Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 122

Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 122
122 Valsblaðið 2015 Starfið er margt Flóðljós koma fljótlega og verður þá hægt að nýta völlinn enn betur til æfinga. Um leið og aðstaða fyrir iðkendur í knattspyrnu batnar utanhúss hafa iðkend- ur í hand- og körfuknattleik meira svig- rúm til æfinga innanhúss. Gaman er að þó nokkur fjöldi iðkenda stundar tvær greinar hjá félaginu. Nýlega fór sendinefnd frá Val til Nor- egs að skoða knattspyrnuhús, og gætu framkvæmdir við slíkt hús á Hlíðarenda mögulega hafist næsta vor. Mun slíkt hús gera aðstöðuna á Hlíðarenda að algjörum drauma íþróttastað. Friðrikssjóður Friðrikssjóður er sjóður sem hefur verið í undirbúningi hjá BUS og á að nýtast til að styðja við efnaminni iðkendur, þegar á þarf að halda. Inn í þennan sjóð hafa margir dyggir velunnarar Vals lagt fé og er seint hægt að þakka þau framlög nóg. Verður sjóðurinn til fyrirmyndar fyrir öll félög landsins þegar hann verður kominn af stað. Fjölbreytt starf Mót yngri flokka eru góð leið til að afla fjár, og eru fyrst og fremst stórkostlega hvetjandi og eflandi fyrir iðkendur, fyrir utan hversu skemmtilegt krökkunum finnst að fara á þau. Afmælismót Vals í körfubolta var haldið 9. maí og stefnt er á að endurtaka það árlega. Handboltamót fyrir yngri flokka verður haldið vorið 2016 og stefnum við á að koma á stóru fótboltamóti yngri flokka, að loknum framkvæmdum og leggjum metnað í að Valsmót verði eftirsótt og til fyrirmyndar. Gríðarlegt átak hefur verið gert í fjár- málum yngri flokka Vals af hálfu BUS, en enn þarf meira fjármagn svo sú vinna heldur stöðugt áfram. Vorhappdrætti og haustfjáröflun eru komin til að vera og Frá stofnun barna- og unglingasviðs fyrir tveimur árum hefur stjórn þess unnið hörðum höndum að fjölmörgum málum sem betur hafa mátt fara, og er sú vinna öll unnin í sjálfboðastarfi. Stjórnina skipa sjö foreldrar iðkenda úr öllum greinum og af báðum kynjum og einnig situr íþróttafulltrúi Vals fundi BUS. Guð- mundur Breiðfjörð er formaður BUS, og situr einnig í aðalstjórn Vals. Þarna er komin nauðsynleg tenging yngra starfs- ins við aðalstjórn og vettvangur foreldra til að koma fram málum er varða yngri iðkendur allra deilda. Stjórn BUS, langar í þessu bréfi að kynna nokkur af þeim málum sem sviðið hefur verið að vinna í svo að foreldrar viti hvað fer fram á bak við tjöldin í þágu yngri iðkenda. Við viljum að foreldrar geti fylgst með því sem er verið að gera og geti leitað til BUS með mál sem brenna á þeim, hrós og ábendingar um það sem betur má fara. Góð samskipti eru lykilatriði til að bæta starfið. Móttaka nýrra iðkenda og aðstandenda Móttaka nýrra iðkenda og aðstandenda er eitt atriði sem BUS vildi bæta og var boðið upp á nýliðakynningu í haust þar sem viðkomandi aðilar mættu og kynntu starfið. Færri nýttu sér þetta í ár en vonir stóðu til, en þessu verður haldið inni sem föstum lið á hverju hausti. Þjálfaramál Þjálfara- og þjálfunarmál eru eitt aðal áherslumál BUS. Við leggjum áherslu á gæði þjálfunarinnar, að halda í góða þjálfara og að auka tekjur sviðsins sé þess þörf. Einnig erum við í nánu sam- bandi við yfir þjálfara allra sviða. Gæðahandbók Gæðahandbók er verk sem fljótlega mun verða gefið út og er nokkurs konar stefnu- rit fyrir yngri flokka starf Vals. BUS hefur veg og vanda af henni. Það er von okkar að gæðahandbókin auki enn frekar gæði starfsins á Hlíðarenda og verði leiðandi vinnuplagg fyrir starfsmenn Vals; íþrótta- fulltrúa, yfirþjálfara, þjálfara og aðstoðar- fólk þjálfara. Í gæðahandbókinni eru vinnureglur útfærðar (hlutverk starfs- manna, framkvæmd uppskeruhátíða o.s.frv), þar er að finna gátlista til gæða- mats, auk þess eru þar siðareglur Vals. Andlegur þáttur í íþróttaiðkun hefur verið mikið til umræðu og stendur til að leggja meiri áherslu á þann þátt hjá Val á næstu misserum. Mikil fjölgun iðkenda Mikil aukning hefur verið í fjölda iðk- enda sérstaklega í fótbolta drengja, og þá hefur þurft að fjölga þjálfurum og að- stoðarfólki, finna stærri svæði fyrir æf- ingar o.s.frv. Leitað hefur verið eftir nýj- um þjálfurum en einnig hefur þurft að leita eftir auknu fjármagni. Segja má að fjölgun iðkenda sé lúxus- vandamál. Samfara aukningunni vantaði bolta, keilur og annan búnað til æfinga. Reksturinn hefur verið erfiður hjá Val síðustu ár og endar ekki náð saman, svo að við fórum í sérstaka fjáröflun til að brúa þetta bil. Með öflugum stuðningi dyggra stuðningsmanna Vals, framlagi frá Fálkunum og BUS fjármunum, voru keyptir nýir boltar, keilur, æfingaslár o.fl. Bætt aðstaða Aðstaðan hefur stórbatnað fyrir þann stóra hóp sem iðkar knattspyrnu, með tilkomu nýja gervigrasvallarins, sem er frábær og stenst einnig kröfur fyrir Evrópuleiki. Fréttabréf frá barna- og unglingasviði (BUS) í Val Viljum vera með öflugasta barna- og unglingastarf landsins Fyrir rúmum tveimur árum var barna- og unglingasvið Vals, BUS, stofnað, í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Er það svið allra yngri deilda Vals.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.