Valsblaðið - 01.05.2012, Qupperneq 47

Valsblaðið - 01.05.2012, Qupperneq 47
Valsblaðið2012 47 Foreldrastarf Elfur Sif svaraði fyrstu spurningunni á þessa leið. „Ég er búin að vera með 3 stráka í Val sl. 19 ár, hef ég alla tíð stutt þá vel í þeim íþróttum sem þeir hafa æft, verið dugleg að mæta á leiki hjá þeim og farið á öll stóru fótboltamótin sem haldin eru á sumrin og eins flest handboltamót. Eftir öll þessi ár hafa komið margar med- alíur inn á heimilið og skv. síðustu taln- ingu eru þær orðnar 185. Eins hafa kom- ið margar viðkenningar og bikarar enda hafa mínir drengir verið heppnir og alla tíð haft góða þjálfara. Ég hef alltaf verið mjög ánægð með allt starf hjá Val, eins alla þjálfara sem þeir hafa haft, allir mín- ir drengir hafa verið mjög ánægðir í Val.“ Jón Gunnar svaraði á þessa leið. „Að styðja barnið og félaga þess félagslega. Ég bendi strákunum mínum á félagslegar hliðstæður í hópíþróttum og daglegu lífi, hvet þá til að hafa sig í frammi en hlusta á aðra og útskýri á stundum aðstæður og ákvarðanir þjálfara. Ég deili með þeim eigin reynslu af íþróttaiðkun, hvað varð- ar félagsleg samskipti, þjálfun og ekki síst hugarfar. Ég segi þeim ávallt hrein- skilnislega mína skoðun á frammistöðu þeirra, sem grundvallast á því að þeir leggi sig alla fram og beri virðingu fyrir öllum sem að leik eða æfingu koma. Geri þeir það, þá er ég ánægur með þá. Þannig ná þeir árangri í hverju sem er.“ Hvað hefur þú gert til að leggja starfi Vals lið? Þessari spurningu svaraði Bjarni svona. „Í yngri flokkunum sat ég oftast í for- eldraráðum og fór sem liðsstjóri á öll helstu mót innanlands auk einnar ferðar Soffía Ámundadóttir spurði nokkra foreldra sem hafa langa reynslu af foreldrastarfi hjá Val nokkurra spurninga um aðkomu þeirra að starfinu. Urðu þau góðfúslega við beiðni hennar og fara svör þeirra hér á eftir, þ.e. Bjarni Hinriksson, Elfur Sif Sigurðardóttir og Jón Gunnar Bergs Hvert telur þú vera þitt hlutverk í íþróttaiðkun barnsins þín? Bjarni Hinriksson svaraði á þessa leið: „Að hjálpa því að upplifa íþróttaiðkun sína sem jákvæða og bætandi ástundun. Að gera því kleift eins og kostur er að njóta sín og ná árangri en umfram allt að þroska sinn innri mann og samskiptin við aðra svo úr verði veganesti til framtíðar, sama hvað barnið tekur sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Að hjálpa því að ala með sér heilbrigðan metnað og eðlilegt keppnis- skap mótað af virðingu fyrir liðsfélögum og andstæðingum. Að kynnast félögum þess og foreldrum félaga þeirra, rækta gott samband við þjálfara og starfsmenn Vals og vera sjálfur barninu góð fyrir- mynd í öllum þessum samskiptum. Fyrstu árin eru skipulagsmálin fyrirferð- armikil og nauðsynlegt að sinna jafnt og þétt samskiptunum við Val og aðra for- eldra. Þegar barnið er orðið eldra og sjálfstæðara verður hlutverk félagans og ráðgjafans mikilvægara. Ég er svo hepp- inn að hafa sjálfur mikinn áhuga á knatt- spyrnu og því höfum við feðgarnir fund- ið þar góðan snertiflöt í okkar samskipt- um en jafnvel þótt sá áhugi sé ekki til staðar í upphafi geta foreldrar ræktað gefandi samband við börn sín í gegnum íþróttir. Líkt og á lífsleiðinni allri skiptast á í íþróttum sigrar og ósigrar. En þegar upp er staðið snýst þetta ekki um sigra eða ósigra heldur hvernig við bregðumst við erfiðleikum og ekki síður velgengni. Á mótunarárum barnsins eru íþróttir einn vettvangur margra þar sem okkur sem foreldrum gefst kostur á að hafa áhrif á þroska barna okkar og kannski þroska okkur sjálf um leið.“ FyrirmyndarforeldraríVal Bjarni Hinriksson Elfur Sif Sigurðardóttir Jón Gunnar Bergs Soffía Ámundadóttir (Sossa)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.