Valsblaðið - 01.05.2015, Page 84
84 Valsblaðið 2015
Þjálfun aðalþáttur íhlutunar í
rannsókninni
Íhlutun rannsóknar fólst í 6 mánaða fjöl-
þættri þjálfun þar sem áhersla var lögð á
daglega þolþjálfun og styrktarþjálfun
tvisvar í viku. Þessu til stuðnings var
ráðgjöf um næringu og fjórir fyrirlestrar
um heilsutengda þætti. Þolþjálfun var
einstaklingsmiðuð. Hún var fólgin í dag-
legri göngu á þjálfunartíma, að meðaltali
um 30 mínútur á dag. Styrktarþjálfun fór
fram í líkams- og heilsuræktarstöð tvisv-
ar sinnum í viku. Hún var einnig einstak-
lingsmiðuð og innihélt 12 æfingar fyrir
helstu vöðvahópa líkamans, sjá mynd 2.5
Mælingar
Helstu mælingar á öllum tímapunktum
voru dagleg hreyfing mæld með sérstök-
um hreyfimælum og stöðluðum spurn-
ingalista. Líkamsþyngdarstuðull var
mældur með því að deila hæð í öðru veldi
(m2) í líkamsþyngd (kg), SPPB-hreyfi-
getuprófið var framkvæmt og hreyfijafn-
vægi mælt með átta feta gönguprófi.
Kraftur var mældur í sérhönnuðu kraft-
mælingatæki og þol mælt með sex mín-
útna gönguprófi. Heilsutengd lífsgæði
voru mæld með stöðluðum spurninga-
lista. Holdafar var mælt með sérstökum
myndskanna, DXA-skanna, í Hjartavernd
í Kópavogi auk þess sem þar fóru allar
blóðmælingar fram við kjöraðstæður.
Niðurstöður rannsóknar
Mælingar í upphafi rannsóknar, bæði
með hreyfimæli og spurningalista, sýndu
að dagleg hreyfing meirihluta þátttakenda
var lítið brot af því sem ráðlagt er eins og
áður hefur komið fram. Um 60% þátttak-
enda hreyfðu sig að jafnaði í 15 mínútur
eða minna í hvert skipti sem þeir hreyfðu
sig. Þessi útkoma er nokkuð undir alþjóð-
legum ráðleggingum. Um 70% þátttak-
enda stunduðu göngur þrjá daga eða
sjaldnar í hverri viku og um 10% þátttak-
enda stunduðu styrktarþjálfun. Sex mán-
uðum eftir að 6 mánaða þjálfun lauk
gengu um 35% þátttakenda í 16–30 mín-
útur í hvert skipti sem þeir stunduðu
hreyfingu og 35% þátttakenda eða sama
hlutfall gekk í lengri tíma en 30 mínútur.
Göngutími hafði því batnað verulegu 6
mánuðum eftir að þjálfuninni lauk.
Göngudagar í hverri viku á þessum tíma-
punkti voru fjórir eða fleiri hjá rúmlega
50% þátttakenda miðað við upphafsmæl-
ingu. Um 40% þátttakenda sögðust ganga
96 þátttöku. Af þessum fjölda uppfylltu
92 kröfur um þátttöku auk þess sem
mökum þátttakenda var boðin þátttaka.
Þáðu 25 makar boðið. Helstu ástæður
þess að hafna boði voru of langur og
bindandi rannsóknartími, áhugaleysi eða
veikindi. Mynd 1 sýnir hluta af rann-
sóknarhópi á æfingum á Laugardalsvelli
en þar fóru æfingar meðal annars fram.
Þátttakendur í þessari rannsókn voru
heilbrigðir einstaklingar á aldrinum 71–
90 ára. Þeir höfðu tekið þátt í Öldrunar-
rannsókn Hjartaverndar og staðist
ákveðnar grunnmælingar sem gengið var
út frá. Þessar mælingar tengdust heilsu-
farsstöðu þeirra og niðurstöðum í SPPB-
hreyfifærniprófi. Af þeim 325 einstak-
lingum sem höfðu náð 70 ára aldri þáðu
Mynd 2. Ferli styrktarþjálfunar á rannsóknartíma: Upphitun sem stóð yfir í 10–15
mínútur, styrktarþjálfun sem stóð yfir í um 30 mínútur og niðurlag æfingar sem lauk
með teygjum og slökun.
Gamlar kempur á Bessastaðavelli sumarið 2013, f.v. Lárus Guðmundsson, Janus Guð-
laugsson og Salih Heimir Porca. Mynd Þorsteinn Ólafs.