Valsblaðið - 01.05.2014, Qupperneq 66

Valsblaðið - 01.05.2014, Qupperneq 66
66 Valsblaðið 2014 séu gagnslausir í vörn. Þér er komið fyrir í horninu eða skipt út af þegar liðið spilar vörn. Um leið og þú færð þennan stimpil þá upplifir þú þig sem einskis nýtan varn- armann. En eins og ég sagði þá geta allir spilað vörn. Það er jafnframt miklu meiri líkur til að vera valinn í landslið ef maður er eingöngu góður í vörn frekar en ein- göngu góður sóknarmaður. Þú þarft að vera alveg hörkuskytta ef þú kemst í landslið bara út á sóknarleikinn. Ég hafði sjálf þetta orð á mér og upplifði mig sem lítils virði í vörninni. En síðan fór ég út til Virum í Danmörku þegar ég var 21 árs og fór beint í dönsku úrvalsdeildina. Ég var sett í byrjunarliðið í fyrsta leik og lenti þar á móti útlenskri stelpu sem þótti besta örvhenta skyttan í deildinni. Fyrir leikinn hafði ég ekki minnstu hugmynd um að hún væri einhver stjarna. Ég var sátt við minn leik, mig minnir að ég hafi verið valin maður leiksins. Þegar ég hitti liðið um kvöldið fékk ég mikið hrós fyrir varn- arleikinn. En mér fannst það fjarstæðu- kennt. En samherjarnir hrósuðu mér áfram fyrir vörnina því þarna hafði ég mætt einhverri landsliðskempu sem var þó nokkrum árum eldri en ég en náði að halda henni niðri. Þarna breyttist á skammri stundu sjálfsálit mitt. Ég þurfti hreinlega að játa það fyrir mér að ég gæti staðið mig sem varnarmaður. Þarna var ég komin í nýtt umhverfi, enginn hafði fyrirfram mótaðar skoðanir á því hvað ég gæti og hvað ekki. Talandi um vörn. Ég hreifst mjög af Mariu Mugosu í fyrstu leikjum hausts- ins þegar ég sá hana spila vörn. Getur verið að hún hafi hreinlega smitað aðrar stelpur í liðinu með sínum til- þrifum? Vigdís Birna hinu megin í vörninni hefur verið minn uppáhalds karakter í liðinu al- veg frá því að hún fór að mæta á sínar fyrstu æfingar með meistaraflokki fyrir þremur til fjórum árum. Þá var hún líkast til bara 14 ára. Yfirleitt þegar þær stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki þá bera þær allt of mikla virðingu fyrir okk- ur. En þarna kom Vigdís í upphitunarfót- boltanum og hikaði ekki við að ýta frá sér. Ég man eftir því að hafa hrósað henni fyrir kraftinn. Hún hélt strax sínu striki og lét miskunnarlaust finna fyrir sér í handboltanum líka. Síðan fannst mér hún dala dálítið þegar hún tók upp á því að bera of mikla virðingu fyrir þeim eldri. En í haust er hún búin að standa sig mjög vel. Hún er hörku varnarstelpa og mér finnst mjög svekkjandi að hún sé ekki í unglingalandsliðinu. Maður þarf stundum að hjálpa þessum stelpum að hugsa rök- rétt. Allir leikmenn verða a hafa sjálfs- traust og vera reiðubúnir til að taka af skarið þegar á þarf að halda. Við getum ekki alltaf beðið eftir næsta manni. Mað- ur verður auðvitað að hafa trú á sjálfum sér. Maður skorar ekki nema maður hafi trú á því að maður geti það. Við erum núna með allmargar stelpur sem skyndilega þurfa að spjara sig sem lykilmenn en á síðasta tímabili fengu þær ekki að spila nema ef byrjunarliðið var komið með átta marka forskot. Höfum við staðið rétt að verki við kynslóðaskiptin? Er það ekki að koma okkur í koll að hafa verið svona íhaldssöm með skiptingar undanfarin ár? Þessi umræða hefur oft komið upp á undanförnum árum og Stefán Arnarson fékk mikla gagnrýni fyrir þetta. En þetta er nú ekki alveg svona