Valsblaðið - 01.05.2012, Page 92

Valsblaðið - 01.05.2012, Page 92
92 Valsblaðið2012 Fögnum fjölbreytileikanum Ég kem heim úr skólanum, mér líður ekki vel lít í spegilinn og átta mig ekki á því hver ég er. Ég er ekki eins og hinir, ég lít öðruvísi út, hegða mér á annan hátt, en samt er staðreyndin þó sú að ég er bara ég, þarf ég að breyta hver ég er? til þess eins að fitta inn og fá að vera með. Hvað sem ég geri sjá þau flísina í auga mínu en ekkert þeirra tekur eftir bjálkanum í sínu. Það er til tvenns konar fólk, þeir sem hífa þig upp og þeir sem rífa þig niður. Þeir reyna að rífa þig niður til að hífa sig upp og þeir sem hífa þig upp eru alvöru vinir. Ég læt þetta ekki á mig fá. Ég er sterkari en það, stend upp fyrir sjáfri mér. Það dýrmætasta sem ég á er þetta líf og ég mun lifa því eins og ég er. Þegar á endann er kominn vinna þeir sem breyta rétt. Þú sérð samt fljótt að þessi leið er ekki alltaf létt. Sá sem ranglæti mætir ekki, fylgir alltaf hinum. Hjálpar ekk‘ og stendur ekki upp á móti vinum. Mótlæti myndar manninn, sýnir úr hverju hann er gerður. Ekki gefast upp þó heimurinn sé stundum harður. Bítt‘í skjaldarrendur og treystu eigin hjarta fyrr en varir muntu sjá að þú átt framtíðina bjarta. Það er til tvenns konar fólk, þeir sem hífa þig upp og þeir sem rífa þig niður. Þeir reyna að rífa þig niður til að hífa sig upp og þeir sem hífa þig upp eru alvöru vinir. Ég læt þetta ekki á mig fá. Ég er sterkari en það, stend upp fyrir sjáfri mér. Það dýrmætasta sem ég á er þetta líf og ég mun lifa því eins og ég er. Lag flutt af Mist Edvardsdóttur og Rakel Hönnudóttur. Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir afhenti kvennalandsliðinu viðurkenningu í Þjóðmenningarhúsinu 8. nóv. sl. fyrir myndband með skilaboðum gegn einelti í samfélaginu Kvennalandsliðið fékk á baráttudegi gegn einelti afhenta viður- kenningu stjórnvalda vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Viðurkenninguna fengu þær afhenta við athöfn í tilefni af baráttudegi gegn einelti. Tilefnið er myndband sem stelpurnar í landsliðinu gerðu til að vekja fólk til umhugsunar um afleiðingar eineltis. Myndbandið var við lag sem Katrín Ómarsdóttir samdi en lagið sungu þær Rakel Hönnudóttir og Mist Edvardsdóttir og tóku þær tvær síðarnefndu við viðurkenn- ingunni fyrir hönd kvennalandsliðsins. Hugmyndin af þessu framtaki stelpnanna kemur frá Katrínu og útskýrir kveikjuna af þessari hugmynd á eftirfarandi hátt: „Í tilefni eineltisdagsins langar mig að nota tækifærið og út- skýra hvers vegna íslenska kvennalandsliðið ákvað að gera myndband sem sett var á youtube undir nafninu „Fögnum fjöl- breytileikanum“. Það hafa komið margar spurningar um hvað- an hugmyndin er komin og af hverju við ákváðum að láta okkur þetta varða. Eftirfarandi texti útskýrir af hverju. Hugmyndin að framtakinu kemur frá þessari færslu á facebook frá stelpu á Egilsstöðum: „Þó ég sé feit, ljót og strákaleg hvað á ég að gera í þessu? Ég á allavega ekki að vera lögð í einelti vegna þess að einelti lagar ekkert. Sorry ákvað að koma þessu hingað en ef ykkur finnst þetta asnalegt þá má ykkur finnast það mér er alveg sama. :´( Plízz hættiði að leggja mig í einelti er komin með nóg. :´(„ Það er sama hvaða stöðu manneskj- an gegnir í samfélaginu þá hefur hún ákveðna ábyrgð–ábyrgð til að láta gott af sér leiða. Því áhrifameiri stöðu sem manneskjan gegnir því meiri sam- félagsábyrgð þarf hún að sýna. Sem partur af íslenska kvennalandsliðinu, hópur af flottum konum og fyrirmyndum á Íslandi, fannst mér við geta haft jákvæð áhrif á samfélagið með einhverjum hætti. Allar stelpurnar tóku vel í hugmyndina og úr varð myndbandið. Það er frábært að það skuli vera dagur til að vekja athygli á einelti, en munum líka að baráttan á sér stað alla daga. Fögn- um fjölbreytileikanum alltaf.“ Kvennalandsliðiðíknattspyrnufékk viðurkenninguábaráttudegigegneinelti Dóra María Lárusdóttir er fastamaður í kvennalands- liðinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.