Valsblaðið - 01.05.2015, Page 53

Valsblaðið - 01.05.2015, Page 53
Valsblaðið 2015 53 Starfið er margt legt handboltagólf á hluta hússins sem verði fjarlægt þegar keppnisleikir í knatt- spyrnu eru í húsinu. Handboltagólfið á að vera á um 20% af gólffletinum þannig að það truflar ekki knattspyrnuæfingar. Við sáum þetta sem mikinn möguleika fyrir Val. Það breytir miklu að geta nýtt hluta af væntanlegu knatthúsi fyrir hand- bolta- og körfuboltaæfingar þegar leikir, sýningar eða tónleikar eru í íþróttahúsi Vals. Áætlað er að það taki um 2 klst. að setja upp og fjarlæga handboltagólfið. Næst var haldið til fundar við Ole Myhr vold yfirmann mannvirkjamála norska Knattspyrnusambandsins. Fundur- inn var haldinn heima hjá Ole og tók hann á móti mönnum af miklum höfðingsskap og áttum við tveggja tíma fund með hon- um. Ole upplýsti okkur að búið væri að byggja mörg keppnisknatthús í fullri stærð í Noregi og nú væri það stefna norska Knattspyrnusambandsins að byggja fleiri og minni knatthús til æfinga. Þá var haldið í Valhöll sem er stór Næsta heimsókn var í Manglerud höll- ina sem er líka í Osló. Sú höll er 62x94 m og byggð árið 2004. Starfsemin snýst fyrst og fremst um unglingastarf nær- samfélagsins. Tveir heimamenn tóku ein- staklega vel á móti hópnum og leið- beindu um mannvirkið. Það var á marg- an hátt áhugaverð skoðun. Höllin var byggð yfir gamlan völl en stærðin ákvarðaðist af að þeir fengu ekki að byggja stærra vegna nágranna. Það var áhugavert að sjá að þeir eru með kork í grasfyllingunni í stað gúmmís og voru þeir afar ánægðir með þá ákvörðun. Korkurinn kostar ekki meira en gúmmí að sögn heimamanna. Líkt og í LSK Höllinni er hægt að skipta gólfinu í smærri velli með fellitjöldum. Rekstrar- kostnaður var þarna jafnframt minni en í sumum stórum húsum á Íslandi. Salurinn er afar skemmtilegur og bjartur, enda eru stórir gluggar á báðum göflum hallarinn- ar. Hér sáum við kosti þess að hleypa náttúrulegri birtu inn í salinn. Þessi heimsókn sannfærði okkur enn frekar um þörfina á að byggja knatthús þegar við sáum hvað knatthús hefur gert fyrir ung- lingastarfið í Manglerud. Morguninn eft- ir heimsóttum við Valdres knatthúsið sem er í byggingu skammt fyrir norðan Osló. Þetta er hús 80x120 m með 20 m lofthæð. Einföld stálgrindarbygging klædd með samlokueiningum, fullein- angruð með upphitun. Gluggar voru á hliðum sem hleypa birtu inn. Gluggarnir hefðu mátt vera stærri. Þetta er eitt af fjölmörgum knatthúsum sem Hugaas AS eru að byggja víðsvegar um Noreg fyrir lægra verð en áður hefur verið í boði. Það var gaman að sjá þetta hús þó okkur hafi þótt það heldur stórkarlalegt í útliti. Kristján arktekt sagði að byggingin líkt- ist óneitanlega vöruflutningaskemmu á hafnarbakka. Húsið sjálft gefur hins veg- ar mikla möguleika til íþróttaiðkunar. Það sem var sérstaklega fróðlegt við þetta hús er að ætlunin er að hafa færan- erfið fyrir aðra viðburði, t.d. tónleika og sýningar. Stálgrindarhús klædd með dúk voru valkostur, því þau hafa víða reynst mjög vel sbr. hús FH. Niðurstaðan með samanburði á notkunarmöguleikum, vegna íþrótta, tónleika, sýningarhalds og hagstæðs verðs var að leggja til að skoð- uð væru stálgrindarhús, fulleinangruð með samlokueiningum. Hægt ætti að vera að byggja þannig hús eftir teikning- um sem Kristján Ásgeirsson arkitekt hef- ur gert drög að fyrir hagstætt verð. Jafnframt var niðurstaða athugunarinnar að eftirspurn eftir útleigutímum væri meiri en talið var, og mikil eftispurn væri eftir að leigja tíma undir leiki í vetrarmótum. Til samaburðar um byggingarkostnað mismunandi tegunda knatthúsa, má skoða þetta dæmi. Ef hefðbundið knatt- hús líkt og Fífan kostar 100% þá kostar uppblásið hús um 35–40%. Stálgrindar- hús klætt með dúk um 50–55%. Einfald- ara knatthús með samlokueiningum um 75–80% og loks hús eins og Egilshöll og Kórinn um 160–200%. Eftir að þessar upplýsingar lágu fyrir var ákveðið að knatthúshópurinn færi í skoðunarferð til Noregs. Tilgangur ferð- arinnar var að sjá þá valkosti sem í boði eru, gera samanburð við knatthús á Ís- landi og ræða við forsvarsmenn þeirra félaga sem reka húsin. Ferð til Noregs Ferðahópurinn samanstóð af Brynjari Harðarsyni, framkvæmdastjóra Vals- manna hf., Jóhanni Má Helgasyni fram- kvæmdastjóra Vals, Guðna Bergssyni, Jónasi Guðmundssyni og Kristjáni Ás- geirssyni arkitekt sem var jafnframt fulltrúi mannvirkjanefndar KSÍ. Lýsing á ferðalaginu er tekin úr skýrslu Kristjáns um ferðalagið. Flogið var til Osló 16. október og haldið til Lilleström í Osló þar sem KR- ingurinn og þjálfari Lilleström, Rúnar Kristinsson tók á móti okkur ásamt for- svarsmanni félagins. Sýndu þeir okkur hið veglega knatthús sem Lilleström æfir í, LSK-Höllina. Húsið er stálgrindarhús byggt árið 2006, með löglegum keppnis- velli og áhorfendastæðum fyrir 1500 manns. Það var mjög fróðlegt að sjá hvernig þeir nýta höllina með fellitjöld- um. Þeir upplýstu okkur um að rekstrar- kostnaður væri hóflegur og þeir miða við að halda 13–14°C hita á höllinni. Eitt at- riði í viðbót sem við lærðum að hljóðvist var ekki nógu góð og vanda þarf til þess þegar við förum að byggja okkar hús. Guðni Bergsson, Rúnar Kristinsson þjálfari Lilleström, Jóhann Helgason, Krisján Ásgeirsson, Brynjar Harðarson, Espen Søgård og Jónas Guðmundsson. Björn Zoëga formaður Vals afhenti Kristjáni Ásgeirssyni t.v., Valsorðuna á gamlaársdag 2014. Brynjar Harðarson framkvæmdastjóri Valsmanna hf. t.h. en þeir vinna náið saman við uppbygg- ingarstarf að Hlíðarenda. Mynd Þor- steinn Ólafs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.