Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 44

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 44
Náttúrufræðingurinn 128 og fosfór (efnainnihald 26% N, 6,1% P, 2,5% Ca). Áburðarskammturinn jafngildir 200 kg/ha eða 52 kg N/ha, sem er nálægt hálfum túnskammti.41 Borið var á árlega í fyrri hluta júní frá 2004 til 2007. Gróður var mældur tvisvar sinn- um í öllum reitum, í síðari hluta ágúst 2003 og 2007. Í hverjum reit var gróður mældur með oddamæl- ingu. Notaður var svonefndur ITEX-rammi (4. mynd t.v.)42 sem er með tvöföldu strengjaneti og 100 punktum. Í hverjum punkti var plöntutegund skráð í tveimur lögum, í efra gróðurlagi og við jörð. Sandur var skráður við yfirborð. Þar sem gróður var mikill gat samanlögð gróðurþekja í báðum lögum farið yfir 100%. Háplöntur voru greindar til tegunda (skv. íslensku plöntu- handbókinni43) þegar því varð við komið, annars var greint til ætt- kvísla. Fimm tegundir mosa og sex tegundir fléttna voru greindar og aðrar tegundir skráðar sem „mosi“ eða „fléttur“. Staðsetning reitanna var merkt með fjórum hornhælum til að minnka skekkju á mælingum milli ára. Í fyrri og seinni mælingu var sandþykkt mæld með jarðvegs- bor (5 cm þvermál) fast utan við hvern reit fyrir miðju hverrar hliðar, alls fjórar mælingar við hvern reit (4. mynd t.h.). Í seinni mælingu var hliðrað réttsælis um 10−15 cm til að fyrri mæling hefði ekki áhrif. Jarðvegskjarni var settur á sinn stað eftir mælingu. Úrvinnsla Við tölfræðilega úrvinnslu voru gögnin greind í tvennu lagi, annars vegar fyrir áborið land og hins vegar fyrir óáborið. Var það gert vegna þess að árið 2005 barst foksand- ur inn á óáborna hlutann í ríkari mæli en áborna landið og gerði það aðstæður á þessum tveimur gerðum talsvert ólíkar (3. mynd). Breyting á sandþykkt (2003−2007) var borin saman með t-prófun fyrir pöruð gildi. Samband sandþykktar annars vegar og tegundafjölda í reit- um, heildarþekju og þekju nokkurra tegunda hins vegar var kannað með línulegri aðhvarfsgreiningu. Fyrir greiningu var gögnum log (x) eða log (1+x) umbreytt. Greining var aðeins gerð fyrir þær tegundir sem fundust í átta eða fleiri reitum. Þó var gerð greining á sambandi sand- þykktar og þekju loðvíðis þótt hann fyndist í færri reitum. Samband sandþykktar og þekju einstakra tegunda (2007) var sett fram á myndrænan hátt. Fyrst voru reitir á óábornu og ábornu landi flokkaðir eftir meðalsandþykkt 4. mynd. ITEX-rammi var notaður við gróðurmælingar. Hann er með tvöföldu strengjaneti og 100 mælipunktum (t.v.). Sandþykkt var mæld í fjórum jarðvegskjörnum fast við hverja hlið reita (t.h.). − The ITEX frame was used for measuring vegetation cover in 100 points (left). At each sampling plot the sand thickness was measured in four drill cores (right). Ljósm./Photo: Olga K. Vilmundardóttir. 3. mynd. Gróðursniðin fjögur (A−D) sem lögð voru út í Sandvík árið 2003 í áfoksgeira sem myndaðist árið 2000. Foksandur lagðist aftur yfir hluta svæðisins árið 2005. Á hverju sniði eru 10 reitir með 4 m millibili. (Myndin er breytt frá Borgþór Magnússyni o.fl. 2004.) 42 − The four transects (A−D) in Sandvík inlet set up in 2003 in aeolian deposit formed in 2000. Another aeolian deposit formed in 2005 and covered part of the transects. Ten sampling plots were placed at 4 m intervals on each transect. (Modified from Borgþór Magnússon et al. 2004.) 42 78 3-4 LOKA.indd 128 11/3/09 8:33:24 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.