Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 66
66 Valsblaðið2012
Starfiðermargt
Anton Rúnarsson og varð hann með
markahæstu mönnum deildarinnar með
143 mörk og var á tímabili allt í öllu í
sóknarleik Vals, ásamt Sturlu Ásgeirssyni
sem skoraði 123 mörk og þá átti Orri
Freyr Gíslason gott tímabil. Hlynur
Morthens átti einnig gott tímabil í ramm-
anum enda meira en tveggja vetra í þess-
um fræðum.
Fyrir tímabilið fengum við Sigfús Sig-
urðsson heim frá Emsdetten og Magnús
Einarsson, en eftir tímabilið misstum við
nokkurn mannskap líkt og fyrri ár. Anton
Rúnarsson samdi við danska úrvalsdeild-
Meistaraflokkur karla
Tímabilið 2011–2012 olli nokkrum von-
brigðum hjá okkur Valsmönnum. Við
byrjuðum tímabilið á meistarakeppni
HSÍ gegn FH sem endaði með minnsta
mun eftir tvíframlengdan leik og tapaðist
í vítakeppni þar sem Sturlu Ásgeirs brást
bogalistin og setti boltann í slá eftir ann-
ars góðan leik og FH-ingar urðu meistar-
ar meistaranna.
Þetta ár var keimlíkt árinu á undan og
við vorum hársbreidd frá því að komast í
úrslitakeppnina í annars jafnri deild. Allir
unnu alla og aðeins munaði sjö stigum á
efsta liði deildarinnar og okkur sem lent-
um í sjötta sæti.
Margir góðir sigrar unnust, þar á með-
al vannst sigur á HK bæði heima og að
heiman, en HK varð einmitt Íslands-
meistari síðast liðið vor. Vodafonehöllin
skilaði einnig góðum sigrum á Haukum
og FH, þannig að miðað við þessa sigra
áttum við fullt erindi í úrslitakeppnina.
Enn eitt árið vorum við að berjast við
meiðsli lykilmanna og báru þar hæst
meiðsli Valdimars Fannars og Finns Inga.
Sá leikmaður sem skein skærast var
Íslands-ogbikarmeistararí
meistaraflokkikvennaogupp-
byggingarstarfíyngriflokkum
Skýrsla handknattleiksdeildar 2012
M.fl. karla í handbolta 2012–2013. Efri röð frá vinstri: Patrekur Jóhannesson þjálfari, Alexander Júlíusson, Agnar Smári Jónsson,
Þorgrímur Ólafsson, Hjálmar Arnarson, Sigfús Sigurðsson, Vignir Stefánsson, Bjartur Guðmundsson og Valgeir Viðarsson
sjúkraþjálfari. Neðri röð frá vinstri: Gunnar Malmquist, Sveinn Aron Sveinsson, Magnús Einarsson, Hlynur Morthens, Gunnar
Harðarson, Lárus Ólafsson, Finnur Stefánsson og Atli Már Báruson. Ljósmynd: Guðlaugur Ottesen Karlsson.