Valsblaðið - 01.05.2014, Side 10

Valsblaðið - 01.05.2014, Side 10
10 Valsblaðið 2014 ágætlega og upp frá því hef ég alltaf spil- að hægri bakvörð.“ Aðspurður um þátt Willums Þórs í þróun sinni sem leikmaður er Birkir ekki lengi að bera hól á fyrrum þjálfara sín- um. „Ég á Willum allan minn feril að þakka. Ef Willum hefði ekki áttað sig á að ég gæti orðið hinn ágætasti bakvörður væri ég ekki nema miðlungsleikmaður á Íslandi.“ Eftirleikinn þekkja flestir. Birkir Már spilaði glimrandi vel sumarið 2006 á sínu fyrstu ári sem fastamaður og var að móti loknu valinn efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins. Ári síðar lyfti hann Ís- landsmeistaratitlinum og um mitt sumar 2008 var hann keyptur til norska félags- ins Brann. Þar lék hann í sex og hálft tímabil og á hátt í 200 leiki á feril- skránni. Birkir hefur nú skuldbundið sig við sænska úrvaldsdeildarfélagið Hamm- arby til næstu þriggja ára og hlakkar til að takast á við þá áskorun. „Ég er spenntur fyrir því að spila í nýju landi og búa í stærri borg,“ en félagið er í Stokk- hólmi. Leikgleðin helsti kostur Ólafs Birkir þekkir Ólaf Jóhannesson, nýráð- inn þjálfara Vals, vel úr landsliðinu en Ólafur var þar við stjórnvölinn frá 2007 til 2011. Birkir gladdist mjög þegar hann frétti að Ólafur og Sigurbjörn Hreiðars- son, fyrrum leikmaður Vals, væru teknir við stjórnartaumunum á Hlíðarenda. „Það er þvílíkur heiður að tilheyra þess- um landsliðshópi,“ segir Birkir Már Sævarsson, einn af betri sonum Vals, í viðtali við Valsblaðið. Birkir á orðið býsna myndarlegan feril með íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Frá árinu 2007 hefur hann leikið 45 landsleiki þar sem hann hefur oftast verið fastamaður í byrj- unarliðinu. „Það er í raun erfitt að lýsa því með orðum. Það er ótrúlega skemmtilegt að hitta félagana í landsliðs- ferðum og spila með þessum leikmönn- um. Tæknileg geta og leikskilningur er mun betri en því sem ég hef kynnst hjá félagsliðum mínum. Eiður Smári Guð- johnsen og Gylfi Þór Sigurðsson eru þeir bestu sem ég hef spilað með. Yfirsýnin hjá Eiði Smára er í allt öðrum klassa og er algjör unun að fylgjast með honum á æfingum. Gylfi Þór er síðan með þennan magnaða skotfót eins og alþjóð veit.“ Þrautaganga upp yngri flokkana Birkir hefur upplifað tímana tvenna á ferli sínum. Leiðin í landsliðið var ekki greiðfær og fátt benti til þess að hann myndi upplifa draum hvers knattspyrnu- manns þegar hann sat á varamanna- bekknum í 2. flokki Vals. „Yngri flokkarnir voru mér erfiðir,“ útskýrir Birkir sem sleit barnskónum í Hlíðahverfinu. „Við vorum eiginlega bara tveir úr mínum árgangi sem gerðum þetta af einhverri alvöru. Það voru tíð þjálfaraskipti og oft töpuðum við með tveggja stafa tölu. Þetta var bara vit- leysa.“ Á elsta árinu í 2. flokki fóru hjólin loks að snúast hjá Birki. Hann tók út lík- amlegan þroska og varð eldfljótur, sem hefur verið eitt hans aðalsmerki. „Allt í einu gerðist eitthvað hjá mér og hlutirnir gengu betur. Ég var alltaf úti í fótbolta með strákunum þó að ég hafi ekki verið að æfa eitthvað markvisst. Það helsta sem ég sé eftir í dag er að hafa ekki eytt tíma í að æfa fyrirgjafir og bæta grunn- tæknina. Það var ekki fyrr en ég var kominn í atvinnumennsku sem ég tók fyrirgjafirnar rækilega í gegn á æfinga- svæðinu og skilaði það sér í miklu fleiri stoðsendingum.“ Á Willum allan sinn feril að þakka Birki gekk þó erfiðlega að vinna sér sæti í meistaraflokksliði Vals. Honum bauðst að fara til annarra liða en þvertók fyrir það – hann vildi aðeins vera í Val. Birkir lék ýmist á kantinum eða í framherja- stöðunni þegar hann fékk tækifæri en það var ekki fyrr en á undirbúningstíma- bilinu fyrir sumarið 2006 sem hann upp- götvaði sína bestu stöðu. „Ég tók einn æfingaleik í hægri bakvarðarstöðunni. Ég hafði þá aldrei spilað bakvörð áður. Þetta kom til vegna manneklu. Þá var Willum Þór, þáverandi þjálfari liðsins, hlaupandi upp og niður hliðarlínuna með mér og kenndi mér jafnóðum hvernig átti að spila bakvörðinn. Þessi leikur gekk Eftir Ingólf Sigurðsson „Valsarar eiga að vera í Val“ Birkir Már er uppalinn Valsari og er hluti af stórskemmtilegu landsliðið Íslands í knattspyrnu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.