Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 47

Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 47
Valsblaðið 2015 47 yfir í Stjörnuna. Guðríður hefur líklega verið í 4. fl. eða að ganga upp í 4. fl. þegar hún flutti í Garðabæ og skipti í Stjörnuna. Valur gengur fyrir Það gefur mér mjög mikið að hafa verið í stjórnum og ráðum fyrir Val allan þennan tíma og hafa fengið tækifæri til þess í svona langan tíma að vinna fyrir knattspyrnuna í Val. Það eru alltaf ótal atriði sem þarf að græja fyrir hvern heimaleik, stór og smá. Þegar allir leggjast á eitt þá gengur framkvæmd leikjanna snurðulaust fyrir sig utan vallar. Ég hef kynnst svo mörgu góðu fólki sem ég hef unnið með. Framkvæmdastjórar félagsins og starfsfólk allt er alltaf reiðubúið til aðstoðar sjálfboðaliðum eins og það getur, en félag eins og Valur á líka svo mikið undir því að það séu vinnufúsar hendur sjálfboðaliða tilbúnar til að taka þátt í starfinu. Annars gengur það ekki upp. Ég sinni engum öðrum áhugamálum og langar ekki til þess á meðan ég get unn- ið fyrir Val. Félagið gengur fyrir hjá mér eins og er. Þannig hef- ur það verið og verður það meðan ég stend í þessu. Ég er yfirleitt alltaf mjög ánægður með Val og mjög stoltur af því að vera Valsari. Oft er þó auðvitað eitthvað sem betur má fara og ljóst er að félagið stendur á áhugaverðum tímamótum núna vegna þeirra miklu framkvæmda sem fyrir dyrum eru. Sú breyting mun efla starf félagsins og auka vegferð þess. Því trúi ég og er kannski ánægðastur með það í augablikinu fyrir nú utan það að eiga þess kost að leggja starfi félagsins lið á því sviði sem ég hef komið að.“. Þorgrímur Þráinsson tók saman „Ég er fæddur og uppalinn á Vopnafirði svo ekki er um það að ræða að ég hafi æft eða spilað fyrir Val. Sem unglingur í fót- bolta tók ég ástfóstri við Val, þó að langflestir í kringum mig héldu með ÍA eða KR. Það er erfitt að fullyrða það núna hvað varð til þess að ég „valdi“ Val sem „mitt félag“ en langlíklegast er þó úr hvaða jarðvegi félagið spratt á sínum tíma, sigurhefðin og síðast en ekki síst heillaði búningurinn. Í dag er ég mjög stoltur af þessari gömlu ákvörðun minni. Gripinn í foreldraráðið Félagsstörf mín fyrir Val hafa í gegnum tíðina verið á vettvangi fótboltans. Æfingar dætra minna í yngri flokkum Vals færðu mig enn nær félaginu og fyrir það er ég mjög þakklátur. Fór að fylgja þeim eftir á æfingum og mótum, þeirri eldri frá 1995 eða 1996. Var „gripinn“ í foreldraráð í flokknum og starfaði þar í fjáröflunum og öðru sem snýr að slíku starfi og allir foreldrar barna í íþróttum þekkja. Eftir starf í foreldraráði um fjögurra til sex ára skeið tók ég að mér formennsku í barna- og unglinga- ráði. Það hefur verið 2003 eða 2004 og var ég formaður þess allt þar til það var lagt niður við skipulagsbreytinguna miklu. Unglingaráð í samstarfi við Þorstein Ólafs, beitti sér fyrir því að leggja til hliðar kynbundin verðlaun fyrir dreng í 3. flokki og tókum þess í stað upp að veita stúlku og dreng í 3. flokki Frið- riksbikarinn og er hann kenndur við séra Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtoga og stofnanda Vals. Verðlaun þessi hafa verið veitt árlega á uppskeruhátíð yngri flokka frá 2004 og eru veitt þeim leikmönnum í 3. flokki stúlkna og drengja sem sýnt hafa mestan félagslegan þroska og verið öðrum Valsstúlkum og Vals- drengjum til fyrirmyndar, innan vallar sem utan. Sem formaður unglingaráðs átti ég sæti í stjórn knattspyrnu- deildar og svaraði þar fyrir rekstur yngri flokkanna og þjálfara- mál sem voru eingöngu á hendi ráðsins í fyrstu og áður en íþróttafulltrúi var ráðinn til félagsins. Þegar ég hætti sem for- maður unglingaráðs, og hætti þar með afskiptum af yngri flokka starfinu, þróuðust málin á þann veg að ég fór að sinna sjálf- boðaliðastarfi á heimaleikjum karla og kvenna og hef stýrt því starfi í nokkur á sem formaður heimaleikjaráðs á vegum stjórnar knattspyrnudeildar. Hef setið samfellt í stjórninni nánast frá þessum tíma og til dagsins í dag. Jafnframt heimaleikjaráðinu tók ég við formennsku í kvennaráði Vals haustið 2014 og held því áfram 2015–2016. Stelpurnar fóru í Stjörnuna Ég á tvær dætur sem æfðu báðar með Val. Sú eldri, Kristín er fædd 1988 og sú yngri Guðríður 1991. Þrátt fyrir búsetu í Laugar- neshverfinu varð Valur fyrir valinu hjá þeim báðum. Sú eldri byrj- aði líklega að æfa 1995 og það var bara einfaldlega keyrt á æfing- ar allt upp í fimm sinnum á viku yfir sumarið. Þær voru fjórar sem sóttu æfingarnar úr Laugarnesskóla og foreldrarnir skiptu þessum akstri með sér. Kristín spilaði upp í 2. flokk en skipti þá Frá Vopnafirði í Val Jón Höskuldsson hefur unnið á bak við tjöldin hjá Val í tæp 20 ár Jón Höskuldsson með Dönunum Mathias Schlie, Patrick Pedersen og Thomas Guldborg Christensen á Laugardalsvelli eftir sigur á KR í bikarúrslitaleiknum í sumar. Mynd Þorsteinn Ólafs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.