Valsblaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 88

Valsblaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 88
88 Valsblaðið2012 EftirGíslaVilbergHjaltason um aldri, með mismunandi getu og mark- mið, allt frá því að reyna að hlaupa 5 km án þess að ganga og allt að því að hlaupa maraþon (42 km) eða Laugaveginn (55 km). Hlaupaferð til Amsterdam Í hlaupahópnum er skemmtilegur félags- andi og hafa verið tveir fastir atburðir á ári, uppskeruhátíð sem enginn vill missa af og lokahóf Powerade mótaraðarinnar. Til viðbótar við þetta eru hlaupaferðir til útlanda sem farnar eru annað hvert ár hingað til. Síðasta hlaupaferð var til Amsterdam núna í október 2012. Það voru 20 úr hópnum (makar taldir með) sem skelltu sér í hlaupaferðina til Amst- erdam og tóku 12 þátt í heilu maraþoni, 2 í hálfu maraþoni og 3 fóru 8 km sem stóð einnig til boða. Ákvörðun um ferðina var tekin í ársbyrjun 2012 til að allir hefðu nægan tíma til að komast í skammlaust maraþonform þar sem markmiðið er ekki að klára eitt maraþon og hætta síðan öll- um hlaupum heldur að vera í góðu standi eftir þessa þolraun. Þrjú í hópnum voru að fara sitt fyrsta maraþonhlaup og fóru þau samviskulega eftir 6 mánaða æf- ingaprógrammi sem sett var upp í vor. Flogið var til Amsterdam á föstudags- morgni og var góð stemning í hópnum fyrir komandi þolraun. Eftir að komið var á hótelið sem var staðsett í miðænum Hlaupahópur félagsins, Valur skokk, hefur verið starfræktur síðan haustið 2007. Fjöldi virkra félaga er á milli 40 og 50 þó að yfir 100 séu á póstlista hópsins Algengur fjöldi á æfingum hjá okkur er á bilinu 10 til 15 manns. Það tekur oft langan tíma fyrir fólk að mæta reglulega á æfingar frá því að viðkomandi vill byrja að hlaupa enda getur oft verið erfitt að koma æfingunum fyrir í tímaplani vikunnar. Allt snýst þetta um að for- gangsraða eftir því sem viðkomandi finnst skipta máli. Við fáum stundum fyr- irspurnir um það hvort allir séu velkomn- ir á æfingar með okkur og er svarið við því „já, allir eru velkomnir með okkur og fá æfingar við hæfi“. Einnig halda margir að nauðsynlegt sé að vera kominn í ákveðið form til að byrja með okkur en það er óþarfi því aðalmálið er að mæta reglulega og byrja NÚNA og vera þolin- móð/ur því þetta kemur allt saman. Æfingarnar okkar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:30 og á veturna á laugardögum kl 9:30 (nóvember – mars) og á sumrin kl 8:30. Miðað er við að hitt- ast á Hlíðarenda. Hvar og klukkan hvað getur breyst og því nauðsynlegt að vera skráður á póstlistann til að fylgjast með því vikulega er sent út æfingaplan kom- andi viku. Til að komast á póstlista hlaupahópsins er nóg að senda tölvupóst á gislivh@gmail.com og ykkur verður bætt á listann. Uppbygging æfinganna hjá okkur er eftirfarandi: Á þriðjudögum eru sprettæf- ingar þar sem yfirleitt er hlaupin „stutt“ leið (100 m–1.000 m) með endurtekning- um þar sem hópurinn er allur á sama svæði og eru þessar æfingar vinsælastar. Á fimmtudögum eru svokallaðar tempó- æfingar þar sem hlaupið er af nokkurri ákefð lengri vegalengd og er þá verið að tala um nokkra km. Á laugardögum er það sem við köllum langt og rólegt. Þess- ar æfingar eru svokallaðar lykilæfingar hverrar viku og eru forsendur framfara hjá hlaupurum. Að hlaupa einn og alltaf á sama hraða skilar ekki sérlega góðum árangri eins og þeir þekkja sem hafa prófað. Að vera í hópi veitir stuðning og aðhald fyrir hlaupara ásamt því að setja sér markmið sem er forsenda þess að nenna að hlaupa a.m.k. til að byrja með. Segja má að virkir félagar séu á ýms- Valurskokkerhlaupahópur félagsins–allirvelkomnir Á leiðinni að sækja keppnisnúmerin: Frá vinstri: Andri Már, Gísli, Pétur, Geir, Örvar, Halla, Ágúst, Ragna, Hugrún og Ingibjörg Þórdís, Guðjón, Halla, Halldóra, Hugrún, Hilmar og Andri að skoða Ólympíuleikvanginn og sýna Valsmerkið að hætti hlaupahópsins á tvo vegu. Örvar, Pétur , Sólrún, Andri, Þórdís, Rannveig, Halldóra, Gísli, Geir, Ágúst, Halla og Hugrún að hlaupi loknu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.