Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 76

Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 76
76 Valsblaðið 2014 Starfið er margt Fálkar eru stuðningsmenn Vals sem starfa fyrir Val með áherslu á barna- og unglingastarfið. Upphaflega var hópurinn eingöngu skipaður pöbbum sem áttu börn í yngri flokkum Vals en undanfarið ár hafa fleiri bæst í hópinn. Fálkar funda reglulega yfir veturinn og starfa að ýmsum verkefnum Fálkar enduðu árið 2013 með glæsilegu jólahlaðborði þar sem gestir fundarins voru handboltaþjálfararnir Ólafur Stef- ánsson og Ragnar Óskarsson. Formaður félagsins frá upphafi Benóný Valur Jak- obsson var heiðraður og honum færð gjöf frá félaginu sem þakklætisvott fyrir ósérhlífið starf hans fyrir félagið allt frá stofnun þess árið 2009. Var honum færð ævisaga Hemma Gunn árituð af höfundi, honum Orra Páli ásamt einhverjum guðaveigum. Árleg dósa- og jólatrjáasöfnun Fálka í Valshverfinu Fálkar byrjuðu árið 2014 eins og undan- farin ár með því að standa fyrir sameig- inlegri dósa- og jólatrjáasöfnun hjá öll- um yngri flokkum félagsins. Það er kom- inn mikil hefð á þetta verkefni og íbúar farnir að treysta á að krakkarnir mæti í byrjun árs svo losa megi úr geymslum og skila trjám til endurvinnslu. Er skemmst frá því að segja að söfnunin tókst frábær- lega og safnaðist á vel á aðra milljón sem flokkarnir skiptu á milli sín eftir fyrir- fram ákveðnum reglum. Hemmi Gunn var verndari Fálkanna Á fyrsta fundi ársins þann 9. janúar var gestur fundarins svo áðurnefndur Orri Páll rithöfundur sem las upp úr bók sinni um Hemma Gunn. Var gerður góður rómur að og var mikið um spurningar og umræður. Minnt var á að Hemmi Gunn var verndari Fálkanna sem var nokkuð sem honum þótti mjög vænt um. Hemmi átti eftir að koma meira við sögu hjá Fálkunum á árinu því Fálkar studdu vel við verkefnið Hemmalund sem hrint var í framkvæmd um vorið. Settur var upp leikvöllur með vönduðum tækjum og var hugmyndin og fjársöfnun á vegum Hansa og Sossu eins og við köllum þau í daglegu tali. Fálkar studdu við verkefnið með fjárframlagi og vinnandi höndum. Fálkum fjölgar hægt og rólega Venju samkvæmt var svo aðalfundur félagsins haldinn í febrúar þar sem stjórn Fálka var kjörin og skipti með sér verk- um. Þær breytingar urðu á stjórn að Sig- urvin Sigurðsson gekk úr stjórn en í stað hans var kosinn Sigurður Sigurðsson. Var svo skipað í nefndir og ráð enda eru verkefnin fjölmörg. Flestir gegna mörg- um hlutverkum og veitir ekki af þó að Fálkum fjölgi hægt og rólega. Nú í lok árs 2014 eru um 40 virkir félagar. Aðal- fundur félagsins endar alltaf með glæsi- legri þorraveislu og var ekki breyting á því í ár. Fjölbreytt starf Á fundi Fálka í mars var gestur fundarins nýr framkvæmdastjóri Vals, Jóhann Már Helgason. Sagði hann stuttlega frá sjálf- um sér og lýsti svo sýn sinni á Knatt- spyrnufélagið Val og hvernig hann sér það geta þróast. Mjög áhugaverðar hug- myndir og spunnust miklar umræður um framtíðarsýn og stefnu Vals. Í mars og apríl voru skemmtilegustu leikir vetrarins sem óhætt er að kalla einn af hápunktum vetrarstarfs Fálka. Fjórði flokkur karla og kvenna yngri og eldri í handbolta spiluðu leiki í Voda- fonehöllinni í fullri stærð með tónlist, vallarþul í miklu stuði, heiðursgestum og grillstemningu. Tókst þetta vægast sagt frábærlega vel að vanda og vakti skemmtilega athygli. Í apríl var gengið frá samningum og skipulagi vegna grillsumarsins en Fálkar hafa nú í nokkur ár staðið fyrir grilli á öll- um heimaleikjum karla og kvenna í meist- araflokki í knattspyrnu. Það er stór hluti af fjáröflun Fálka, en eins og kunnugt er rennur allur ágóði til félagsins með styrkj- um til yngri flokkanna. Undanfarin tvö ár hafa nánast öll boltakaup yngri flokka verið fjármögnuð með styrkjum frá Fálk- um. Fálkar hafa átt frábært samstarf við Kjarnafæði og Mylluna undanfarin ár og varð ekki breyting á því. Á fundi í maí var að venju hátíðardag- Fálkaárið 2014 Rúmlega 40 manns eru nú virkir í fjölbreyttu starfi Fálkanna sem héldu upp á fimm ára afmæli sitt á árinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.