Valsblaðið - 01.05.2012, Page 75
Valsblaðið2012 75
3. flokkur kvenna. 3. flokkur karla. Daði Laxdal Gautason, Alexander Örn
Júlíusson og Fjölnir Georgsson .
Viðurkenningar
2. flokkur karla. Dagný Arnþórsdóttir
(sem tók við verðlaunum f.h. sonar síns
Sveins Arons Sveinssonar) og Styrmir
Sigurðsson.
Efnilegasti leikmaður Vals:
Alexander Örn Júlíusson.
Nokkrir landsliðsmenn Vals: Sigurður Ólafsson,
Dagný Arnþórsdóttir (f.h. sonar síns Sveins
Arons Sveinssonar), Alexander Örn Júlíusson og
Daði Laxdal Gautason.
Uppskeruhátíðhandknattleiksdeildar 2012
Boðið var upp á sumarnámskeið í handbolta síðustu tvær vik-
urnar áður en grunnskólar hófu kennslu. Námskeiðin voru
fyrir börn og unglinga á aldrinum 6–15 ára og var þeim skipt
í þrjá aldurshópa. Yngsti hópurinn (6–11 ára krakkar) voru
fyrir hádegi og svo var unglingunum skipt í tvo hópa sem
mættu eftir hádegi. Yfirumsjón hafði Ágústa Edda Björns-
dóttir, yfirþjálfari yngri flokka handboltans og henni til halds
og trausts voru reynsluboltinn Karl Erlingsson og hinn stór-
efnilegi Gunnar Malmquist Þórsson.
Þessar tvær vikur voru 15 krakkar á aldrinum 14–15 ára og
tæplega 30 12–13 ára krakkar að undirbúa sig fyrir komandi
handboltavetur. Þarna æfðu strákar og stelpur saman, sem
þau gera annars nánast aldrei, og höfðu virkilega gaman af.
Fyrri vikuna voru rúmlega 20 börn í yngri hópnum en
seinni vikuna varð algjör sprenging því þá skráðu sig rúm-
lega 50 krakkar til leiks. Er óhætt að segja að þá hafi verið líf
og fjör í Vodafonehöllinni, þrír hópar af námsfúsum upprenn-
andi handboltastjörnum
fylltu salina og sumir
voru svo áhugasamir að
þeir gáfu sér varla tíma
til að borða nesti heldur
héldu áfram að æfa sig
í matarhléunum. Þarna
voru nokkrir að prófa
handbolta í fyrsta skipti
og leist mörgum svo
vel á að þeir ákváðu að
stíga skrefið til fulls og byrja að æfa.
Handboltaskóli Vals stóð algjörlega fyrir sínu og gaman að
sjá hvað Valur á mikið af ungu, efnilegu og áhugasömu hand-
boltafólki. Þetta er kjörinn vettvangur fyrir yngri kynslóðina
að búa sig undir handboltatímabilið og bæta við hæfni sína
og kunnáttu.
VelheppnaðurhandboltaskóliVals
fyrir6–15árakrakka