Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 79

Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 79
Valsblaðið 2015 79 ans. Hann söng í kirkjukór Seljakirkju og hafði mikinn áhuga á söng. „Ég var alltaf syngjandi – já, já – og hafði mikinn áhuga á tónlist. Mínir menn voru og eru þessar gömlu kempur eins og Haukur Morthens, Alfreð Clausen, Skapti Ólafsson og þessir kallar.“ Lárus var frá upphafi í safnaðar- nefnd Seljakirkju auk þess að vera með- limur í Oddfellowreglunni. Einhverjir hafa nú samt haft vitnesku um söngáhugann. „Ég var hvattur til að sækja um inn- göngu í karlakórinn Fóstbræður.“ segir Lárus. „Þá var ég orðinn fimmtugur. Ég var tekinn þar inn og hef verið þar síðan. Það er heilmikið starf en hefur gefið mér alveg ofboðslega mikið. Ég trúi því varla enn þann dag í dag að ég sé að syngja með karlakórnum Fóstbræðrum sem ég dáði hér áður fyrr. Ég hélt að ég myndi aldrei komast nálægt kórnum.“ Hrútafélagið Þú gegnir ábyrgðarstöðu í kórnum. Þú ert formaður. Nú grípur Lárus ákveðið fram í. „Ég er ekki formaður, ég er forseti! Ég er núna forseti Hrútafélagsins.“ Lárus er greinilega stoltur af þessu embætti. Hrútafélagsins? Spyr blaðamaður Vals- blaðins hissa. „Ja, það er þannig að þegar kórinn fer til útlanda með eiginkonur þá eru alltaf einhverjir sem eiga ekki eiginkonur eða fara án þeirra í söngferðina. Þessir ein- staklingar verða stundum svolítið einir á báti í þessum ferðalögum. Þá var stofnað þetta Hrútafélag. Félagar þess halda sam- an og passa upp á hvern annan, t.d. ef einhver er á leiðinni út af sporinu þá kippa meðlimir Hrútafélagsins þeim á sporið á ný. Ef einhver sefur yfir sig þá er passað upp á að það að rútan fari nú ekki án viðkomandi. Þetta er snar þáttur í starfi Fóstbræðra.“ Valur á vorum tímum „Mér líst bara vel á Val í dag. Þetta hefur bara breyst svo mikið. Það eru leikmenn í dag alls staðar að sem eru ekki Vals- menn og þeir hugsa ekki sem Valsmenn. Koma, spila leiki og svo eru þeir bara farnir. Það tók mig langan tíma að að- lagast þessu. Í gamla daga vildu allir strákar fá að spila með meistaraflokki og gengi meistarflokksins fór algjörlega eft- ir hvernig tekist hafði til með þjálfun yngri flokka félagsins. Það var nánast enginn aðkomumaður sem spilaði fyrir Val, þó að um það séu nú reyndar nokkur dæmi. Annars stefna ungir leikmenn á meistaraflokk sem einhvers konar stökk- pall fyrir atvinnumennsku.“ „Starfið í dag snýst svo mikið um pen- inga. Annars er þróunin í dag út um allan heim ískyggileg. Félögin sem komast í meistarakeppnina ár eftir ár geta í krafti peninga fengið alla bestu leikmennina. Fyrir bragðið verða litlu félögin alltaf bara í neðri deildunum. Ef það kemur upp efnilegur leikmaður í neðri deildun- um er hann hiklaust tekinn. Þetta er sama þróunin í öðrum löndum, yfirleitt alltaf sömu liðin í fjórum efstu sætunum. Mér finnst þetta alveg skelfilegt.“ Gústaf Níelsson, upphafsmaður færsæls hjónabands Konan þín kemur úr Valsarafjölskyldu ekki satt? „Jú, jú og það er nú saga að segja frá því. Á mínum þjálfaraferli í Val voru þeir bræður Gústaf, Gunnlaugur og Brynjar Níelssynir að æfa. Gústaf var einmitt í 5. A-liðinu sem varð Íslandsmeistari árið 1965.“ Hér skýtur Lárus inn í, að sennilega hafi nú Gulli verið bestur þeirra bræðra þó farið hafi minnst fyrir honum. En áfram með söguna: „Bræðurnir áttu systur, Valgerði. Eftir eina æfinguna kemur Gústi heim og segir við systur sína: „Ég veit alveg hverjum þú átt að giftast. Það er þjálfarinn minn.“ Nú skellir Lárus upp úr og slær sér á lær. „Hún hafði aldrei séð mig og ég aldrei hana. Síðan bara æxlaðist það þannig að við kynnumst. En Gústi er upphafsmað- urinn.“ Valgerður og Lárus eiga tvö börn, strák og stelpu, og barnabörnin eru orðin fjögur. „Ég var svo mikill Valsari.“ segir Lár- us og hlær, „að þegar okkur hjónin vant- aði millinafn á son okkar, Níels, þá segi ég við konuna að við skírum hann bara Val í höfuðið á Knattspyrnufélaginu Val. Hann heitir því Níels Valur.“ Að lifa í fortíðinni Lárus rekur fyrirtæki sitt upp á gamla mátann. Hann er þekktur í bransanum fyrir að nota ekki tölvu og þar af leiðandi ekki heimabanka. Ungu fólki finnst ótækt að hann hafi ekki heimasíðu. „Ég segi því fólki sem vill eiga við mig við- skipti að koma og tala við mig. Einu sinni hringdi í mig par sem var að fara að gifta sig og vildi að ég sæi um veisluna. Þau vildu getað pantað veisluna af vef- síðu. Ég spurði hvort þau vildu ekki frek- ar hitta kokkinn og sjá aðstöðuna og ræða málin í ró og næði. Þeim fannst það svo bara alveg æðislegt.“ Lárus er stund- um spurður að því hvort hann lifi í for- tíðinni. Hann svarar þeirri spurningu á einfaldan hátt: „Hvers vegna má maður ekki lifa í fortíðinni? Mér finnst það gott. Ég lifi ofsalega mikið í fortíðinni. Maður lifði og hrærðist í Val og á svo góðar minningar þaðan.“ Valsmenn – bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.