Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 13

Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 13
Við styrkjum Öldrunarfræðafélag Íslands: 13ÖLDRUN – 19. ÁRG. 2. TBL. 2001 Framhald verkefnisins Upphaflega var ætlunin að bjóða upp á 3 heim- sóknir og átti þeim að ljúka í árslok 2001. Ljóst er að af ýmsum orsökum verður ekki hægt að heimsækja allan hópinn þrisvar en allir fá tvær heimsóknir og hluti hópsins verður heimsóttur þrisvar. Eftir það verður gert ítarlegra mat á árangri, t.d. með athugun á inn- lagnatíðni og -lengd hópsins á sjúkrahús og hjúkrunar- heimili. Einnig verður reynt að meta árangurinn með því að kanna upplifun þeirra er fengu heimsóknirnar. Væntingum til árangurs eftir svo stuttan tíma verður þó að stilla í hóf. Áhrif forvarnarstarfs eins og hér um ræðir byggir á því að um stöðuga þjónustu sé að ræða til lengri tíma. Framhald verkefnisins byggist á því að fjármagn fáist. Akureyrarbær á nú í samningaviðræðum við Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið um framhald samninga um svokölluð reynsluverkefni á sviði öldrun- arþjónustu og heilsugæslu og leggur Akureyrarbær áherslu á að fá tækifæri til að þróa áfram heilsueflandi heimsóknir. Hvort af verður skýrist væntanlega á þessu ári. Mat starfsmanna og undirbúningshóps er að þessi vinnuaðferð sé vel til þess fallin að komast í samband við þann hóp aldraðra sem minnst tengsl hefur við öldr- unarþjónustuna og að hægt sé að styrkja fólk verulega í viðleitni sinni til að halda heilsu. Ennfremur gefst gullið tækifæri til að aðstoða fólk við að fyrirbyggja ýmiss algeng vandamál. Við viljum gjarnan vera þeim innan handar sem óska eftir að kynna sér þessi mál nánar. Áhugaverð lesning: Avlund, K., Dyrholm,I., Holstein, B., Ingerslev J. (ritstj.), (2000). Forebyggelse i alderdommen. Frederikshavn: Dafolo Forlag og Dansk Gerontologisk Selskab. Hellner B M.(2000) Förebyggande hembesök. Äldre i Centrum, nr. 4 2000. Hendriksen, C., Lund, E., Strømgård, E., (1984). Consequences of assess- ment and intervention among elderly people: a three year randomised controlled trial. British Medical Journal, 289, 1522-1524. Hendriksen, C., Vass M., (1997). Forebyggende hjemmebesøg til ældre menn- esker – hvorfor? hvordan? Frederikshavn: Dafolo Forlag. Hendriksen, C. (1998). Forebyggende hjemmebesøg. Gerontologi og sam- fund ,14, 2, 40-41. Jensen, Gunda Rademacker (1997). Forebyggende hjemmebesøg til ældre mennesker. En vurdering af kontrollerede interventionsstudier. Ugeskrift for læger 159/43, 6358-61. Lingås, Lars Gunnar (1996). Over andres dørstokk – yrkesetikk i arbeid hjemme hos klienter og pasienter. Oslo: Kommuneforlaget. Mæland, John Gunnar (1999). Forebyggende helsearbeid – i teori og praksis. Tano Aschehoug. www.geroinst.dk Tafla 1: Fjöldi þeirra sem fengu tilboð um heimsókn og þeirra sem afþökkuðu heimsókn, eftir fæðingarári. Við veitum elli- og örorkulífeyrisþegum staðgreiðsluafslátt af verði lyfja og ókeypis heimsendingu „innan hverfis“ ef óskað er. Garðs Apótek Sogavegi 108 · 108 Reykjavík Sími 568 0990

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.