Valsblaðið - 01.05.2014, Side 98
98 Valsblaðið 2014
Jón Freyr hefur æft fótbolta í 9 ár. Hann
segir að Valur standi næst sér bæði and-
lega og líkamlega og að á síðustu hafi
Hlíðarendi orðið að hans öðru heimili og
að ekkert annað lið hafi komið til greina.
Hvers vegna fótbolti? „Flest allir vinir
mínir byrjuðu í fótbolta snemma og það
var alltaf spilaður fótbolti í öllum frímín-
útum í skólanum svo það var lítið annað
en fótbolti. Með fótboltanum æfi ég líka
handbolta með 4. flokki Vals.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að
hafa fengið Friðriksbikarinn? „Það
kom mér á óvart þegar nafnið mitt var
kallað. Það var virkilega skemmtilegt að
fá Friðriksbikarinn og það hvetur mig
áfram til dáða.“
Hvernig gekk ykkur á þessu ári?
„Undirbúningstímabilið gekk ágætlega
fyrir sig en sjálft tímabilið hefðum við
getað gert miklu miklu betur og við vit-
um það flestallir. Við tókum þátt í Reykj-
arvíkurmótinu, Íslandsmótinu, bikar-
keppninni og Rey Cup. Einnig fórum við
í æfingaferð til Albir snemma sumars.“
Hvernig eru þjálfarar þínir? „Matthías
og Valur eru virkilega skemmtilegir en
vilja samt hafa aga og kunna vel að
kenna. Einnig frétti ég að Fjalar verði
með markmannsæfingar í vetur og bind
ég miklar vonir um að læra af honum.
Mér finnst Matti og Valur vera kjörið
dæmi um góða þjálfara.“
Skemmtileg atvik úr boltanum. „Þegar
við fórum til Albir á í sumar var HM að
hefjast og fyrsti leikur Spánar í riðlinum
var á móti Hollandi. Við strákarnir vor-
um saman ásamt ófáum heimamönnum
og horfðum á leikinn af skjávarpa. Það
var gríðarleg stemning. Strákarnir fögn-
uðu fimm mörkum Hollendinga og fóru
heimamenn virkilega súrir og sumir tár-
votir heim. Í sömu ferð var karoke kvöld
á hótelinu sem við gistum á en þá tók
Hrói eftirminnilega lagið Don’t Stop Be-
lievin’. En það var nú einungis upphitun
fyrir það sem koma skal því Dagur,
Steinn og Jóhann tóku sig til og sungu
Louder við gífurlegar undirtektir við-
staddra.“
Hverjar eru fyrirmyndir þínar í fót-
boltanum? „Hjá Val er Andri Fannar
fyrirmynd mín sem og Anton Ari. Har-
aldur Björnsson hjá Sarpsborg, Kasper
Schmeichel hjá Leicester og Claudio
Bravo hjá Barcelona. Svo hefur Jack
Wilshere líka alltaf verið í uppáhaldi.“
Hvað þarf til að ná langt? „Hugarfar,
metnað og hæfileika. Hjá sjálfum mér
þarf ég helst að bæta tæknina.“
Framtíðardraumar? „Að fá að spila
með meistaraflokki Vals, fara kannski út
í atvinnumennsku og að mennta mig vel.
Eftir 10 ár sé ég mig fyrir mér spila með
Val.“
Frægasti Valsarinn í fjölskyldunni?
„Ætli ég sé ekki svarið, enda er fjöl-
skylda mín meira í áhorfinu heldur en að
iðka íþróttir.“
Stuðningur fjölskyldu? „Foreldarar
mínir hafa alltaf hvatt mig áfram, þau
horfa á marga leiki sem ég spila og eru
alltaf til í að skutla mér á æfingar. Það er
virkilega mikilvægt að hafa einhvern
sem styður þig alltaf og er þér nærri.“
Hvað finnst þér mikilvægtast að gera
hjá Val til að efla starfið í yngri flokk-
unum? „Ég og nokkrir strákar í flokkn-
um mínum hafa tekið sig til og byrjað að
hjálpa til við að þjálfa. Einnig fannst mér
þegar ég var yngri að fá leikmenn og/eða
þjálfara úr meistaraflokki til að koma og
kíkja á eina og eina æfingu virkilega
hvetjandi.“
Hvernig er aðstaðan á Hlíðarenda til
að æfa fótbolta? „Aðstaðan á Hlíðar-
enda er fín en það er alltaf hægt að gera
betur. Innanhúsgervigrasvöllur finnst
mér ætti að vera efst á lista meðal fram-
kvæmda því að gervigrasvöllurinn sem
nú er til staðar er ekki upphitaður og frýs
því oft á veturna. En framkvæmdirnar
sem á að hrinda af stað í vetur líst mér
mjög vel á.“
Hvað finnst þér að Valur geti gert til
að stuðla að jafnrétti í íþróttum?
„Sjálfur er ég aðstoðarþjálfari hjá 5. fl.
karla og oft á föstudögum spila strákarnir
með og á móti stelpunum í 5. fl kvenna.
Þetta finnst mér frábært og væri til að sjá
meira af.“
Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra
Friðrik stofnaði Val 11. maí 1911.“
Hver eru þín einkunnarorð? „Áfram,
hærra.“
Ungir Valsarar
Maður þarf hugar-
far, metnað og hæfi-
leika til að ná langt
Jón Freyr Eyþórsson er 15 ára og lekur
með 3. flokki í knattspyrnu og er hand-
hafi Friðriksbikarsins í ár