Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 33
Valsblaðið2012 33
Starfiðermargt
móti KR, Fylki og FH. Eitthvað fór úr-
skeiðis hjá stelpunum þegar þær töpuðu
fyrir Breiðabliki á útivelli og heima fyrir
Aftureldingu 0-1 í síðustu leikjum fyrri
hluta deildarinnar og voru Valsstelpur þá
í 5. sæti Pepsi-deildarinnar. Seinni hlut-
inn byrjaði með krafti þar sem stelpurnar
náðu vænum sigrum gegn liðum ÍBV og
Selfoss. Viðureign Vals-Þórs/KA að Hlíð-
arenda var hörkuviðureign þar sem Valur
var í stöðunni 2-0 þar til á 78. mínútu og
misstu leikinn í 2-2 sem var vægast sagt
svekkjandi. En þær risu upp og lönduðu
góðum sigri á Stjörnunni á útivelli 2-3 í
hörkuleik þar sem sigurmarkið kom í
uppbótartíma. Í kjölfarið unnu þær einn-
til baka eftir skemmtilega reynslu í Brasi-
líu, Telma Hjaltalín Þrastardóttir gekk til
liðs við Val frá Noregi og Laufey Björns-
dóttir kom frá Fylki. Ennfremur bættust í
hópinn yngri uppaldir Valsarar, þær
Svana Rún Hermannsdóttir, Berglind Rós
Ágústsdóttir, Ingunn Haraldsdóttir, María
Soffía Júlíusdóttir, Hugrún Arna Jóns-
dóttir og Katla Rún Arnórsdóttir. Um
mitt sumar fékk Valur Johönnu Rasmus-
sen frá Kristianstad að láni í einn mánuð
og var hennar koma klárlega góð fyrir
ungt lið Vals. Í byrjun ágúst fóru þær
Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk
Einarsdóttir til Bandaríkjanna í áfram-
haldandi háskólanám. Í lok júní tilkynnti
Pála Marie Einarsdóttir að hún ætti von á
barni, hún fylgdi þó hópnum áfram út
tímabilið sem var mikill styrkur og hvetj-
andi fyrir liðið.
Árangur kvennaliðsins
Eins og áður sagði lönduðu þær Reykja-
víkurmeistaratitli í febrúar. Þær komust
svo í úrslit Lengjubikarsins en í riðlunum
voru Valur, Stjarnan, Breiðablik og Fylk-
ir jöfn að stigum. Valur sigraði svo Ís-
landsmeistara Stjörnunnar 2-0 í undanúr-
slitum og var meðalaldur leikmanna Vals
í þeim leik rúmlega 19 ár. Í umfjöllun um
leikinn á fótbolti.net var talað um „kjúk-
lingarnir“ í Val hefðu lagt Íslandsmeist-
arana. Valur tapaði svo naumlega 3-2 fyr-
ir Breiðablik í úrslitaleik og annað sætið
í Lengjubikarnum staðreynd.
Valur og Stjarnan áttust svo aftur við í
Meistarakeppni KSÍ þar sem Stjarnan fór
með sigur af hólmi 3-1. Valur komst
einnig í úrslit í Borgunarbikarnum eftir
sigur á Hetti, FH og KR og aftur mættu
okkar stelpur Stjörnunni. Eftir tíðindalít-
inn leik innsiglaði Stjarnan sigurinn með
marki á 82 min. og urðu lokatölur 0-1.
Íslandsmótið fór miður vel af stað hjá
Valsstelpum þann 13. maí þar sem Valur
tapaði gegn ÍBV í Vestmanneyjum. Vind-
urinn tók öll völd á vellinum þennan dag
og komust stelpurnar og fylgdarlið ekki
heim fyrr en daginn eftir vegna veðurs.
Þar eftir var heimaleikur gegn Selfoss
sem vannst 4-1 og fyrstu stig okkar
stelpna komin í hús. Næst fóru þær norð-
ur og sóttu 1 stig gegn Þór/KA í hörku-
spennandi leik sem fór 1-1. Í 4. umferð
áttust við á Vodafonevellinum Valur-
Stjarnan og lutu okkar stelpur lægra haldi
í þetta sinn 1-2. Þetta var fyrsti tapleikur
Vals í deildinni á Vodafonevellinum síð-
an árið 2009. Eftir fylgdu þrír sigrar á
Höskuldur Sveinsson og Jón Höskulds-
son, ötulir sjálfboðaliðar á heimaleikjum
Vals.
Dóra María
Lárusdóttir