Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 82

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 82
Náttúrufræðingurinn 166 sér um daglegan rekstur skrifstof- unnar, en aðstoðar líka við ýmis- lega rannsóknavinnu þegar við á. Lausráðið starfsfólk aðstoðar t.d. við sýnatöku og úrvinnslu sýna, skráningu og safnvörslu. Frá upphafi hefur Náttúrustofan sinnt margvíslegum verkefnum; má þar nefna þjónustu við almenning og sveitarfélög, eigin rannsóknir og þjónustuverk fyrir stofnanir og fyrirtæki. Fólk kemur í síauknum mæli til stofunnar með fyrirspurnir, t.d. með óskir um greiningar á smádýrum. Náttúrustofan hefur unnið að rannsóknum í Hornstrandafriðlandi. Rannsóknirnar eru margliða og í samstarfi við marga aðila. Nefna má rannsóknir á refum, fuglum, gróðri, vötnum, smádýrum á landi og í fjörum. Fjörurannsóknir hafa verið stund- aðar frá upphafi, en einnig athug- anir á sjávarbotni innfjarða. Þær rannsóknir hafa undið upp á sig vegna þjónustu við fiskeldisfyrir- tæki og hefur stofan unnið bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum í því sambandi. Einnig hefur stofan gert botndýrarannsóknir vegna kalk- þörungavinnslu bæði á Vestfjörðum og Norðurlandi. Náttúrustofan hefur lengi rann- sakað hvaða áhrif uppsöfnun líf- rænna efna á sjávarbotni hefur á botndýralíf. Þessi verkefni hafa tengst fráveitum sveitarfélaga, frá- rennsli frá fiskvinnsluhúsum og fiskeldi í eldiskvíum. Fuglaathuganir hafa alltaf verið stór hluti af rannsóknum stofunnar, t.d. í tengslum við umhverfismat. Þær hafa aukist nú undanfarið vegna vöktunar á fuglum í sam- vinnu við NÍ. Gróðurkortagerð er orðin umtals- verður hluti starfseminnar og er hún unnin í samvinnu við NÍ. Unnið er að kortagerðinni á starfsstöðvum stofunnar á Hólmavík, Patreksfirði og í Bolungarvík. Lögð er áhersla á kortlagningu Vestfjarða þótt einnig sé unnið víðar um land við tilfall- andi verkefni. Starfsemi fornleifadeildar Nátt- úrustofunnar hefur verið mikil undanfarin ár. Má þar nefna forn- leifaathuganir vegna framkvæmda, björgunargröft í Bolungarvík og Hrútey í Mjóafirði ásamt eigin rann- sóknum, svo sem á hvalveiðistöð Baska í Steingrímsfirði. Þjónustuverkefni vegna skipu- lags sveitarfélaga og starfsleyfis eða umhverfismats hafa alltaf verið stór þáttur í starfsemi Náttúrustofu Vestfjarða. Stofan hefur t.d unnið verkefni vegna vegagerðar, virkjana, frárennslis, námuvinnslu og fisk- 3. mynd. Fjörusýnataka í Dýrafirði. Ljósm.: Böðvar Þórisson. eldis. Mörg af þessum verkefnum hafa verið viðamikil þar sem Nátt- úrustofan hefur ritstýrt umhverfis- matsskýrslum og útvegað aðila til að sjá um rannsóknir sem ekki eru á sviði stofunnar. Náttúrustofan hefur tekið virkan þátt í fræðilegri umræðu á Vestfjörð- um er varða starfsvið stofunnar og hefur til að mynda haldið námskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Háskólasetri Vestfjarða. Stofan hefur líka útbúið verkefni fyrir grunn- skólanemendur sem þeir hafa getað leyst á stofunni, Náttúrugripasafn- inu og úti í náttúrunni. Náttúrustofan er í samstarfi við fjölmarga aðila bæði á Vestfjörðum, annars staðar á landinu og erlendis. Sérstaklega ber að nefna Náttúru- fræðistofnun Íslands, Veiðimála- stofnun, Líffræðistofnun háskólans, Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða og Rannsókna- og fræðasetur Háskóla íslands á Vestfjörðum. Auk þess er samstarf náttúrustofanna alltaf að aukast fyrir tilstilli Samtaka nátt- úrustofa (SNS). Ákveðin sérhæfing stofanna eykur mjög þau verkefni sem þær geta tekið að sér sameig- inlega. Þannig hefur Náttúrustofa Vestfjarða tekið að sér verkefni bæði á Norðurlandi og Austurlandi í samstarfi við náttúrustofurnar þar. 4. mynd. Gróðurkortlagning á Vestfjörðum. Ljósm.: Guðmundur Guðjónsson. 78 3-4 LOKA.indd 166 11/3/09 8:34:03 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.