Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 4

Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 4
4 Valsblaðið 2014 „Leggið alla stund á að leggja fegurð inn í leik yðar“ Jólahugvekja 2014 Hafnfirðingur nokkur var skríðandi við ljósastaur, augljóslega leitandi að ein- hverju, þegar maður gekk að honum og bauðst til að hjálpa honum við leitina: – Já, takk ég finn ekki lyklana mína. – Ég skil þig og hvar misstirðu þá? – Jú, þarna í brekkunni hinu megin við hólinn! – Nú af hverju í ósköpunum ertu þá að leita hérna við ljósastaurinn? – Jú, sjáðu til það er bara miklu betra ljós hérna við ljósastaurinn. Manneskjan hefur alla tíð leitað í ljósið. Þetta finnum við sterkt nú þegar jólaljósin lýsa í skammdeginu og veita aukna birtu. Birtan sem stafar frá hinum fyrstu jólum er falleg, sagan um móðurina ungu sem mitt í vosbúð og vanefnum, hjúfrar barnið að sér og meðtekur hlýju þess, andardrátt og kærleika. Barnið sem spáð var að yrði undraráðgjafi, friðarhöfðingi og frelsari. Barnið sem Davíð Stefánsson orti síðar um: Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós. Hátíð ljóss og friðar, minnir okkur á að í lífinu þurfum við leiðarljós. Við þurfum að vita hvert er stefnt, hvað eykur á gleði okkar og blessun. Kristin trú boðar þetta leiðarljós. „Ég er ljós heimsins“ segir Kristur og býðst til að lýsa okkur veg réttlætis og góðra verka. „Því hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu heldur hafa ljós lífsins.“ segir Jesús. Hafnfirðingurinn þráði ljósið en bar það ekki áfram þangað sem vandinn lá. Okkar hlutverk er að sjá birtu Guðs og jólanna og láta hana skína áfram. Myrkur getur ekki hrakið myrkur á brott, það getur ljósið eitt gert, hatur getur að sama skapi ekki hrakið hatrið á brott það gerir bara kærleikur og góðvild. Í vígsluræðunni á Valsvellinum lagði Sr. Friðrik Friðriksson áherslu á að skapa birtu í kringum sig á íþróttavellinum er hann sagði: „Leggið alla stund á að leggja fegurð inn í leik yðar, látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði. …. Kærið ykkur ekki um að vinna með röngu eða ódrengilegu bragði. Þeir sterkari boli aldrei hinum yngri og linari frá réttum leik. Segið ávallt satt og venjið yður á að segja til, ef yður verður eitthvað á og játa það. Hælist aldrei yfir þeim sem tapa, og gleðjist líka yfir velleiknu sparki hjá mótleiksmönnum yðar.“ Njótum jólanna, tökum boðskap þeirra og sr. Friðriks alvar- lega og sköpum birtu í kringum okkur og góðar minningar. Eftir Guðna Má Harðarson prest við Lindakirkju í Kópavogi Valsmenn – bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár HENSON Nýkjörinn formaður Vals Björn Zoëga með föður sínum Jóni Gunnari Zoëga fyrrum formanni Vals á 103ja ára afmæli Vals við styttuna af séra Friðriki Friðrikssyni. Fjörmiklar stelpur í 7. flokki kvenna í fótbolta vígja Hemmalund á afmælisdegi Vals 2014. Guðni Már Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.