Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 90

Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 90
90 Valsblaðið2012 Hvaða setningu notarðu oftast: „Ég er ógeðslega svöng“. Fullkomið laugardagskvöld: Humar- veisla með stórfjölskyldunni heima í Mosó og spilakvöld í kjölfarið. Svoleiðis kvöld eru uppáhöldin mín. Fyrirmynd þín í fótbolta: Þegar ég var lítil var það minn hinsti draumur að hitta David Beckham. Núna held ég þó mikið upp á Nemanja Vidic og svo hef ég ógeðs- lega gaman af Christiano Ronaldo. Ég hef alveg eytt þó nokkrum klukkutímum í að googla hann og skoða myndir og video. Draumur um atvinnumennsku í fót­ bolta: Atvinnumennskan hjá mér er næsta skref, mig langar að fara út, spila í sterkustu deildunum og vinna titla. Landsliðsdraumar þínir: Fyrsta mark- miðið er EM í Svíþjóð á næsta ári en hitt er síðan einfalt, mig langar að vera fasta- maður í landsliðinu og spila hvern leik þangað til ég hætti í fótbolta. Ég vil fara með liðinu á EM, HM og Ólympíuleik- ana og draumadraumurinn er vinna eitt slíkt stórmót. Besti söngvari: Celine Dion, hún er rugluð. Besta hljómsveit: U2. Besta bíómynd: My Sister’s Keeper, nýjustu Batman myndirnar og Derailed. Besta bók: Grafarþögn. Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Manchester United. Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar­ enda: Algjörlega frábær, af því sem ég hef séð eru Valur og FH eru í algjörum sérflokki hvað þetta varðar. Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu árum: Ég vil að sjálfsögðu sjá liðið ná hæstu hæðum í öllum greinum, karla og kvenna, en ég hef virkilega mikla trú á liðinu sem við stelpurnar erum nú með í höndunum í fótboltanum. Þetta getur hæglega orðið næsta gullaldarlið ef allir halda haus og standa saman. Mig langar rosalega að sjá þennan hóp blómstra. Nám: Er á öðru ári í viðskiptafræði í HÍ. Kærasti: Hann er ófundinn. Af hverju Valur? Metnaðurinn í klúbbn- um heillaði mig mikið. Valur er frábær klúbbur með frábæra stuðningsmenn og magnaða sögu. Viljinn til að ná árangri er svo mikill og félagið veitir þér öll þau verkfæri sem þú þarft til að bæta þig, þannig að það var mjög auðvelt að segja já þegar tækifærið bauðst að koma í Val. Hvernig var tekið á móti þér í Val þeg­ ar þú skiptir úr KR: Mér var tekið ein- staklega vel, bæði af stelpunum í liðinu og öðrum Völsurum þannig að ég var mjög fljót að komast inn í hlutina. Ég er uppalin í Aftureldingu þar sem var enginn meistaraflokkur kvenna allan þann tíma sem ég var í yngri flokkum og þar var venjan bara að klára 2. flokk og hætta svo. Það var ekki fyrr en ég var komin í U-19 að ég áttaði mig á því að þetta væri eitthvað sem ég vildi og gæti gert. Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl­ skyldunni: Margrét Ólafsdóttir, ein af bestu fótboltakonum sem Ísland hefur átt, við erum systkinabörn. En í nánustu fjölskyldu verð ég að nefna mömmu mína, hún á A-landsleiki í handbolta. Af hverju fótbolti: Ég byrjaði í fótbolta þegar ég var 4 ára gömul, systkini mín voru öll í fótbolta og systir mín að þjálfa mig á þessum árum. Ég hafði bara svo rosalega mikinn áhuga á fótbolta og minnist þess ekki að hafa prófað neinar aðrar íþróttir fyrir utan frjálsar sem ég entist engan veginn í enda fannst mér ekkert varið í eitthvað annað en bolta- íþróttir. Ég sé þó mikið eftir því að hafa ekki verið í handbolta líka en þegar ég var að byrja var enginn handbolti fyrir stelpur hjá Aftureldingu. Eftirminnilegast úr boltanum: Bikar- meistaratitillinn með Val 2011 er klárlega það sem stendur upp úr hingað til, ásamt því að hafa komist á lokamót EM með U-19 2009. Besti stuðningsmaðurinn: Mennirnir þrír sem mæta á alla leiki hjá okkur og öskra okkur áfram sama hvernig gengur. Erfiðustu samherjarnir: Thelma Björk getur verið andlega mjög erfið. Tekur sérstaklega á að vera með henni í reit enda þrætugjörn með eindæmum. Eftirminnilegasti þjálfarinn: Gunni Borgþórs. Hann þjálfaði mig hjá Aftureld- ingu í 3. og 4. flokki og gerði alvöru lið úr þeim árgangi. Hann fékk mig svo yfir til Vals 2010 og er sá þjálfari sem hefur hjálpað mér hvað mest á mínum ferli. Stærsta stundin: Ætli það hafi ekki ver- ið þegar ég var valin fyrst í A-landsliðið. Athyglisverðasti leikmaður í meistara­ flokki kvenna hjá Val: Ég ætla að segja Laufey Ólafs hérna, bæði í von um að hún hafi ekki spilað sinn síðasta leik fyr- ir félagið en líka vegna þess að hún er einhver magnaðasti leikmaður sem ég hef kynnst. Hún hefur einhvern x-factor sem er erfitt að útskýra. Hennar nærvera fær aðra leikmenn til að spila betur og hún lyftir liðinu. Frábær karakter innan vallar sem utan. Athyglisverðasti leikmaður í meistara­ flokki karla hjá Val: Rúnar Már, hann dró vagninn klárlega í sumar og það verður gaman að fylgjast með honum því hann getur farið mjög langt. Hvernig líst þér á yngri flokkana í fót­ bolta hjá Val: Mér líst hrikalega vel á þá, það eru nokkrir mjög skemmtilegir árgangar á leiðinni. Ég hef sérstaklega mikla trú á dúllunum í ’99 árganginum. Fleygustu orð: Það er í lagi að gera mis- tök, svo lengi sem maður lærir af þeim. Mottó: Þetta reddast er svolítið mikið ég. Við hvaða aðstæður líður þér best: Mér líður alltaf ótrúlega vel eftir að hafa stað- ið mig vel í fótboltanum. Það er svo gaman að uppskera þegar þú veist að þú hefur virkilega unnið fyrir því. Það er svo eins þegar gengur illa, það leggst svakalega þungt á mig. Framtíðarfólk Éghefvirkilega miklatrúáliðinu Mist Edvardsdóttir er 22ja ára og leikur knattspyrnu með meistaraflokki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.