Valsblaðið - 01.05.2015, Page 115
Valsblaðið 2015 115
Starfið er margt
Landsliðsdraumar þínir: Að spila með
A-landsliðinu á mörgum stórmótum og
vera einn af þeim bestu.
Hvað einkennir góðan þjálfara: Að
hann reyni að gera sig sjálfan óþarfan.
Besti söngvari: Sverrir Bergmann.
Besta hljómsveit: Coldplay.
Besta bíómynd: Rush.
Besta bók: Vinsældir og áhrif eftir Dale
Carnegie.
Uppáhaldsvefsíðan: Youtube held ég
bara.
Uppáhaldsfélag í enska boltanum:
Man Utd.
Nokkur orð um núverandi þjálfara
teymi: Frábærir þjálfarar og ótrúlega
vinnusamir.
Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd
ir þú gera: Seta alltaf ljósashow á öllum
leikjum.
Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar
enda: Besta aðstaða á Íslandi.
Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu
árum: Að liðið myndi vera lang best á
landinu og fara í Evrópukeppni.
Hvernig finnst þér að hægt sé að auka
jafnrétti hjá Val milli kynja: Bara að
leggja jafn mikið í boltann hjá báðum
kynjum, en ég hef ekki orðið var við
þetta hjá Val.
Hvernig finnst þér að Valur gæti best
unnið gegn einelti í íþróttum? Það er
kannski bara þjálfarinn sem þarf að hafa
auga með því, sérstaklega hjá yngri iðk-
endum.
Erfiðustu mótherjarnir: Bara þeir sem
eru að eiga góðann dag í það skipti
Eftirminnilegasti þjálfarinn: Stefán
Árnason kenndi mér ótrúlega mikið.
Mesta prakkarastrik: Er voðalega lítill
stríðnispúki.
Fyndnasta atvik: Líklega þegar ég missti
boltann í einu vítakasti á Partille Cup og
boltinn fór svo í innkast. En það var meira
bara kannski fyndið fyrir aðra.
Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Valur
verður í topp klassa af gömlum og góð-
um vana.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara
flokki kvenna hjá Val: Kristín Guð-
munds er rosalega seigur spilari.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara
flokki karla hjá Val: Ætla að segja bar-
áttukallinn hann Guðmundur Hólmar.
Hvernig líst þér á yngri flokkana í
handbolta hjá Val: Glæsilegt starf sem
er í gangi þar. Flottir þjálfarar og góðar
æfingar.
Fleygustu orð: Gott atlæti er gjöfum
betra.
Mottó: Það er í raunini bara að hafa
gaman.
Við hvaða aðstæður líður þér best:
Heima með mínum nánustu.
Hvaða setningu notarðu oftast: Örugg-
lega bara „hvað segiru?’’
Skemmtilegustu gallarnir: Ég verð al-
veg ótrúlega reiður þegar ég tapa þó að
ég sýni það oftast ekki.
Fyrirmynd þín í handbolta: Aðallega
er það Óli Stef, hef líka lært mikið af
mörgum öðrum leikmönnum.
Draumur um atvinnumennsku í hand
bolta: Að vera spila handbolta í fremstu
röð út í heimi.
Fæðingardagur og ár: 12. mars 1997.
Kærasta: Harpa Sólveig Brynjarsdóttir.
Hvað ætlar þú að verða: Handbolta-
maður.
Af hverju Valur? Því það er mikill
metnaður og frábært andrúmsloft hér í
félaginu og ég taldi það vera besta um-
hverfið fyrir mig.
Uppeldisfélag í handbolta: Selfoss.
Frægur Valsari í fjölskyldunni: Því
miður þá held ég sé sá eini.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í
handboltanum: Þau eru búin að vera
ómetanleg, hafa mætt á nánast alla leiki
og eru alltaf mínir helstu stuðningsmenn
í blíðu og stríðu.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl
skyldunni: Guðrún stóra systir er með
ótrúlega íþróttahæfileika og alveg eitraða
vinstri hönd þótt hún sé búinn að leggja
skóna á hilluna.
Af hverju handbolti: Því mér fannst
það skemmtilegast, svo einfalt er það.
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum:
Lenti einu sinni í öðru sæti á N1 mótinu í
5. flokki í fótbolta. Svo spilaði ég á Kaup-
þingsmótaröð unglinga í golfi og náði að
vera í toppbaráttuni á einhverju móti.
Skemmtilegt seinasta sumar með U19
ára landsliðinu. Brons á HM og sigur á
Europian Open í Sviþjóð skömmu áður.
Ein setning eftir síðasta tímabil: Mjög
lærdómsríkt tímabil.
Markmið fyrir þetta tímabil: Dom-
inera deildina.
Besti stuðningsmaðurinn: Konni er
ávallt flottur í stúkunni.
Erfiðustu samherjarnir: Ég held það sé
bara hann Hlynur í markinu. Gummi og
Orri svo í vörninni.
Besta aðstaða
á Íslandi á
Hlíðarenda
Ómar Ingi Magnússon er 18 ára og leikur
handknattleik með meistaraflokki