Valsblaðið - 01.05.2015, Page 78

Valsblaðið - 01.05.2015, Page 78
78 Valsblaðið 2015 Nú eru foreldrarnir jafnvel farnir að ráða hverjir skipi liðin. Þeir hafa áhrif á dómgæsluna, öskra, eru með blótsyrði. Þetta gengur ekki upp og á því áttaði ég mig á mjög snemma.“ Lárus hefur haft þá skoðun lengi að starfið bygðist allt á þeim sem stjórnaði liðinu, leiðtoganum. Það sé leiðtogans að taka þátt í gleði og sorg alls hópsins því það má engin gleymast. „Þessi skoðun mín þótti svo athyglisverð á sínum tíma að ég var tekinn í útvarpsviðtal á Rás eitt. Við vorum tveir kallaðir til, ég og aðili á öndverðri skoðun við mig. Ég gaf mig hvergi með þetta. Ég lét foreldra aldrei hafa áhrif á mig. Var eins langt í burtu og ég mögulega gat og eftir leiki tók ég liðið til mín. Svo gátu foreldrarnir rætt við sín börn.“ Einu sinni Valsmaður ætíð Valsmaður Á sínum yngri árum sat Lárus í aðal­ stjórn Vals og stjórn knattspyrnudeild­ arinnar og fulltrúaráðsins. Síðan liðu mörg ár án beinnar þátttöku í félags­ starfinu. Hvað dró þig aftur að Val? „Þegar ég hætti þjálfun sogaðist ég aft- ur að Val. Henson fékk mig til að koma með sér í fulltrúaráðið. Þá hafði ég til dæmis ekki farið á völlinn í langan tíma, hafði ekki séð Val spila. Mér fannst gam- an að koma aftur í Val. En þó að það hljómi eins og klisja þá fannst mér ég skulda Val fyrir allar trakteringarnar í æsku. Þegar ég eldist og hugsa til baka var alveg einstakt að fá að alast upp í Val. Nú er ég í fulltrúaráðinu með Hall- dóri Einarssyni. Svo æxlaðist það þannig að þegar ég fór aftur að stunda völlinn keypti ég mér ársmiða. Innifalið í ár- smiðanum var kaffi og meðlæti í hálf- leik. Þetta var ég búinn að upplifa þegar ég fór til útlanda og eins hér innanlands. Hjá Val var þetta hins vegar varla kaffi- bolli. Mér fannst þetta hálf niðurlægjandi svo ég hugsaði með mér að ég þyrfti að gera bragarbót á þessu. Við tókum þetta svo að okkur, ég og Gunnar Kristjánsson þjónn, og höfum verið með þetta í þrjú ár. Mér finnst mjög gaman að geta gert þetta fyrir knattspyrnudeildina.“ Tónlistaráhugamaðurinn Lárus Loftsson „Ég var 30 ár í þjálfun og vann fulla vinnu með þessu. Allar æfingar voru á kvöldin eða um helgar. Þegar ég hætti myndaðist tómarúm. Hvað átti ég að gera?“ Það vissu ekki allir að Lárus átti sér áhugamál utan matreiðslunnar og fótbolt- að horfa á leikina. Það var sama á hverju gekk, þeir gerðu aldrei athugasemdir við eitt eða neitt. Pabbi þinn (ritara þessa viðtals) kom oft, pabbi Helga Ben., pabbi Reynis Vignis, Kjartan pabbi Vil- hjálms, Einars, Garðars og Guðmundar. Þetta var svona ákveðinn hópur. Í dag er það þannig að foreldrar skipta sér af öllu, dómgæslu og framkvæmd, bara öllu.“ „Seinna tók ég bókstaflega fyrir það að foreldrar hefðu of mikil áhrif á starfið. Þegar ég var farinn að hafa þjálfun sem starf áttaði ég mig á því að ég mætti aldrei láta foreldrana hafa áhrif á mig. Ef til dæmis foreldrar stóðu við aðra hliðar- línuna á leikjum þá fór ég alltaf yfir á hina hliðarlínuna og fylgdist með leikn- um þaðan. Ég vildi ekki hlusta á þá eða vera í nánd við foreldrana. Ég hugsaði þetta alltaf þannig að í einu liði eru ellefu strákar. Á leiki koma kannski foreldrar átta þeirra. Þá eru þarna þó nokkrir for- eldralausir. Þegar leikurinn er búinn og kannski hefur leikurinn unnist þá koma foreldranir og faðma og fagna með sín- um börnum. Hver faðmar hin börnin? Það er þjálfarinn sem einmitt gerir það. Foreldrarnir átta sig ekki á þessu. Það eru alltaf einhverjir sem eru útundan. landsliðunum sem höfðu ekki hugmynd um hvaða félagi ég tilheyrði. Það er al- gjörlega einstakt. Einu sinni kom einn forystumanna Vals til mín og spurði mig hvers vegna enginn Valsari væri í ung- lingalandsliðshópnum og hvort ég gæti ekki tekið Valsara í liðið. Ég átti bara að hafa Valsara í unglingalandsliðinu burt- séð frá getu í fótbolta. Svona var hugsun- arhátturinn. Ég var auðvitað með fjölda Valsmanna í gegnum tíðina.“ Það hefði verið mjög auðvelt að væna þig um hlutdrægni. „Algjörlega, það vildi ég ekki. Mér þykir enn þann dag í dag vænt um þessa afstöðu mína.“ Þjálfarinn sem leiðtogi Lárus hafði mjög eindregna og ákveðna skoðun á hlutverk þjálfarans sem leið- toga. Afstaða hans til foreldrasamstarfs vakti líka athygli og var ef til vill svolítið úr takti við þau viðhorf sem þá ríktu og ríkja enn í dag. Það er athyglisvert að ræða þetta við Lárus sem enn er sömu skoðunar. Hann segir: „Þegar ég var að þjálfa hjá Val komu stundum pabbar, nánast aldrei mömmur, Úr Morgunblaðinu. Birt með góðfúslegu leyfi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.