Valsblaðið - 01.05.2014, Page 50
50 Valsblaðið 2014
Félagsstarf
Skákmót Vals – Minningarmót um Her-
mann Gunnarsson fór fram í apríl í Loll-
astúkunni í Valsheimilinu. 45 skákmenn
tóku þátt í afar vel heppnuðu móti. Jón
Viktor Gunnarsson sigraði á mótinu og
hlaut Valshrókinn til varðveislu komandi
ár og var það vel enda Jón Viktor mikill
Valsari. Hann fékk ársmiða á alla heima-
leiki Vals í fótbolta í verðlaun.
Sömu verðlaun fékk Björn Ívar Karls-
son, sem varð í 2.–4. sæti ásamt Braga
Þorfinnssyni og Jóni L. Árnasyni. Bragi
hlaut hins vegar ársmiða eftir stigaút-
reikning. Þriðja ársmiðann hlaut Vignir
Vatnar Stefánsson eftir happdrætti.
Mótið hófst með ræðu Helga Ólafs-
sonar sem fór yfir feril Hemma í nokkr-
um orðum. Helgi sagði Hemma hafa ver-
ið senter í raunheimum hvort sem um
væri að ræða fótbolta eða lífið sjálft. Í
tilefni þess að Hemmi var ávallt nr. 9
þótti viðeigandi að hafa 9 umferðir á
mótinu.
Halldór (Henson) Einarsson, sem gaf
flest verðlaun, minntist einnig Hemma í
mótsbyrjun. Nokkrar treyjur sem voru
hannaðar í tilefni 100 ára afmælis Vals
voru afhentar en þær fengu m.a. Jón L.
Árnason, Helgi Brynjarsson og Sigurður
Daði Sigfússon eftir happdrættisútdrátt.
Auk þess fengu allir keppendur 14 ára og
yngri Valstreyju.
Mótið hófst með því að Ragnar Gunn-
arsson, bróðir Hermanns, lék fyrsta leik-
inn fyrir Jón L. á móti Inga Tandra
Traustasyni, 1. e2-e4. Mótið var geysi-
sterkt en meðal keppenda voru tveir stór-
meistarar og þrír alþjóðlegir meistarar.
Jón Viktor var vel að sigrinum kominn
og hinn sextíu ára farandbikar, Valshrók-
urinn, í góðum höndum næsta ár.
Skákdeild Vals stóð fyrir mótinu í
samvinnu við Skáksamband Íslands.
Vel heppnað minningar skákmót
Vals um Hermann Gunnarsson
Röð efstu manna
1 Jón Viktor Gunnarsson 2426 7½ 53½
2 Björn Ívar Karlsson 2268 7 51
3 Bragi Þorfinnsson 2459 7 50½
4 Jón Loftur Árnason 2502 7 48½
5 Guðmundur Kjartansson 2439 6½ 51½
6 Róbert Lagerman 2305 6½ 49
7 Helgi Áss Grétarsson 2462 6 53½
8 Arnaldur Loftsson 1956 6 47
9 Sigurður Daði Sigfússon 2290 6 45½
10 Hallgerður H. Þorsteinsdóttir 1982 6 40