Valsblaðið - 01.05.2015, Page 43

Valsblaðið - 01.05.2015, Page 43
Valsblaðið 2015 43 Óli kom með inn í starfið. En þeir bættu líka verulega í æfingarnar. Við vorum með hádegisæfingar og kvöldæfingar. Auk þess sem við vorum komnir í jóga til að vinna með liðleikann. Þetta voru mikil viðbrigði og mjög gaman að hafa tekið þátt í þessu en þetta var auðvitað dálítið öfgakennt. Þetta var greinilega of mikið fyrir suma. Menn eru auðvitað í sportinu á mismunandi forsendum. Sum- ir eru fyrst og fremst í þessu út af félags- skapnum. Þeir vilja fyrst og fremst að þetta sé gaman. Þá er ekkert gaman að fá að heyra það ef þú kemst ekki úr skóla eða vinnu til að mæta á hádegisæfingu. Þó svo að mönnum hafi gengið það til að lyfta boltanum hærra með aukaæfingum í hádeginu þá snerist það við því margir urðu mjög pirraðir á þessum hádegisæf- ingum. bolta og fótbolta. En nú er þetta varla meira en rígur. En það má svosem benda á að þegar Akureyri ákvað að spila heimaleikina í handboltanum í KA-hús- inu þá gerðist það ekki sársaukalaust. Það voru menn sem sögðu sig úr stjórn og sumir handboltaáhugamenn hafa ekki mætt á leiki eftir að þetta var ákveðið. Þannig að rígurinn er vissulega til staðar. En þar sem ég var aldrei alinn upp í þess- um ríg og aldrei talað svona á mínu heimili þá hef ég alla tíð verið laus við þessa hugsun. En maður kynntist þessu í gegnum félagana og í gegnum liðið. Þar þótti ekkert skemmtilegra en að vinna Þór. Sérstaklega eftir að maður var kom- inn í MA og átti þar marga góða félaga úr Þór. Þá var fátt skemmtilegra en að mæta í skólann eftir að hafa unnið þá. En það hefði aldrei komið til greina að skipta yfir í Þór ef það hefði fjarað undan okkur í KA. Enda held ég að ég hafi einu sinni tapað fyrir Þór á öllum mínum ferli í KA. En þegar þú ákveður að koma suður, hvað fékk þig til að skipta yfir í Val? Var það tilkoma Ólafs Stefánssonar? Þegar við ákváðum að koma suður þá var það fyrst og fremst vegna þess að við vorum á leiðinni í nám sem ekki var kostur á fyrir norðan. Handboltalega var ég ánægður með þá þjálfun sem var í boði á Akureyri. Það voru tvö til þrjú fé- lög fyrir sunnan sem komu til greina. En ég talaði við Óla í síma og hann kynnti fyrir mér sínar hugmyndir og mér fannst mjög spennandi sá uppgangur sem var framundan á Hlíðarenda. En ég ráðfærði mig líka við Atla Hilmarsson um hvað hentaði mér handboltalega. Hann hvatti mig til að taka handleiðslu Ólafs og benti mér líka á að Ragnar Óskarsson væri pottþéttur í því sem hann tæki sér fyrir hendur. Svo spilaði það líka inn í að í Val voru strákar á mínu reki sem ég þekkti úr unglingalandsliðinu, t.d. Sveinn Aron og Agnar Smári. Auk þess sem Heimir Rík- harðsson hafði þjálfað mig í unglinga- landsliðinu. Síðan leitaði ég líka til Heimis Árnasonar sem var að þjálfa mig fyrir norðan og hafði spilað í Val. Það var sama sagan þar. Hann hvatti mig til að ganga til liðs við Val. Það sögðu allir sömu söguna, það væri vel tekið á móti aðkomumönnum, umgjörðin væri flott og topp menn í kringum starfið. Það hafa líka verið mjög góð tengsl á milli Akur- eyrar og Vals. En þegar þú kemur suður þá eru mikl­ ar væntingar á Hlíðarenda. Óli og Raggi hafa tekið við þjálfuninni og nýir menn gengnir til liðs við Val. Ólafur mætir til leiks með miklar skoðanir á ótrúlegustu hlutum, hvort heldur það sé handbolti, mataræði, klæðaburður eða lífsmáti. Hvernig horfði þetta við þér? Þetta voru vitaskuld mikil viðbrigði frá því sem maður hafði áður kynnst. Það var ekki bara fyrir okkur sem vorum nýir í Val heldur fyrir allan mannskapinn. Það var alveg klárt frá Óla og Ragga að þeir ætluðu að lyfta starfinu á hærra plan. Öll þeirra nálgun var með öðrum hætti en við áttum að venjast. Fundirnir snerust ekki bara um íþróttina heldur lífið sjálft. Þar var hugsunin að bæta ákveðna hluti í lífinu sem við áttum síðan að taka með okkur inn á völlinn. Þetta er mjög skemmtileg heimspekileg pæling sem „Það sögðu allir sömu söguna, það væri vel tekið á móti aðkomumönnum, umgjörðin væri flott og topp menn í kringum starfið.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.