Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 20

Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 20
20 Valsblaðið2012 ÞorgrímurÞráinsson Frá því ég lagði knattspyrnuskóna á hill- una fyrir 22 árum hef ég nokkrum sinn- um, bæði í Valsblaðinu og á öðrum vett- vangi, lagt til að Valur nýti sér þann mannauð sem býr í leikmönnum sem hafa lagt skóna á hilluna. Á síðustu ára- tugum hefur Valur átt sigursælum liðum á að skipa í körfubolta, handbolta og fót- bolta beggja kynja og það segir sig sjálft að margfaldir Íslands- og bikarmeistarar, sem og landsliðsmenn, hafa ýmsu að miðla – jafnvel þótt þeir taki ekki að sér þjálfun að ferlinum loknum. Það vita þeir sem þekkja að sumt verð- ur ekki lært nema með því að hafa upp- lifað það árum og jafnvel áratugum sam- an. Og sú reynsla að þekkja meðbyr og mótlæti í íþróttum verður heldur ekki lærð af bókum. Hver lærir að verða sjó- maður eingöngu með því að setjast í skólabekk? Þar af leiðandi dreg ég í efa að þjálfari, sem á ekki þokkalegan feril að baki, geti staðið sig frábærlega sem þjálfari. Fyrst og fremst vegna þess að hann hefur ekki upplifað það sem skiptir mestu máli – innan vallar sem utan. Þjálfun í dag er margþætt og algjörlega óraunhæft að EINN þjálfari geti búið til frábært lið, góða liðsheild og síðast en ekki síst kennt (þjálfað) allar hliðar íþróttarinnar. Enda er það svo í fæstum tilvikum. Leikmenn sem eru að skríða upp í meistaraflokki í dag, t.d. í knatt- spyrnu virðist skorta ýmislegt. Með fullri virðingu virðast fæstir búa yfir frábærri skallatækni, fáir varnarmenn virðast kunna að „dekka” rétt, enn færri virðast hafa fengið leiðbeiningar hvernig beri að temja sér yfirsýn og svo mætti lengi telja. Á móti kemur að knatttækni leikmanna er betri en áður og fleiri góðir leikmenn koma fram á sjónarsviðið. En betur má ef duga skal. Ef fáir leikmenn um tvítugt búa yfir góðri skallatækni eða varnareiginleikum, hafa nef fyrir markaskorun eða kunna að sjá nokkrar sendingar fram í tíminn – liggur í augum uppi að ýmislegt mætti betur fara í þjálfun yngri flokkanna. Og ekki eingöngu í knattspyrnu. Þarna kemur mannauður Vals til skjal- anna. Úr því Valur á leikmenn á borð við Guðna Bergsson, sem varð margfaldur Íslands- og bikarmeistari, lék sem at- vinnumaður árum saman (fyrirliði Bol- ton) og var fyrirliði landsins – hvers vegna er hann ekki fenginn til að leið- beina varnarmönnum í öllum flokkum félagsins? Hann gæti kennt lykilatriði, smáatriði, klæki og fleira sem verður ALDREI kennt á þjálfaranámskeiðum. Hann gæti fengið aðra reynslumikla varnarmenn með sér og þeir skipt með sér verkjum. Ef þetta yrði unnið á mark- vissan máta myndi Valur skara fram úr í varnarleik á knattspyrnuvellinum innan tíðar. Það sama mætti gera með miðjumenn, sóknarmenn og að sjálfsögðu líka í hand- bolta og körfubolta. Hefur Ólafur Stef- ánsson einhverju að miðla til yngri hand- boltaiðkenda og svo mætti lengi telja. Valur á fjölmargar glæsilega fulltrúa sem gætu miðlað af reynslu sinni eftir að ferl- inum lýkur. Mannauður Vals er nánast algjörlega ónýttur og reynslan, þekkingin og viskan situr uppi í stúku á leikjum í stað þess að yngri iðkendur fái notið hennar reglulega allt árið um kring. Of langt mál væri að telja upp þá ein- staklinga sem teljast MANNAUÐUR Vals, en af tugum fyrrum leikmanna er að taka, kvenna og karla, sem gætu lagt lóð sínar á vogarskálarnar – í sjálfboðavinnu. Auðvitað ber yfirþjálfari ábyrgð á þjálfun yngri flokkanna og síðan þjálfari hvers flokks en hvaða þjálfari vill ekki fá aðstoð frá fyrrum leikmönnum sem kunna ákveðna þætti íþróttarinnar inn og út. Margar hendur vinna létt verk. Ég er sannfærður um að með breiðri samstöðu, góðu skipulagi og vilja þjálf- ara Vals í öllum greinum og flokkum mætti lyfta þjálfun hjá félaginu upp á annað og óþekkt plan – með aðstoð reynslumikilla leikmanna. Þar af leiðandi verður eftirsóknarvert að æfa með Val því þar verður mannauðurinn nýttur til hins ýtrasta og boðið upp á séræfingar eins oft og leikmenn óska eftir. Hér með skora ég á stjórnarmenn Vals að ýta þessu úr vör – hafa samband við MANNAUÐINN og leyfa unga fólkinu (og leikmönnum meistaraflokks) að njóta. Ónýtturmannauður Getur Valur nýtt sér þann mannauð sem felst í frábærum leikmönnum sem eiga hundruð leikja að baki og tugi landsleikja – og þar af leiðandi tekið forskot á önnur félag í hvað „kennslu” varðar?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.