Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 6

Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 6
6 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 2. TBL. 2001 einkennum heilabilunar. Samt töldu flestir þeirra að þekkingu þeirra væri ábótavant og vildu meiri fræðslu á þessu sviði. Læknarnir vanmátu tíðni heilabilunar. Heimilislæknar töldu að þeir og aðrir starfsmenn heilsugæslu væru líklegastir til að óska eftir mati á heilabilunareinkennum, sem ítrekar ábyrgð heilsu- gæslunnar á því að greina heilabilun snemma. Kvart- anir aðstandenda um minnisleysi sjúklinga voru líkleg- astar til vekja grun um heilabilun viðkomandi. Það var skoðun heimilislæknanna að sú lyfjameð- höndlun við Alzheimer sem er til, réttlætti leit að sjúk- lingum með heilabilun á vettvangi heilsugæslunnar. Samt sem áður voru 53% læknanna á þeirri skoðun að virkni þeirra til lækningar eða meðhöndlunar heilabil- unar væri lítil. Hvort gefa ætti lyf vegna heilabilunar byggðist aðallega á því á hvaða stigi heilabilunin væri. Heimilislæknarnir töldu ekki greiningu sjúkdóms- ins vera helsta vanda í sambandi við sjúklinga með heilabilun. Erfiðast virtist vera mat á félagslegum aðstæðum sjúklinganna og að koma á því félagslega neti sem þörf er á. „Meiri tími fyrir hvern sjúkling“ var það atriði sem 69% heilmilislækna sögðu vera það atriði sem gæti haft mest áhrif til að bæta greiningu heilabilunar. Lækn- arnir töldu einnig mikilvægt að hafa í heilsugæslunni einhvern skilgreindan samræmingaraðila vegna með- ferðar/umönnunar heilabilaðra. Umræða Rétt er að geta þess að heilsugæsla (primary care) hefur skýrara hlutverk í Svíþjóð en hér á landi. Þar leitar fólk nánast alltaf fyrst til heilsugæslu með sín heilsufarslegu vandamál og eftirfylgni flestra lang- vinnra sjúkdóma fer fram hjá heimilislækni. Á Íslandi er óhindraður aðgangur að læknum sérgreina og starfsvettvangur þeirra að stórum hluta á stofu, því sinna þeir oft sjúklingum sem t.d. í Svíþjóð væru í höndum heimilslækna. Skýring vangreiningar á heilabilun og geðsjúk- dómum aldraðra eins og kom fram í ofangreindri rann- sókn gæti verið eftirfarandi: Oftast hefur heimilis- læknir mjög takmarkaðan tíma með sjúklingi. Mikill meirihluti sjúklinga leitaði læknis vegna annarra vandamála en geð- eða vitrænna. Þetta kann að draga úr líkum þess að læknir greini væg tilfelli heilabilunar þar sem hann er líklegur til að binda skoðun sína meira við það vandamál sem sjúklingur leitar til hans með. Hins vegar kom það í ljós í þessari rannsókn að heim- ilislæknir hitti hvern sjúkling að meðaltali 5 sinnum á ári. Ein ástæða þess að heilabilun var ekki tilgreind í sjúkraskýrslum þessara sjúklinga kann að vera að skráning greininga virtist mjög tengd meðhöndlun vandamála. Niðurstöður rannsóknarinnar kunna því að endurspegla þau viðhorf lækna að frekar lítill mögu- leiki sé á árangursríkri meðhöndlun heilabilunar frekar en skortur á greiningu sjúkdómsins. Meirihluti heilabilaðra sjúklinga í rannsókninni (60%) höfðu greiningu geðrænna einkenna í sjúkraskrá. Hugsanleg skýring kann að vera sú að geðræn einkenni skyggi á vitræna truflun, að minnsta kosti í vægum tilfellum, en einnig kann skýringin að vera að við höfum fleiri mögu- leika til meðhöndlunar slíkra vandamála en heilabil- unar. Almenn skimun heilabilunar í óskiptum hópi aldr- aðra hefur ekki verið ráðlögð hingað til vegna ófull- nægjandi vísbendinga um fjárhagslega hagkvæmni slíkrar skimunar [20]. Til að réttlæta slíka skimun þyrfti að finna þrengri áhættuhóp. Ein leið til að velja í þann hóp er að spyrja aldraða skjólstæðinga/sjúklinga hvort þeir hafi upplifað skýrar minnistruflanir þar sem slíkt gefur töluverða vísbendingu um heilabilun [21]. Hvernig á að auka snemmgreiningu heilabilunar í heilsugæslunni? Nokkrir þættir eru taldir geta bætt greiningu bæði heilabilunar og geðrænna einkenna aldraðra í heilsu- gæslu. Í nokkur ár hefur víða verið unnið að betri greiningu með fræðsluherferðum [22] með ein- hverjum en þó takmörkuðum árangri. Nokkrir kvarðar og gátlistar hafa verið kynntir en árangurinn hefur valdið vonbrigðum. Aldraðir sjúklingar með heilabilun eða geðræn ein- kenni falla vel inn í markhóp og viðfangsefni heimilis- lækna [23]. Í Svíþjóð sem og í mörgum öðrum löndum upplifa heimilislæknar, af ýmsum ástæðum, síaukinn vanda við að mæta kröfum sjúklinga sinna. Fyrir utan tímaskort þá tilgreindu læknar í rannsókninni, mat á félagslegri aðstöðu sjúklinga sem erfiðasta þáttinn í Mynd 1. Hlutverk „samhæfara“ vegna sjúklinga með heilabilun: Samhæfa og nýta alla fagaðila og annan stuðning sem fáanlegur er. Heilsugæslu- læknir Hjúkrunar- fræðingur Iðjuþjálfi Ættingjar ,,Félagsleg aðstoð sveitarfélaga” Félag Alzheimers sjúklinga Kirkja, félagasamtök, aðrir Samhæfari Sérfræðingur Sjúkrahús Sjúkraþjálfari

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.