Valsblaðið - 01.05.2012, Qupperneq 60
60 Valsblaðið2012
fram á síðustu stundu. Eftir mjög góða
frammistöðu í riðlinum endaðu stelpurn-
ar í 4. sæti eftir hörkuspennandi leik á
móti þýska liðinu. Mikið var fagnað eftir
sigurinn enda gengi liðsins búið að vera
framar vonum.
Þegar kom í B-úrslitakeppnina þá var
um hreina útsláttarkeppni að ræða. Stelp-
urnar unnu fyrsta leikinn í þeirri keppni á
móti landsliði Brasilíu. Við fórum því
áfram í næstu umferð keppninnar. Við
fengum næst norskt lið og spiluðum þann
leik í grenjandi rigningu. Lítið var skorað
og endaði Valur 1 þátttöku sína á mótinu
í þessum leik eftir 7-5 tap.
Flott gengi hjá stelpunum á mótinu en
rigningin fór með okkur og áttum við erf-
itt með að grípa boltann og koma honum
á markið.
15 ára stelpurnar voru í riðli með góð-
um liðum, einu sænsku, tveimur norsk-
um, einu dönsku og liði frá Þýskalandi.
Liðið náði ekki að landa sigri en áttu
mjög góða spretti og lögðu sig vel fram í
mikilli sól og hita. Frábært var að sjá þær
spila á móti Kolding frá Danmröku og
Gneist frá Noregi, baráttan var allsráð-
andi.
Eins og eldra liðið fór 15 ára liðið í B-
úrslit og mættu þær Savehof, sem er ein-
mitt lið frá bænum Partille sem mótið er
kennt við. Þar mættu stelpurnar ofjörlum
sínum og töpuðu 15-7. Stelpurnar stóðu
sig mjög vel og börðust allan tímann
þrátt fyrir erfiða andstæðinga. Gott inn-
legg í reynslubankann.
Fjör á milli leikja
Milli leikja náðu menn að svala inn-
kaupagleði í ýmsum verslunarmiðstöð-
um. Þegar heim var komið var árangur
borinn saman á hópfundum. Þetta kom
sér vel þegar átti að búa sig fyrir diskó-
tekið. Það virtist sem sumir væru ekki í
sömu fötunum lengur en klukkustund í
einu.
Skemmtigarðurinn Liseberg olli ekki
vonbrigðum. Frípassi í öll tæki og heill
dagur í tívolí er ekki svo galið. Dæmi
voru um að menn næðu þremur umferð-
um i fallturninum.
Það var svo þreyttur en ánægður hópur
sem lenti í Keflavík um miðja nótt, viku
eftir brottför.
Krakkarnir voru til fyrirmyndar og far-
arstjórar nutu samverunnar með þeim og
hverjum öðrum.
Tekið saman af foreldrum
og fararstjórum
Sunnudagurinn var tekinn í að kynnast
aðstæðum og farið á vísindasafnið Uni-
versum. Þar mátti sjá allt frá risaeðlum í
raunstærð sem bauluðu á mann yfir í
geimflaugar. Á mánudegi var farið í
vatnsgarðinn Skara Sommerland þar sem
var tekið á því í allskonar leiktækjum og
rennibrautum.
Mótið sjálft hófst svo á þriðjudegi.
Spilað var á fjölda valla um allan bæ.
Ókeypis var í alla strætisvagna og spor-
vagna svo það var bara spennandi að
finna vellina. Spilað var úti á gervigras-
völlum þ.a. það þurfti að tileinka sér nýja
tækni. T.d. er gott ráð við því að spila í
rigningu, þar sem harpixið virkar illa, að
spila í uppþvottahönskum.
Andstæðingar úr öllum áttum
Andstæðingarnir voru úr ýmsum áttum,
frá Norðurlöndum, Þjóðverjar, Afríkubú-
ar o.fl. Það kom sér vel að hafa Maks
sem þjálfara til að hlera rússneska þjálf-
arann sem grunaði ekki að hann skildist.
Spennandi keppni
Stelpurnar í 4. flokki sendu frá sér tvö lið
á mótið, eitt lið í 16 ára aldursflokk og
eitt í 15 ára. 16 ára liðið lenti í riðli með
liðum frá Norðurlöndunum, liði frá
Þýskalandi og landsliði Zimbabwe. Rið-
illinn var mjög jafn og spennandi allt
Ferðasaga
Flotturfjórðiflokkurkarla
ogkvennaíhandbolta
áPartilleCup2012
Það ver spenntur hópur af flottum stelpum og
strákum sem steig upp í rútuna við Valsheimilið
laugardaginn 30. júní. Þetta voru 4. flokkur
stúlkna og drengja í handbolta og ferðinni var
heitið á handboltamótið í Partille við Gautaborg