Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 30
Náttúrufræðingurinn
82
Ár líffræðilegrar fjölbreytni 2010:
Ráðstefna um íslenskar rannsóknir
Náttúrufræðingurinn 81 (2), bls. 82–84, 2011
Fréttapistill
S ameinuðu þjóðirnar helguðu árið 2010 líffræðilegri fjöl-breytni (International year of
biodiversity) og var markmiðið að
vekja athygli á því að sífellt hraðar
dregur úr fjölbreytileika lífríkisins í
heiminum og að auka þarf skilning
almennings og stjórnvalda á þeim
ógnum sem steðja að líffræðilegri
fjölbreytni, fá þau til að skilja alvar-
leika málsins og hvetja þau til
aðgerða. Þessu máli þarf að leggja
lið á margvíslegum sviðum alþjóða-
samfélagsins, en til að árangur náist
verður að byggja á þekkingu.
Ábyrgð vísindamanna er því mikil.
Af þessu tilefni efndu nýstofnað
Vistfræðifélag Íslands og Líffræði-
félagið til ráðstefnu um rannsóknir
á líffræðilegri fjölbreytni hér á landi
þann 27. nóvember 2010.
Ráðstefnan var vel sótt og spann-
aði vítt svið varðandi búsvæði (sjó,
ferskvatn, land), lífverur (hryggleys-
ingja, fiska, fugla, spendýr, sveppi,
fléttur, þörunga, mosa og háplöntur),
og fjallaði um erfðabreytileika,
stofna, tegundir og vistkerfi. Ástþór
Gíslason frá Hafrannsóknastofn-
uninni flutti inngangserindi þar
sem hann fjallaði m.a. almennt
um líffræðilega fjölbreytni, þýðingu
hennar og varðveislugildi. Á eftir
fylgdu sextán styttri erindi og kynnt
voru sautján veggspjöld. Höfundar
erinda og veggspjalda voru alls
rúmlega 60, frá þrettán innlendum
stofnunum og rannsóknasetrum
auk nokkurra erlendra stofnana.
Það var spennandi að leiða þessa
rannsóknafjölbreytni saman og
ánægjulegt að sjá hvað íslenskir
rannsóknahópar nálgast líffræðilega
fjölbreytni á margvíslegan hátt. Hér
verður fyrst gerð stuttlega grein fyrir
hugtakinu líffræðileg fjölbreytni og
síðan dregið saman það helsta sem
kynnt var á ráðstefnunni, en ágrip
erinda og veggspjalda má nálgast á
vefsíðu Vistfræðifélagsins (http://
vistis.is/2010/11/21/radstefna-um-
liffraedilega-fjolbreytni-2010/).
Hvað er líffræðileg
fjölbreytni?
Alþjóðlegi samningurinn um líf-
fræðilega fjölbreytni (Convention on
Biological Diversity, http://www.
cbd.int/), sem kenndur er við Ríó,
er í vörslu aðalframkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt
samningnum er hugtakið skilgreint
sem „breytileiki meðal lífvera frá
öllum uppsprettum, þar með talin
meðal annars vistkerfi á landi, í sjó
og vötnum og þau vistfræðilegu
kerfi sem þær eru hluti af: þetta nær
til fjölbreytni innan tegunda, milli
tegunda og í vistkerfum“.
Hugtakið nær með öðrum orðum
til alls breytileika lífs á öllum skipu-
lagsstigum (e. levels of integration)
þess. Sumum kann að þykja það
erfitt í notkun vegna þess hve víð-
feðmt það er, en þá má einnig benda
á nytsemi þess að hafa eitt hugtak
yfir svo margslungið fyrirbæri. Það
getur hins vegar reynst vandasamt
að nota svona víðfeðmt hugtak rétt
í umræðunni og því mikilvægt að
tilgreina nánar hvað verið er að
fjalla um ef einungis er ætlunin að
fjalla um hluta fjölbreytninnar, t.d.
tegundafjölbreytni. Ef það er ekki
gert getur umræðan virkað ruglings-
leg og ómarkviss.
Á ensku hefur hugtakið „bio-
logical diversity“ verið stytt niður
í „biodiversity“. Á sama hátt mætti
stytta íslenska hugtakið í „lífbreyti-
leiki“ eins og Snorri Baldursson
hefur lagt til, en hann starfaði lengi
við samninginn fyrir Íslands hönd
og leyfi ég mér að nota þessa stytt-
ingu hér eftir.
Maðurinn er órjúfandi hluti
lífbreytileika og fullyrða má að
mannkynið byggir afkomu sína
á þjónustu vistkerfa, en grunnur
þeirrar þjónustu er einmitt fjöl-
breytileiki þess lífs sem myndar
byggingareiningar vistkerfanna.
Þjónusta vistkerfa snertir beint eða
óbeint heilsufar og vellíðan, fæðu,
orku og efnahagslega afkomu. Sér-
staða mannsins er hins vegar sú
að hann hefur bæði vald til að
vernda og eyða lífbreytileika. Nú
eru það athafnir mannsins sem eru
helsta ógnin við lífbreytileika og
má því segja að mannkynið grafi
smám saman undan eigin tilveru
hér á jörð ef ekki verður gripið
í taumana. Eyðing búsvæða er
alvarlegasta ógnin nú um stundir
og ágengar framandi tegundir, sem
eru vaxandi vandamál, koma þar
fast á eftir. Allar verndaraðgerðir
verða að grundvallast á þekkingu
á byggingu og starfsemi lífríkisins,
en þar er enn margt óunnið.
Ísland er aðili að Samningnum
um líffræðilega fjölbreytni og hefur
því skuldbundið sig til að vinna
að markmiðum hans og einstaka
ákvæðum. Eins og bent var á í
upphafi er þekking á byggingu
og starfsemi lífríkisins forsenda
árangursríkra aðgerða til verndunar
lífbreytileika og í samræmi við
það kveður samningurinn á um að
auka eigi rannsóknir og vöktun á
lífbreytileika. Náttúrufræðistofnun
Íslands hefur lögum samkvæmt það
hlutverk að skrá tegundir og vakta
náttúru landsins, en vísindasam-
félagið í heild er einnig kallað til
ábyrgðar, einkum á því sem varðar
skilning á tilurð líffræðilegrar fjöl-
breytni og starfsemi lífríkisins.
81_2#profork070711.indd 82 7/8/11 7:41:45 AM