirra mikilvægust
fyrir okkur eru franska kerfið og
það nýsjálenska því þau gefa sér-
stakt rými fyrir eldfjallajörð.
Eldri íslensk flokkunarkerfi
Elsta jarðvegskortið fyrir Ísland sem
við höfum rekist á er kort M. Gruner
frá árinu 1912.17 Það er einfalt og
byggist á gróðurhulu á landakortum
danska herforingjaráðsins. Fyrsta
eiginlega jarðvegskortið af Íslandi
var unnið af I.J. Nygard og búið til
prentunar af Birni Jóhannessyni.18
Það er í mælikvarðanum 1:750 000
og gefið út árið 1959 samkvæmt
skýringum kortsins. Kortið fylgdi
með bók Björns frá 1960, „Soils of
Iceland“,19 sem einnig var gefin út
á íslensku (Íslenskur jarðvegur).20
Bókin var seinna endurútgefin á
íslensku af Rannsóknastofnun land-
búnaðarins og þá með viðauka.21
Með bók sinni vann Björn þrek-
virki og lagið grunninn að flokk-
un íslensks jarðvegs. Í riti hans er
ennfremur fróðlegt yfirlit um fyrri
rannsóknir á íslenskum jarðvegi.
Björn skipti jarðveginum í fyrsta lagi
í jarðveg gróðurlendis og jarðveg
auðna („gróðurlaust eða lítt gróið
land“). Jarðvegi gróðurlendis var
skipt í þrjá meginflokka, jarðveg
votlendis (e. peat soils), móajarðveg
(e. silty soils) og malarborinn eða
grýttan jarðveg. Þessi skipting tók
m.a. mið af hagnýtingu landsins til
landbúnaðar. Jarðvegi gróðurlendis
og jarðvegi auðna var skipt í 20
kortaeiningar, þar sem tilgreindur
var helsti „fylgi-jarðvegur“ eða
„fylgi-land“ og helstu jarðvegseigin-
leikum þessara kortaeininga var
síðan lýst. Að auki voru tilgreind
landsvæði „án jarðvegs“ (fjalllendi,
hraun og jöklar). Dæmi um korta-
einingu er kortaeining númer 4:
Mýri á hrauni. Aðal-fylgi-jarðvegur:
móajarðvegur 15–60 cm þykkur á
hrauni.
Kort Nygards og Björns er vita-
skuld afar gróft, mörk jarðvegs-
flokka a.m.k. að hluta dregin eftir
landakortum, en það markar eigi að
síður mikilvægt framlag til flokkun-
ar og kortlagningar jarðvegs. Einn
hluti kortsins er sýndur á 1. mynd.
Hafa verður í huga að kortið er gert
áður en mönnum varð almennt
ljós sérstaða og eiginleikar jarðvegs
á eldfjallasvæðum, en þeir þættir
eru undirstaða þekkingar á jarðvegi
landsins í dag.
Bjarni Helgason og Grétar Guð-
bergsson22 og Grétar Guðbergsson
og Sigfús Ólafsson23 gerðu tilraunir
við jarðvegskortlagningu í nákvæm-
ari mælikvarða, þar sem flokkun
tók mið af verkum Björns Jóhann-
essonar. Einnig gerði Grétar Guð-
bergsson24 tilraun til að flokka
votlendisjarðveg.
Næsta mikilvæga skref við
flokkun jarðvegs tók Þorsteinn Guð-
mundsson, sem þýddi og staðfærði
flokkun FAO á jarðvegi frá 198816
og birti í Fjölriti Rala.25 Flokkun
FAO sem Þorsteinn studdist við er
undanfari WRB-kerfisins. Megin-
flokkar Þorsteins voru eyrarjörð
(Fluvisol), gljáajörð (Gleysol), frum-
jörð (Regosol), klapparjörð (Lepto-
sol), sandjörð (Arenosol), móajörð
(Andosol) og mýrajörð (Histosol).
Þorsteinn og samstarfsfólk hans
hafa gert tilraunir við kortlagn-
ingu samkvæmt þessum lykli og
hafa þær gengið mjög vel.26 Sam-
kvæmt þessari staðfærslu Þorsteins
er jarðvegur votlendis flokkaður
sem gljáajörð ef lífrænt kolefni (%C)
er <12% í yfirborðslögum, en annars
mýrajörð ef kolefnisinnihaldið er
>12% (þó háð öðrum þáttum á borð
1. mynd. Hluti af jarðvegskorti Nygard og
Björns Jóhannessonar (1959). Bláu eining-
arnar eru mest áberandi og sýna jarðveg
auðna: fjalllendi (21), malarborið og grýtt
land (17) og sandar (14). Gular, grænar og
bleikar einingar sýna mismunandi jarðveg á
grónu landi (bleikt: mólendi ríkjandi, grænt:
votlendi ríkjandi, gult: malarborinn eða
grýttur jarðvegur). – Part of the soil map
of Nygard and Jóhannesson from 1959.
Bluish colors indicate soils of barren and
mountainous areas, green, yellow and
pink areas show soils with vegetation.
78 3-4 LOKA.indd 109 11/3/09 8:32:53 AM