einfalt. Það hefur verið ætlast til þess að við hirtum alla titla ár eftir ár. En þegar við fáum tvo verulega erfiða leiki á ári þá er eins gott að vera tilbúin. Flestar hafa stelpurnar fengið að spila mun meira en menn vilja láta. Þess utan er ég sannfærð um það að þær stelpur sem komu í Val og spiluðu á hörkuæfingum sjö á móti sjö urðu mun betri leikmenn fyrir vikið. Það vantar hins vegar nokkuð á að æfingarnar okkar hafi verið svona í haust. En það að spila á þessum hörkuæfingum okkar fimm sinnum í viku var vettvangurinn til að sýna að menn gætu tekið ábyrgð og lagt verulega af mörkum. Ef menn gerðu það, þá fengu þeir að spila. En stelpurnar sem núna eru að fá stærra hlutverk verða jafnframt að axla meiri ábyrgð og harka af sér í mótlæti og sýna að það búi eitt- hvað meira í þeim. Það er gríðarlega mikilvægt að halda í þá sem fá ekki að spila mikið, því það þarf karakter að fá lítið að spila en mæta alltaf glaður og kátur á æfingar, eins og t.d Sigríður sem var í markinu hjá okkur í fyrra. Hún var t.d. mun mikilvægari leikmaður en menn gera sér í hugarlund. Leikmenn sem mæta á hverja einustu æfingu, hafa góð áhrif á móralinn í hópnum, eru hvetjandi á bekknum í leikjum, fara ekki í fýlu þegar þeir fá ekki að koma inn á og eru algjörir bjargvættir á keppnisferðum. Liðin gætu ekki haldið úti almennilegum æfingum nema af því að svona leikmenn eru líka í hópnum. Vandinn er auðvitað líka sá að sumir leikmenn verða ekki góðir nema þeir fái að spila mikið. Þó svo að ég vilji helst af öllu sjá Írisi Ástu spila með Valsliðinu þá get ég ekki annað en hrifist af hennar framlagi þegar hún er á bekknum kallandi og hvetjandi til hægri og vinstri, eigum við fleiri svona á bekknum? Lóa (Sólveig Lóa Höskuldsdóttir) gæti orðið svona. Ég er a.m.k. að vona það. Hún er alltaf jákvæð og hvetjandi hvern- ig sem gengur. Ég vona að hún fái fleiri til að opna munninn því það skiptir svo miklu máli að þetta sé skemmtilegt. Það er nokkuð sem Stefán lagði alltaf mikið upp úr. Hann byrjaði að þjálfa mig í þriðja flokki og alveg frá upphafi lagði hann mikla áherslu á að það væri gaman. Þessu fylgdu ýmsir flippaðir leikir þar sem maður hafði það eitt að markmiði að vinna þó svo að allt væri þetta tómur fíflagangur. Við höfum haldið okkur við það að hafa æfingarnar fyrir leiki áber- andi skemmtilegar. En hvernig búum við okkur undir það að byggja upp öflugt lið að nýju og fylla í skörðin? Við gerum það best í gegnum yngri flokkana og vitaskuld með góðum þjálf- urum. Það skiptir líka máli að vera með skemmtilega þjálfara. Þess vegna að vera með tvo ólíka þjálfara. Ég er alveg sann- færð um það að velgengni Valsliðsins á undanförnum árum felst umfram allt í því hvað það var gaman hjá okkur. Und- anfarin 5–6 ár hefur varla komið æfing sem mér hefur leiðst og ég vissi að ef ég væri með Óskari þá yrði það þannig áfram. Gleðin verður að vera til staðar. Þannig má alls ekki gera leikmenn frá- hverfa leiknum með of alvarlegum æf- ingum. Við erum í handbolta af því að það er skemmtilegt og það væri gott ef fleiri þjálfarar hefðu það í huga. En ekki má gleyma því að þeir sem eru eldri hafa margt fram að færa þó svo að þeir séu orðnir mun hægari heldur en þeir voru þegar þeir voru í sínu besta formi. „Það skiptir miklu máli að vera með skemmtilega þjálfara.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.