Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 11

Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 11
11ÖLDRUN – 19. ÁRG. 2. TBL. 2001 stjórnmálamönnum og starfsmönnum kerfisins, og urðu hvati að umræðum og seinna aðgerðum til úrbóta. Í kjölfar þessa sótti Akureyrarbær um, og fékk, reynslusveitarfélagsverkefni á sviði heilsugæslu- og öldrunarmála. Með því skapaðist einstakt tækifæri til nýsköpunar og þróunarstarfs. Dæmi um það er þetta tilraunaverkefni sem er til komið vegna samvinnu milli starfsfólks öldrunarþjónustu bæjarins og heilsugæslu- stöðvarinnar og sameiginlegs áhuga á forvörnum og heilsueflingu ekki síst fyrir aldraðra. Fyrirbyggjandi heimsóknir – Rødovrep- rojektet Hópur áhugasamra starfsmanna byrjaði á árinu 1997 að skoða ýmsa möguleika í þróun heilsuverndar aldraðra. Skoðaðar voru rannsóknir og tilraunaverk- efni sem gerð hafa verið víða um heim. Við stöldruðum fljótlega við nokkrar rannsóknir á áhrifum svokallaðra fyrirbyggjandi heimsókna. Í Rødovre í Danmörku var á níunda áratug liðinnar aldar gerð rannsókn sem leiddi í ljós veruleg forvarnaráhrif af heimsóknum heilbrigð- isstarfsmanna til eldra fólks. Um var að ræða rannsókn þar sem hópur aldraðra fékk þrjár heimsóknir heil- brigðisstarfsmanns á ári í þrjú ár. Rannsóknin leiddi í ljós verulegan mun á heilsufari og líðan þeirra sem heimsóttir voru og samanburðarhópsins. Þannig þurfti rannsóknarhópurinn, 24% færri daga á sjúkrahúsi, 31% færri innlagnir á hjúkrunarheimili og 50% færri heim- sóknir vaktlækna en samanburðarhópurinn. Aðrar rannsóknir hafa sýnt töluverðan árangur af þessari vinnuaðferð en Rødovrerannsóknin er þó sú jákvæðasta. Erfitt hefur reynst að benda á einhvern einn þátt sem skýrir árangurinn öðrum fremur. Ýmis- legt bendir til þess að heimsóknirnar skili fyrst og fremst aukinni öryggistilfinningu og upplifun af stjórn á eigin aðstæðum. Með heimsóknunum er hinum aldr- aða gefinn kostur á tengingu við kerfið í gegnum heil- brigðisstarfsmann. Tengingu sem hann getur sjálfur stýrt töluvert og mótað á eigin forsendum. Niðurstöður Rødovrerannsóknarinnar þóttu vera sterk vísbending um gagnsemi þessarar vinnuaðferðar og urðu til þess að 1995 voru fyrirbyggjandi heim- sóknir festar í lög í Danmörku. Sveitarfélögin sjá um framkvæmd heimsóknanna og hafa töluvert frelsi um útfærsluna en aðalatriði er að þeim er skylt að bjóða öllum 75 ára og eldri upp á heimsókn heilbrigðisstarfs- manns tvisvar á ári. Margir hafa fylgst með gangi þess- ara mála í Danmörku af miklum áhuga og nú er t.d. í gangi í Svíþjóð umfangsmikil athugun á þessari vinnu- aðferð sem mörg sveitarfélög taka þátt í. Niðurstaðna er að vænta á næsta ári. Undirbúningur Í lok árs 1999 var vinna undirbúningshópsins komin á það stig að farin var kynnisferð til Danmerkur þar sem heimsótt voru þrjú sveitarfélög: Frederiks- sund, Rødovre og Kaupmannahöfn (nánar tiltekið Ryvang á Østerbro). Þegar hér er komið sögu eru í undirbúningshópnum Kristín Sigursveinsdóttir iðju- þjálfi og verkefnisstjóri Búsetu- og öldrunardeildar og hjúkrunarfræðingarnir Margrét Guðjónsdóttir, hjúkr- unarforstjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri og Rut Petersen deildarstjóri heimahjúkrunar. Hópurinn ræddi við starfsmenn, fékk upplýsingar um skipulagn- ingu, kynningarstarf, undirbúning og fleira. Flestir virtust sammála um að mikilsvert væri að hafa fleiri en eina starfsstétt í þessum heimsóknum og að starfs- mennirnir þyrftu að hafa áhuga á og reynslu af starfi með öldruðum. Félagsmálaráð Akureyrarbæjar hafði fylgst með þessari þróunarvinnu af áhuga og stutt við hana með ráðum og dáð. Fjármunir til verkefnisins voru hins vegar ekki að fullu tryggðir. Með samningi sem Akur- eyrarbær gerði við Heilbrigðis- og tryggingamála-ráðu- neytið um að Akureyrarbær sinnti áfram reynsluverk- efnum á sviði öldrunarmála og heilsugæslu skapaðist fjárhagslegur grunnur fyrir þetta verkefni og því var hægt að byrja um mitt ár 2000. Verkefnið skyldi standa í eitt og hálft ár eða til ársloka 2001 en þá rennur samn- ingur við ráðuneytið út. Markmið Markmið tilraunaverkefnisins er tvíþætt: • Að efla aldraða í viðleitni sinni til að viðhalda heil- brigði sem lengst. • Að reyna vinnuaðferð í heilsuvernd aldraðra sem notuð hefur verið erlendis með góðum árangri Leiðir Heimsóknir heilbrigðisstarfsmanna þar sem áhersla er lögð á: • að styðja við og hvetja til heilbrigðs lífsstíls • að veita upplýsingar og fræðslu um heilsufar, líf- erni og þjónustu við aldraða • að greina áhættuþætti og þörf fyrir aðstoð og veita hana í tæka tíð • að koma á tengslum milli aldraðra og fagaðila í öldrunarþjónustu Markhópur Allir íbúar 75 ára og eldri á upptökusvæði Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri (samtals 10 sveitarfélög með um 18000 íbúa), sem búa heima þ.e. utan stofn- ana, og ekki hafa heimahjúkrun. Samtals er um að ræða um 600 íbúa. Framkvæmd og vinnutilhögun Byrjað var að undirbúa framkvæmd heimsóknanna vorið 2000. Tveir starfsmenn voru ráðnir til verksins, Inga Eydal, hjúkrunarfræðingur og Kristín Tómas- dóttir, iðjuþjálfi. Þær voru ráðnar í 80% starf hvor. Und- irbúningurinn fólst m.a. í því að starfsmenn skipulögðu starfið framundan, lásu sér til, söfnuðu fræðsluefni og

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.