Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 55
139
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Rannveig Magnúsdóttir
Ránpokadýr í Ástralíu
– uppruni og örlög
Náttúrufræðingurinn 78 (3–4), bls. 139–146, 2009
Inngangur
Í byrjun 16. aldar fundu spænskir
landkönnuðir pokadýr í Ameríku
sem þeir fluttu með sér heim og
sýndu Isabellu Spánardrottningu.
Þetta var kvendýr með unga og
furðulostin drottningin setti fingur
sína í pokann og kannaði innihald-
ið.1 Þetta var fyrsta rannsókn sem
gerð var á pokadýri og þessi dýr
vöktu mikla athygli í vísindaheim-
inum. Fyrstu áströlsku spendýrin
voru uppgötvuð af portúgölskum
og hollenskum landkönnuðum í
byrjun 17. aldar og vöktu enn meiri
undrun, því þarna höfðu þeir fund-
ið heim þar sem pokadýrin réðu
ríkjum í öllum sínum stærðum og
gerðum.
Pokadýr Ástralíu skiptast í fjóra
ættbálka; ránpokadýr (kjöt- og skor-
dýraætur), pokagreifingja (skordýra-
og alætur), jurtaætur og pokamold-
vörpur. Flestir kannast við kengúrur
og kóalabirni, sem eru sérhæfðar
jurtaætur (Diprodontia), en meðal
ránpokadýranna (Dasyuromorphia)
leynast margar spennandi tegundir
sem eru lítt þekktar. Pokadýr eru eitt
helsta einkenni Ástralíu og margir
halda að þau finnist eingöngu þar
en þau er einnig að finna í Nýju-
Gíneu, Suður-Ameríku og Norður-
Ameríku. Þróunarsaga þeirra er
mjög viðburðarík og spannar meira
en 125 milljón ár í öllum heims-
álfum.
Þróun pokadýra
Spendýrum er oftast skipt í þrjá
undirflokka; legkökudýr, pokadýr
Pokadýr eða pokadýrasteingervingar hafa nú fundist í öllum heimsálfum.
Núlifandi pokadýr finnast í Ástralíu, á eyjum í Suðaustur-Asíu, í Suður-
Ameríku og Norður-Ameríku. Kínaposan er elsti pokadýrasteingervingur-
inn en hann er um 125 milljón ára gamall. Talið er að þetta rándýr hafi lifað
á ormum og skordýrum og komist um með því að hoppa milli trjágreina.
Margar tegundir risapokadýra voru áður til í Ástralíu en þau dóu öll út
fyrir um 47 þúsund árum, á svipuðum tíma og maðurinn fluttist þangað.
Á meðal þeirra var pokaljónið sem var líklega eitt allra skelfilegasta rán-
spendýr sem uppi hefur verið. Pokaljón gátu auðveldlega veitt risavamba
sem voru á stærð við nútíma flóðhest. Í Ástralíu leynast ránpokadýr sem
fáir vita um, þar á meðal eru pokamerðir, maurapokar og pokaskollar.
Þessi dýr eiga það sameiginlegt að þurfa að veiða sér lifandi bráð og mat-
seðillinn fer eftir stærð dýranna, frá nokkurra gramma hryggleysingjum til
margra kílóa hryggdýra. Ránpokadýr eru af mörgum stærðum og gerðum;
minnsta pokamúsin er einungis 4 grömm en pokaskollinn getur orðið 7–8
kíló. Því miður eru mörg þessara dýra í yfirvofandi útrýmingarhættu og
helstu ástæður þess eru búsvæðaeyðing og innfluttar ágengar tegundir
eins og kanínur, refir og kettir.
Ritrýnd grein
1. mynd. Ungur pokaskolli (Sarcophilus harrisii). – A young Tasmanian devil. Ljósm./
Photo: KeresH.
78 3-4 LOKA.indd 139 11/3/09 8:33:37 AM