Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 113
Valsblaðið2012 113
Starfiðermargt
menn og hvort þeir haldi áfram að æfa eða
hafi gaman af íþróttinni.”
Hvernig finnst þér að eigi að efla starf
ið í yngri flokkunum hjá Val? „Halda
betur utan um yngri flokkana bæði í
handbolta, bæta aðstöðuna í fótboltanum
og virkja sem flesta, bæði börn unglinga
og foreldra til að koma á völlinn eða
mæta og horfa á æfingar hjá börnunum
sínum vegna þess að stuðningur foreldra
skiptir öllu og þá sérstaklega hjá yngstu
krökkunum.”
Framtíðardraumar í íþróttum? Hvar
sérðu fyrir þér að þú verðir eftir 10 ár?
„Ég stefni mjög hátt í handboltanum en ég
ætla mér að spila í þýsku Bundesligunni,
eftir 10 ár sé ég mig fyrir mér í útlöndum
spilandi handbolta og ég ætla mér að vera
í háskólanámi til hliðar við það.”
Hver stofnaði Val og hvenær? „Það var
séra Friðrik Friðriksson, þann 11. maí
árið 1911. Uppáhandseinkunnarorðin
mín frá honum eru, aldrei láta kappið
bera fegurðina ofurliði.
Sturla hefur æft handbolta í 10 ár en fót-
bolta í 11 ár og vill vera í Val vegna þess
að félagið er með bestu æfingaaðstæður á
landinu og er auk þess í hverfinu hans.
Hann tekur í vetur frí frá æfingum í fót-
boltanum og einbeitir sér að handboltand-
um en vonast til þess að koma sterkur inn
í fótboltann þegar nær dregur sumri. Hann
fékk markmannsviðurkenningu yngri
flokka í haust og finnst frábært að hafa
þessa viðurkenningu sem hafi hvatt sig til
þess að halda lengur áfram í fótboltanum.
Hvernig gekk ykkur í sumar? „Gengi
okkar í sumar var upp og niður. Við spil-
uðum frábærlega í bikarnum en spiluðum
bara stundum vel í Íslandsmótinu en svo
komu leikir þar sem við spiluðum alls
ekki vel.”
Hvernig gengur í handboltanum? „Hóp-
urinn í handboltanum er mjög góður en
mætti vera stærri. Þjálfarateymið er mjög
gott og allir fá góða þjálfun bæði sem lið
og sem einstaklingar. Þegar við fórum á
Partille í sumar og komumst áfram úr riðl-
inum og spiluðum á móti Rússnesku liði
sem áttu að vera jafnaldrar okkar en
nokkrir hefðu getað verið pabbar mínir og
90% liðsins var með alskegg.
Fyrirmyndir í boltanum. „Já ég hef
margar fyrirmyndir bæði í handbolta
og fótbolta. Í fótboltanum eru það
markmenn eins og Peter Schmeichel
og Oliver Kahn. Í hanfboltanum eru
það línumenn eins og Bjarte Mirhol,
Rene Toft og Robbi Gunn.”
Hvað þarf til að ná langt í íþróttum?
„Til þess að ná árangri í öllum íþróttum
er það 90% hugurinn sem skiptir máli og
að leggja sig alltaf fram allan tíman á öll-
um æfingum. Ég þyrfti helst að bæta
hraða, stökkkraft og fótavinnslu í báðum
greinum.”
Hvers vegna fótbolti og handbolti?
Hvernig er að láta það ganga upp að æfa
tvær íþróttagreinar samtímis? „Ég er í
handbolta og fótbolta vegna þess að ég fæ
ótrúlega útrás þegar ég spila íþróttirnar og
þær eru báðar ótrúlega skemmtilegar þótt
önnur sé í aðalhlutverkinu í augnablikinu.
Ég hef ekki æft neinar aðrar íþróttir. Það
er mjög erfitt að gera það þótt ég myndi
samt mæla eindregið með því, en þegar
maður fer í menntaskóla fer það að vera
ennþá erfiðara vegna þess hversu mikið
maður þarf að leggja í námið.
Hverjir eru helstu Valsararnir í fjöl
skyldunni og fyrir hvað eru þeir þekkt
astir? „Pabbi var nú mikill íþróttamaður
og var efnilegur markmaður en meiddist
þá á hnéi. Bróðir langömmu Agnar
Breiðfjörð var líka mikill íþróttamður en
hann var einn af fyrstu Völsurunum til
þess að verða Íslandsmeistari með meist-
araflokki Vals í handbolta.”
Stuðningur fjölskyldu? „Mamma og
pabbi hafa alltaf verið til staðar á leikjum,
æfingum og öllu sem við kemur íþróttun-
um og ég tel það vera eitt af mikilvægustu
þáttunum sem hafa áhrif á unga íþrótta-
Fæmiklaútrásbæðií
handboltaogfótbolta
Sturla Magnússon er 16 ára og leikur
handbolta með 3. flokki og fótbolta með 2.
flokki og hlaut markmannsviðurkenningu
á uppskeruhátíð í knattspyrnu
ValurogSamsungundirritasamstarfssamning
Á árinu undirrituðu Knattspyrnufélagið
Valur og Tæknivörur/Bræðurnir Orms-
son umboðsaðilar Samsung undir sam-
starfssamning. Samningurinn er
til þriggja ára og verður Samsung einn
af styrktar aðilum Vals.
Á myndinni undirrita framkvæmda-
stjóri Vals Haraldur Daði Ragnarsson
og markaðsstjóri Tæknivara Björn
Ragnar Björnsson samninginn.
Allir Valsmenn- og meyjar eru hvatt-
ir til þess að versla við samstarfsaðila
félagsins.