Valsblaðið - 01.05.2014, Side 56

Valsblaðið - 01.05.2014, Side 56
Áfram heldur Brynjar og nú um anga málsins sem teng- ist framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni: „Á meðan bíða allir eft- ir nefnd, sem er alls ekki að fjalla um málið (Rögnunefndin svokall- aða) og hefur lýst því yfir að verkefni hennar snúist ekkert um þessa svokölluðu neyðarflugbraut sem fyrir löngu er búið að ákveða að loka. Ég vil sérstaklega taka fram að Valsmenn hafa ekki neitt á móti Reykjavíkurflugvelli en við erum afar ósátt við að uppbygging á Hlíð- arenda blandist inn í umræðu um flugvöllinn þar sem fyrirhuguð Hlíðarendabyggð hefur engin áhrif á flugvöllinn nema hvað varðar brautina sem löngu er búið að ákveða að loka og allt skipulag í rúm- an áratug hefur miðast við. Rögnunefndin átti að skila af sér verk- efnum sínum fyrir lok þessa árs, en hefur nú lýst því yfir að það verði ekki fyrr en einhverntímann á næsta ári. Hver ætlar síðan að bera ábyrgðina á þessu ferli? Hver ber kostnaðinn? Jú, sá sem gerði samn- inginn og lofaði af efna hann. Það virðist engu breyta í afstöðu þeirra sem berjast fyrir óbreyttu fyrirkomulagi vallarins þó fram komi nýj- ar upplýsingar og rök eins og birtast í nýrri öryggisúttekt Isavia sem unnin er af verkfræðistofunni Eflu. Þrátt fyrir að þar sé staðfest að flugvöllurinn uppfylli alþjóðlegar kröfur um að lágmarki 95% nýtngu og nái reyndar 98% nýtingu með tveimur brautum þá er sama áróðri haldið áfram af fullum krafti,“ segir Brynjar og kveður fast að orði. Allt skipulag miðast við að gæta hagsmuna Vals Aðspurður um markmiðið með þessari skipulagsvinnu og upp- byggingu á Hlíðarenda hefur Brynjar þetta að segja: „Allt skipu- lag uppbyggingar á Hlíðarendareit hefur miðast við að gæta hags- muna Vals sem allra best og skila félaginu eins góðri og glæsilegri íþrótta- og félagsstarfemi og mögulegt er. Mér og stjórn Valsmanna hf er efst í huga í okkar vinnu að gæta hagsmuna Knattspyrnufélagsins Vals. Við höfum alltaf haft að markmiði okkar í öllum þeim fjölmörgu samningum sem gerðir hafa verið við Reykjavíkurborg að vernda fé- lagssvæði Vals. Nýtanlegt íþróttasvæði, þ.e. landsvæði sem verður í notkun undir íþrótta- og félagsstarfsemi Vals verður við lok uppbygg- ingar á Hlíðarendareit stærra en nokkru sinni fyrr. Landamerki Hlíðar- endajarðarinnar hafa hins vegar breyst og íþróttasvæði Vals verður með önnur landamerki en bújörðin gamla,“ segir Brynjar. Þegar hann er spurður um hvort hann telji að vel hafi tekist til við skipulag- ið hugsar hann sig um og segir svo: „Hvort vel hefur tekist hingað til og hvort það umhverfi sem byggjast mun umhverfis Hlíðarenda verði bæði fallegt og Knattspyrnufélaginu Val til framdráttar verður framtíð- in að skera úr um. Hugsjónir mínar um Hlíðarenda hafa allavega verið háleitar og við það hefur hver hugsun og hvert handtak mitt og félaga minna í stjórn Valsmanna hf. miðast,“ segir Brynjar að lokum. og þinglýstir lóðarsamningar. Valsmenn hófu þegar undirbúning með gerð hönnunarsamninga og annars undirbúnings. Ekki hef- ur gengið sem skyldi að hefja uppbyggingu að Hlíðarenda til að fá tekjur á móti kaupunum á landinu. Nýr tónn 2007 og tafir í 7 ár Á haustdögum 2007 kvað við nýjan tón. Reykjavíkurborg vildi ekki byggja upp skv. þágildandi skipulagi heldur fara í hönnun- arsamkeppni um Vatnsmýrina í heild sinni; „Uppbygging á Hlíð- arendareit skyldi ekki verða síðasta hverfið í Hlíðunum heldur fyrsta hverfið í Vatnsmýrinni”. Valsmenn hf. samþykktu að fresta frekari vinnu við hönnun enda átti að vinna hratt að nýju fyrirkomulagi. Nú rúmum 7 árum og sex samnigum síðar hefur engin uppbygg- ing hafist þrátt fyrir loforð og fyrirheit borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Brynjari Harðarsyni framkvæmdastjóra Vals- manna hf. greiddi Reykjavíkurborg á árunum 2007–2010 tafa- bætur að fjárhæð 360 milljónir, bætur sem hann segir að hafi ekki dugað til að halda í við vaxtakostnaðinn. Valsblaðið spurði Brynjar Harðarson um hvernig hann liti á þetta mál og þróun þess frá 2007: „Allt frá árinu 2007 hef ég fyrir hönd almenningshlutafélagsins Valsmanna hf. komið að gerð sex samninga við stjórnvöld í Reykjavík um Hlíðarendareit. Hver nýr samningur hefur tekið við hlutverki þess fyrra, vegna þess að ekki var hægt að standa við ákvæði þess eldra. Landið sem átti að hefja framkvæmdir við á haustmánuðum 2007 stendur enn óhreyft. En eitt stendur þó ekki óhreyft og það eru vextir þeirra fjármuna, sem fyrir landið var greitt. Þeir safna mörgum milljónum í fjármagns- kostnað hvern einasta mánuð og hafa gert síðustu 7 árin,“ segir Brynjar þungur á brún en hann hefur frá því í apríl verið í fullu starfi við undirbúning Hlíðarendabyggðar, bæði við að sinna upp bygg ingar reit Valsmanna hf. á C, D, E og F-reit sem og upp- byggingarreit Vals á A og B-reit ásamt forbyggingarreit knatt- húss. Og Brynjar heldur áfram og þungi fylgir orðum hans: „En svo virðist sem á Íslandi nútímans sé ekki í tísku að fara að gerðum samningum, jafnvel þó þeir séu undirritaðir af til þess bærum stjórn- völdum. Hvort þjóðarsál okkar er svona löskuð eftir hrunið eða bara eðli okkar að deila fram í rauðan dauðann veit ég ekki. Allir taka þátt, sérfræðingar jafnt sem almenningur og síðan virðast pólitíkusar stíga ölduna allt eftir því hvaðan vindurinn blæs. Það sem oft vill gleymast er að á grundvelli samninga eru teknar ákvarðanir, stefnur markaðar og síðan nýir samningar gerðir á þeim grunni.“ Segir Brynjar og er greinilega ekki sáttur. Hlíðarendi framtíðarinnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.