Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 5
Valsblaðið2012 5
Valur hundrað ára
11. maí 2011
Texti: Unnur Halldórsdóttir
Hundrað ára unglingur afmælinu fagnar,
aðdáendahópurinn gleðina magnar.
Af frískum stuðningsmönnum fyllist okkar salur
og fullum hálsi segir: Lengi lifi Valur!
Langa sögu og farsæla er freistandi að rekja,
af fögrum, björtum minningum næg er eftirtekja.
Á svona traustum grunni er gæfulegt að byggja
og glaðir, sprækir liðsmenn árangurinn tryggja.
Á Hlíðarenda fimlega er fótboltanum sparkað,
fræknir drengir hafa þar sigurgöngu markað.
Yfir sigri á Frömmurum af fögnuði þeir springa
og fjarskalega er mikilvægt að baka KR-inga.
Og stelpurnar í Val eru virkilega góðar
af velgengni í fótbolta brosa hérna rjóðar.
Sigurinn var tvöfaldur því bikarana báða
Báru þær á Hlíðarenda, himneskt var að sjá það.
Í handbolta og körfubolta hetjur eigum líka
sem heiðurstitlum fjölmörgum skarta hér og flíka.
Með dugnaði og baráttu, ánægju og aga
og aðstoð góðra þjálfara skráð er sigursaga.
Aðstaðan á Hlíðarenda stöðugt bara stækkar,
stjórnun öll til fyrirmyndar, gengi Vals því hækkar.
Bakhjarlarnir öflugu róa öllum árum
svo uppbyggingu svæðisins við farsællega klárum.
Í anda Séra Friðriks stolt við hérna störfum
stefnum fram til sigurs, hvetjum, leiðum, örvum.
Með keppnisskapið mikla mun krafan ætíð vera:
Að kappið aldrei fegurðina má ofurliði bera!
Forsíðumynd. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir fyrirliði og Anna Úrsúla
Guðmundsdóttir íþróttamaður Vals 2011 lyfta saman Íslandsmeistarabikarnum
sem Valsstelpurnar hömpuðu þriðja árið í röð eftir úrslitaviðureign við Fram.
Liðsfélagarnir fagna vel og innilega og einnig Konni kóngur sem er lengst til
hægri á myndinni. Valsstelpunar eru nú handhafar allra titla sem keppt er um í
handknattleik hér á landi. Ljósmynd: Guðlaugur Ottesen Karlsson.
Meðalefnis:
5 Valur100ára.Unnur Halldórsdóttir
gaf Val ljóð í afmælisgjöf 11. maí
2011
6 ÍþróttamaðurVals
8 Viðburðaríktafmælisárræða Harðar
Gunnarssonar formanns Vals á
gamlársdag 2011
16 FyrstusystkinintilaðfáLollabikarinn
18 VinnufundurVals– Valur á nýrri öld
20 Ónýtturmannauður eftir Þorgrím Þráinsson
22 ViðtalviðFannarÞórFriðgeirsson
leikmann HSG Wetzlar
40 Ferðasaga3.flokkskarlaogkvennaí
knattspyrnutilEnglands
42 HvernigfélagáValuraðvera? eftir Brynjar Harðarson
45 Hlutverkforeldraííþróttum eftir Soffíu Ámundadóttur
51 ViðtalviðHildigunniEinarsdóttur
leikmann Tertnes í Noregi
54 StrákurúrFramhverfigerist
Valsmaður.Ægir Ferdinandsson
segir frá
58 ViðtalviðElvarFreyFriðriksson
leikmann Hammarby í Svíþjóð
60 Ferðasaga4.flokkskarlaíhandboltaá
Partille
64 ViðtalviðAntonRúnarssonleikmann
Sønderjyske í Danmörku
93 Fögnumfjölbreytileikanum. Viðtal við Mist Edvardsdóttur
94 ViðtalviðErniHrafnArnarson
leikmann Emstetten í Þýskalandi
118 ViðtalviðOrraFreyGíslason leikmann Viborgar í Danmörku
Valsblaðið • 64. árgangur 2012
Útgefandi: Knattspyrnufélagið Valur, Hlíðarenda við
Laufásveg
Ritstjóri: Guðni Olgeirsson
Ritnefnd: Jón Guðmundsson, Ragnhildur Skúladóttir,
Sigurður Ásbjörnsson, Þorgrímur Þráinsson og
Haraldur Daði Ragnarsson
Auglýsingar: Haraldur Daði Ragnarsson, Sveinn
Stefánsson, Stefán Karlsson og Guðni Olgeirsson
Ljósmyndir: Eva Björk Ægisdóttir, Guðni Olgeirsson,
Ragnhildur Skúladóttir, Jón Gunnar Bergs,
Torfi Magnússon, Haraldur Daði Ragnarsson,
Guðlaugur Ottesen Karlsson o.fl.
Prófarkalestur: Guðni Olgeirsson og Ragnhildur
Skúladóttir
Umbrot: Eyjólfur Jónsson
Prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi ehf.