19. júní


19. júní - 19.06.2015, Page 65

19. júní - 19.06.2015, Page 65
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 63 Yfirskrift þessarar greinar er Fjórða bylgjan spurningarmerki. Í þessari grein velti ég fyrir mér hvort að við stöndum mögulega við upphaf nýrrar femín­ ískrar bylgju, og velti fyrir mér hvernig sú bylgja gæti litið út. Greinin fjallar að mörgu leyti meira um spurningarmerkið í titlinum en orðin sjálf. Í greininni varpa ég fram þeirri hugmynd að við stöndum nú við upphaf fjórðu bylgju femínískrar hugmynda­ fræði, nýrrar byltingar kven­ og kyn frels­ is. Ég mun fara um víðan völl í greininni, hugrenningar mínar eru hálfsoðnar og hikandi, varkárar, eins og við má búast þegar þessi hugmyndafræðilega bylting er enn ekki staðfest, er enn ekki skjal­ fest, þegar bylgjan er enn ímynduð. Ég ætla að byrja á því að hlaupa á hundavaði yfir hugmyndina og söguna bak við bylgjurnar þrjár. Ég mun skella fram nokkrum gífuryrðum um femíníska baráttu á þessari nýju öld og að lokum mun ég fjalla um bók sem kom út fyrir tveimur árum í Bandaríkjunum eftir suður­afríska félagsfræðinginn David Jacobson, en hann heldur því fram að breytt og bætt staða kvenna sé varanleg bylting sem mun kollvarpa tugþúsunda ára gömlum samfélagsmynstrum, bylt­ ing sem mun breyta sjálfri mannsálinni. Bylgjurnar þrjár Oft er talað um þrjár bylgjur í femínískri kvenréttindabaráttu, bæði hér á landi og erlendis. Fyrsta bylgjan miðar við 19. öld og fyrstu áratugi þeirra r tuttugustu og leiddi til mikilla fram­ fara á Vesturlöndum og þar má nefna kosn ingarétt kvenna. Hér á Ís landi voru fulltrúar fyrstu bylgjunnar Bríet Bjarnhéðins dóttir og Kvenréttindafélag Íslands. Önnur bylgjan hófst um 1960 og stóð fram eftir níunda áratugnum. Ýmsir hópar femínista komu fram á sjónarsviðið, hver með sína hugmynd um hvernig best væri að ná jafn rétti. Róttækir femínistar vildu rífa sam­ félagið, þ.e. feðraveldið, upp frá rótum, sósíalísku femínistarnir töldu verkalýðs­ baráttuna lykilinn að jafnrétti, og frjáls­ lyndu femínistarnir einbeittu sér að lag­ a legu jafnrétti. Rauðsokkahreyfingin varð til á þessu tímabili hér á Íslandi, sem og Kvennalistinn. Þriðja bylgja femínismans hófst á 10. áratug síðustu aldar. Með henni var lögð áhersla á fjölbreytni og frelsi ein­ staklingsins. Hún gagnrýndi fyrri bylgjur femínismans harðlega og sagði þær einsleitar. Hvítar millistéttarkonur höfðu staðið í fremstu víglínu og lítið pláss var fyrir minnihlutahópa eins og blökku­ kon ur og samkynhneigðar konur. Þriðja bylgjan taldi að þegar rauðsokkurnar og kvennalistakonurnar segðust berjast fyrir „allar konur“ eða „konuna“ væru þær bara að tala við og um hvítar konur. Þessi gagnrýni var að mörgu leyti réttmæt. Barátta annarrar bylgjunnar var barátta þar sem millistéttarkonur voru í forgrunni og hún var óhjákvæm­ ilega háð á þeirra forsendum. Með þriðju bylgjunni kom áherslan á marg­ breytileika kvenna. Hér á Íslandi lögðum við þyngri áherslu á einstaklingsfrelsi en fjölbreytileika. Enda var Ísland þá kannski einsleitasta land í heimi… Þriðja bylgjan kenndi okkur að við værum konur, og að við værum líka ein­ staklingar, með mismunandi langanir og þarfir. Við gátum ekki lengur af neit að því sem gerði okkur öðruvísi, því sem skildi konur að. Við konur værum af öllum stærðum og gerðum, fátækar og ríkar, svartar og hvítar. Að vera kvenréttinda­ kona var að vera baráttukona fyrir betri heimi, fyrir heimi þar sem allar konur gætu lifað sem sjálfstæðir einstaklingar. Hins vegar afneitaði þriðja bylgjan fjölda­ samstöðunni og pólitískri baráttu og þeirri hugmynd að eitthvert eitt siðferði ætti að undirbyggja samfélag okkar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.