Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 81

Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 81
Valsblaðið 2014 81 „Þetta ár hafði reynt mikið á mig að mörgu leyti og ég var alveg tilbúinn að hvíla mig á meistaraflokksþjálfun. Óli var að koma heim og taka við karlaliðinu hér og í mínum huga langaði mig auð- vitað að hjálpa til þar, en mest langaði mig að koma að þjálfun yngri flokka. Ég tók að mér nokkra flokka ásamt því að aðstoða Stefán með kvennaliðið. Núna er þetta orðið þannig að ég er viðriðinn báða meistaraflokkana, sem er virkilega krefjandi og skemmtilegt, en ég sakna þess samt að vera með yngri flokk.“ Að lokum lá beinast við að spyrja hvernig Óskar sér nútíðina og framtíðina hjá sjálfum sér og Val: „Ég held stundum að menn gleymi því hversu æðislegt er að vera á Hlíðarenda. Ég hef aldrei haft miklar áhyggjur af Val, allt þetta frábæra fólk sem er hérna og hvernig greinarnar vinna saman. Menn gleyma sér stundum í að kvarta yfir alls kyns hlutum í stað þess að muna hvað það er margt sem við gerum vel. Þjálfar- ar vinna mjög náið saman og mér finnst dásamlegt að eyða tímanum hérna. Það eru margir hér heima sem vilja sjá Óskar í öðru félagi en Val og margir hafa reynt, en Valur hefur gert mikið fyrir mig þann- ig að það þarf mikið að gerast til að ég fari frá félaginu. Í lífinu vill maður standa sig eins vel og hægt er í öllum hlutverkum; ég er þjálfari, eiginmaður og foreldri. Það er sem betur fer þannig að mér finnst ég ná að sameina þessi hlut- verk vel hér á Hlíðarenda – fjölskyldan tekur þátt í þessu af lífi og sál og ég gæti aldrei gert þetta án Örnu. Það verður að viðurkennast að það lendir mikið á henni. Hún er hins vegar keppnismann- eskja, var í íþróttum og skilur þetta, mér finnst gaman hvað hún lifir sig mikið inn í þetta. Mikilvægast að eiga jákvæðar minningar Hvað varðar framtíðarsýn félagsins þá ætti ég kannski að vera með sterkari skoðanir á því. Mér finnst ég hins vegar sterkastur í því að vera með krökkunum, vera á gólfinu og rækta einstaklinga. Ég hef fengið að upplifa stórkostlegar stund- ir í gegnum íþróttirnar og félagið. Mér finnst mikilvægt að við séum að hafa áhrif á þá einstaklinga sem æfa hjá okkur og að þau eignist jákvæðar og góðar minningar frá tíma sínum hér.“ Óskari finnst mikilvægt að sinna vel þjálfun yngri flokka og hann hefur jöfnum höndum þjálfað yngri flokka og meistara­ flokka karla og kvenna í handbolta. „Ég held stundum að menn gleymi því hversu æðislegt er að vera á Hlíðarenda.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.