Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 126

Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 126
126 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014 Jack Welch, sem lengi var forstjóri General Electric í Bandaríkjun ­um, skrifaði árið 2000 í árs skýrslu fyrir tæk isins um fjórar gerðir yfirmanna. Þær voru fram settar út frá tveimur breytum, árangri og viðhorf­ um eða samsömun við gildi vinnustaðarins. Síðan þá hafa margir tekið þessa nálgun upp, víkkað hana út og útfært til notkunar í mun víðara sam ­ hengi, til dæmis við mat á öllum starfs mönnum vinnustaða. 1. Ófullnægjandi árang­ ur, lítil samsvörun við gildi vinnu staðarins og viðhorf ekki í takt við æskilega menn­ ingu. Að mati Jacks Welch átti að láta þá starfsmenn fara samstundis sem væru metnir í þessum flokki. Þeir starfsmenn sem eru stadd ir þarna skila ekki tilætl uð­ um árangri í starfi, starfa ekki í samræmi við gildi vinnustaðar­ ins og sýna það ekki með viðhorfi sínu að þeir séu líklegir til að leggja mikið til vinnustaða­ rins, samstarfsfélaganna eða starfsandans. Áður en þeir eru látnir fara væri ekki úr vegi að skoða af hverju þeir eru staddir þarna, hvar liggur skýringin? Hafa þeir ekki fengið nægjan­ lega kennslu á verkefni sín, hafa þeir ekki tæki og tól til að sinna starfi sínu, þekkja þeir gild in, eru viðhorfin slök af því að þeir njóta ekki stuðnings eða fá ekki athygli frá sínum yfir­ manni? Er hægt að koma þeim yfir í flokk 3 og svo flokk 4? 2. Góður árangur en lítil sam svör un við gildi og viðhorf ekki í takt við æski­ lega menn ingu. Að mati Jacks Welch á líka að láta þessa starfsmenn fara. Hans sýn er að þetta séu starfs menn sem nái hugsanlega ár angri til skamms tíma en ekki til lengri tíma. Árangur þeirra miðast líka alltaf við þá sjálfa sem einstaklinga en þeir hafa heildina því miður ekki í huga. Jack segir að þetta séu starfsmenn sem ekki hægt sé að koma yfir í flokk 4 því vandinn liggi dýpra en svo að það sé hægt að þjálfa þá með einh verjum þeim hætti að þeir komist yfir í flokk 4. Notað hefur verið dæmi um sölumann sem selur mikið og skapar miklar tekjur en er tilbúinn til að gera nánast hvað sem er til að ná sölunni; líka fara á skjön við gildi og viðmið vinnustaðarins um hvernig skuli staðið að sölu og þjónustu til viðskiptavina. Ýmsir hafa gagnrýnt þetta sjónarmið Welch og haldið því fram að það hafi ekkert fyrirtæki efni á að láta, eins og í þessu tilviki, góða sölumenn fara. Þessi gerð af starfsmanni kalli bara á meiri stjórnun og aðhald af hálfu yfir­ manns. Hér er heldur ekki verið að segja að starfsfólk megi ekki hafa skoðanir og benda á það sem betur megi fara. Þeir sem eru í þessum flokki benda hins vegar gjarnan á það sem betur megi fara en koma aldrei með tillögu að lausn. Þeir eru heldur ekki líklegir til að aðstoða sam­ starfsfólk, hugsa um hagsmuni heildarinnar, hafa góð áhrif á starfsandann eða leggja sitt af mörkum til að gera góðan vinnustað betri. 3. Mikil samsvörun við gildi og viðhorf í takt við æskilega menningu en árangur ófull­ nægjandi. Að mati Jacks Welch eru þetta starfsmenn sem fyrirtæki ættu að leggja áherslu á að kenna og þjálfa betur í starfinu. Þessir starfsmenn séu mun líklegri til að ná í flokk 4 en starfsmenn í flokki 2. Þetta eru hugsanlega starfs­ menn sem eru nýir í starfi eða með ný verkefni en þeir þurfa meiri þjálfun, tilsögn eða stuðning. Þeir hafa hins vegar þá sýn og viðhorf að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að koma þeim í flokk 4. 4. Mikil samsvörun við gildi, viðhorf í takt við æski­ lega menningu og árangur góður. Hér erum við að tala um stjörnu­ starfsmenn. Hér eru starfs­ menn sem ná góðum árangri í verkefn um sínum, vinna í sam­ ræmi við gildi vinnustaðarins, hafa vilja til að vinnustaðnum gangi vel, benda á það sem betur má fara með tillögum að lausnum, aðstoða samstarfsfólk sitt og taka þátt í að skapa góða og uppbyggjandi menningu og góðan starfsanda. Þetta eru starfs menn sem vinnustaðir ættu að halda vel í. Starfsfólk getur færst á milli flokka frá einum tíma til annars. Það getur verið vegna einhvers í einkalífi starfsmanns sem truflar hann, nýrra verkefna eða annarra þátta. Þessi nálgun er því ekki yfir gagnrýni hafin og ætti ekki að nota eina og sér til að taka afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð starfsfólks á vinnustaðn­ um. Nálg unin er þó góð viðbót við aðrar tegundir af frammi­ stöðumati eða almennu mati á starfsfólki. Að sama skapi er hollt fyrir allt starfsfólk að líta annað slagið í spegilinn og spegla sig í þessari mynd. Það er ekki nægjanlegt í nútímastarfsumhverfi að ná góðum árangri í daglegum verk­ efnum. Í nútímastarfsumhverfi er þess líka krafist að starfsfólk geti átt í góðum samskiptum og unnið vel með öðru fólki, hafi góð áhrif á starfsandann, komi með tillögur að lausnum á því sem betur má fara, hafi hagsmuni vinnustaðarins að leiðarljósi og séu almennt góðir fulltrúar vinnustaðarins. HERDÍS PÁLA MBA, markþjálfi. Jack Welch, fyrrverandi forstjóri GE, metur starfs­ menn út frá árangri og viðhorfum til vinnustaðarins. Fjórar gerðir yfirmanna Árangur – gildi og viðhorf: Jack Welch, sem lengi var forstjóri General Electric í Bandaríkjunum, skrifaði árið 2000 í ársskýrslu fyrirtækisins um fjórar gerðir yfirmanna. Þær voru fram settar út frá tveimur breytum, árangri og viðhorfum eða samsömun við gildi vinnustaðarins. stjÓrnun Oddi – umhverfisvottað fyrirtæki. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is ÍS L E N S K A S IA .I S O D D 7 21 09 1 2/ 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.