Valsblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 12

Valsblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 12
12 Valsblaðið 2015 þroskaða ábyrga hegðun. Krakkarnir þekkja sín mörk, þeim er leiðbeint frekar en refsað ef eitthvað fer úrskeiðis – það er hlustað og útskýrt. Það á að vera yfirlýst stefna íþróttafélaga og hvers og eins þjálf- ara að vinna í þessum anda. Þá er mun líklegra að krakkarnir verði samvinnufús- ir, agaðir og vingjarnlegir í samskiptum. Skipulögð hreyfing er eftirsóknarverð fyrir börn og ungmenni Það hefur komið fram að krakkar sem hreyfa sig reglulega eða taka þátt í skipu- lögðum íþróttum eru líklegri til að líða betur, hafa jákvæðari sjálfsmynd, líklegri til að sofa betur, ganga betur í námi og velja jákvæðan lífsstíl. Af þessu sjáum við að það er til mikils að vinna og for- eldrar og íþróttafélagið verða að vinna saman að því að skapa þannig umgjörð að börnum og unglingum finnist það eft- irsóknarvert að taka þátt. Foreldrar mikilvægur bakhjarl Foreldrahópurinn er mjög mikilvægur, bæði sem bakhjarl fyrir krakkana, þjálf- ara og félagið í heild sinni. Foreldrar verða alltaf að vera til staðar, hvetja á uppbyggilegan hátt og sýna samstöðu. Sérstaklega þarf að fylgjast vel með þeg- ar krakkar komast á þann aldur að vilja hætta og nenna ekki lengur að sinna æf- ingum eins og lagt er upp með. Mér finnst að þjálfari verði að vera í góðu sambandi við foreldra á þessu tímabili og félagið þarf að bjóða þessum félögum upp á hreyfingu án þess að markmiðið sé keppni og árangur. Það er líklegt að með því að missa krakkana ekki úr húsi komi þeir til baka. Einnig leynast oft í þessum hópi einstaklingar sem vilja vinna og tengjast íþróttafélaginu sínu á annan hátt en í gegnum beinar æfingar og keppni – félagsauður sem hvert félag verður að passa vel upp á. Í mörg ár hef ég haft tök á því að fylgjast nokkuð vel með starfinu á Hlíðarenda. Ég veit að til Vals eru gerðar miklar kröfur enda hefur félagið alla burði til að standa vel að málum hér eftir sem hingað til. Búa þar með börnum ákjósanlegar aðstæður til að þroskast sem íþróttamenn og einstaklingar. Það er ekki á hverjum degi sem ég sest niður og tjái mig á vettvangi íþróttafélags um íþróttaiðkun barna og unglinga en ég hef ákveðna skoðun og sýn á allt starf með börnum. Ég hef í áratugi unnið með börnum og unglingum sem hafa tekið þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Ég hef einnig tekið virkan þátt sem móðir íþróttastráks, fylgst með honum og vinum hans alast upp í íþróttafélagi, eflast og þroskast bæði sem íþróttamenn og sem einstaklingar. Gildi íþróttafélaga á mótunarárum ungmenna En hvað er það sem gott starf í íþróttafé- lagi gerir fyrir krakka á mótunarárum þeirra? Þar eiga að vera góðar fyrirmynd- ir, traust og gott umhverfi. Það er happ- drætti að fá góðan þjálfara og vera í félagi sem lætur sér annt um heilbrigði og vel- ferð iðkenda. Með heilbrigði er átt við lík- amlega, félagslega og andlega vellíðan en heilbrigði er samspil einstaklings og þess umhverfis sem hann lifir og hrærist í. Þjálfarinn er lykilmanneskja í lífi barns eða unglings sem er marga klukkutíma á viku með viðkomandi – á hefðbundnum æfingum, í keppni og ferðum innanlands og utan. Það eru fáir sem geta haft meiri áhrif á líf og lífsviðhorf barna en einmitt þjálfarinn. Því er það skylda íþróttafélags að vanda vel valið þegar kemur að því að ráða þjálfara til starfa. Foreldrar verða að geta treyst þjálfaranum, fagmennsku hans og dómgreind. Starf með börnum og ung- mennum þarf alltaf að einkennast af jafn- rétti – jafnrétti óháð s.s. kyni, efnahag, uppruna eða trú. Í hópíþróttum skapast oftar en ekki einstakt samband á milli krakka, sameiginleg upplifun og minning- ar. Á vettvangi íþróttanna myndast vin- áttubönd sem geta haldist út ævina, félagatengsl og samstaða. Þar læra börn og unglingar að gleðjast saman, jafnframt því að læra að tapa. Sjá að það er hægt að læra af tapinu, eflast og styrkjast, bæði sem einstaklingar og hópur. Uppbygging seiglu og þrautseigju Í íþróttum fær hver og einn kjörið tæki- færi til að byggja upp seiglu eða þraut- seigju, en það er ómissandi hluti af mótun hvers og eins. Við vitum að það skiptir alla miklu máli að búa yfir seiglu og þol- inmæði. Seigla er ekki meðfæddur eigin- leiki, heldur eitthvað sem viðkomandi þroskar með sér. Það er skylda okkar sem eigum börn eða komum að uppeldi þeirra og mótun að gefa þeim tækifæri til þess að efla þennan eiginleika, ala þau upp í já- kvæðni og bjartsýni því börn og unglingar þurfa að kunna að sýna seiglu þegar á móti blæs. Kunna að bregðast við mótlæti á jákvæðan hátt og gefast ekki upp, heldur endurmeta markmið sín og halda svo áfram. Þeir sem búa yfir seiglu bogna en brotna ekki. Í skipulögðum íþróttum verð- ur að gefa krökkum tækifæri á að þjálfa þessa þætti. Þjálfari þarf að kunna að hrósa þegar krakki á það skilið, kunna að leiðbeina á uppbyggjandi hátt og sýna gott fordæmi þegar kemur að því að tak- ast á við tap og mótlæti. Að mínu áliti er það mjög vandasamur línudans að byggja upp væntingar hjá börnum og unglingum, væntingar eða drauma sem eru í fjarlægri framtíð og alls ekki er sjálfgefið að rætist. Barn sem aldrei hefur mætt mótlæti eða þurft að sýna seiglu og hefur í gegnum árin upplifað fyrst og fremst sigra er í ákveðinni áhættu þegar á móti blæs. Í íþróttum fer fram ákveðið uppeldi og við vitum að leiðbeinandi uppeldi skilar einna helst einstaklingum með jákvæða sjálfs- mynd. Með leiðbeindandi uppeldi er átt við að hver og einn upplifir hlýju, veit hvar mörkin liggja og farið er fram á Eftir Fanneyju Gunnarsdóttur Af hliðarlínunni! Fanney Gunnarsdóttir námsráðgjafi og kennari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.