Valsblaðið - 01.05.2012, Page 71
Valsblaðið2012 71
Starfiðermargt
2. flokkur karla
Þjálfarar: Heimir Ríkharðsson og Mak-
sim Akbachev
24 leikmenn æfðu í 2. flokki og voru
því tvö lið skráð til keppni í Íslands-
mótinu. Auk þess var gengið til samstarfs
við Fjölni og léku nokkrir leikmanna
flokksins með meistaraflokki Fjölnis í vet-
ur. Valur 2 lék í 2. deild en tók ekki þátt í
bikarkeppni HSÍ. Valur 1 lék í 1.deild og
háði harða baráttu um deildarmeistaratitil-
inn en varð að gera sér 2. sætið að góðu. Í
átta liða úrslitum vann Valur lið ÍBV
nokkuð örugglega en tapaði í undanúrslit-
um eftir framlengdan leik.
munaði sáralitlu og lentu þeir í 2. sæti í
sinni deild og fóru í umspil um að kom-
ast í 8-liða úrslit Íslandsmótsins, unnu
fyrri leikinn en töpuðu naumlega síðari
leiknum. Valur 1 hinsvegar gerði sér lítið
fyrir og sigraði sína deild og tapaði að-
eins 2 leikjum í deildinni í vetur og kom-
ust í 8-liða úrslit Íslandsmótsins en duttu
þar út á móti Fram sem svo sigraði mót-
ið. Strákarnir kepptu í fyrstu umferð í
bikarkeppninni við feiknar sterkt lið HK
og tapaðist sá leikur með minnsta mögu-
lega mun. Til að kóróna svo þetta fína
tímabil hjá strákunum þá léku þeir á
Reykjavíkurmótinu og lenti Valur 2 í 2.
sæti en Valur 1 sigraði mótið þar sem
þeir lögðu Íslandsmeistara Fram í úrslita-
leik og eru þeir Reykjavíkurmeistarar í 4.
flokki karla A-liðum.
Áhugi og ástundun: Ýmir Örn Gísla-
son.
Mestu framfarir: Guðmundur Eyjólfur
Kristjánsson.
Leikmaður flokksins: Sturla Magnús-
son.
3. flokkur kvenna
Þjálfarar: Karl Guðni Erlingsson og
Hrafnhildur Skúladóttir
13 stelpur æfðu með flokknum í vetur
en auk þess nutu þær liðstyrks nokkurra
leikmanna úr 4. flokki. Liðið æfði vel í
vetur og sýndi þéttar framfarir. Vann 13
leiki tapaði 5, gerði 2 jafntefli og var
hársbreidd frá því að fara í úrslit. Liðið á
bjarta framtíð fyrir sér, en þess má geta
að þær eiga allar tvö ár eftir í flokknum
þannig að næsta vetur verður stefnt
hærra.
Ástundun og áhugi: Guðrún Lilja Gunn-
arsdóttir.
Mestu framfarir: Sunna Benónýsdóttir.
Leikmaður flokksins: Hulda Steinunn
Steinsdóttir.
3. flokkur karla
Þjálfarar: Heimir Ríkharðsson og Mak-
sim Akbachev
Starfið í vetur hófst með 10 daga æf-
ingaferð til Danmerkur þar sem leikmenn
æfðu daglega auk þess að spila þrjá leiki
við danska jafnaldra sína. Tókst ferðin
vel í alla staði og lagði grunn að góðum
vetri. Flokkurinn æfði síðan að mestu 2.
flokki í vetur en nokkrir leikmenn gengu
til liðs við flokkinn í vetur og styrktu þeir
liðið mikið. Flokkurinn tók þátt í Reykja-
víkurmótinu og varð í 3.–4. sæti. Góður
árangur náðist einnig í bikarkeppni HSÍ
og í Íslandsmótinu. Í bikarkeppni HSÍ
datt liðið út í undanúrslitum en
í Íslandsmótinu lék flokkurinn í
1. deild. Keppni var mjög jöfn
og spennandi og varð flokkur-
inn í 3. sæti deildarinnar þegar
upp var staðið. Í 8 liða úrslitum
vannst góður sigur á Þór frá Ak-
ureyri og í undanúrslitum var
spilað við Aftureldingu sem
varð í 2. sæti deildarinnar. Liðið
lék vel í þessum leik, vann góð-
an sigur og tryggði sér rétt til að
leika til úrslita um Íslandsmeist-
aratitilinn. Var úrslitaleikurinn
gegn Selfossi jafn og spennandi
en Selfyssingar sigu þó framúr
undir lok leiks og urðu Vals-
strákarnir að gera sér 2.sætið að
góðu að þessu sinni. Liðið er
skipað jöfnum og góðum leikmönnum
sem eiga eftir að skila sér áfram í fram-
tíðarlið Vals.
Aron Daði Hauksson, Valdimar Sig-
urðsson, Alexander Örn Júlíusson, Daði
Laxdal og Gunnar Malquist voru valdir
til æfinga með unglingalandsliði Íslands
og tóku þrír síðast töldu þátt í forkeppni
EM þar sem Ísland tryggði sér sæti í úr-
slitum sem fram fór í Austurríki í júlí.
Áhugi og ástundun: Fjölnir Georgsson.
Mestu framfarir:Alexander Örn Júlíus-
son.
Leikmaður flokksins: Daði Laxdal
Gautason.