Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 16

Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 16
16 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 2. TBL. 2001 Ástæðan fyrir því að þessum sjúkdómi, sem virðist þó vera þetta algengur, hefur ekki verið lýst fyrr er að hann „fellur milli“ tveggja algengra taugahrörnunar- sjúkdóma, Alzheimer og Parkinson. Meðferð Þegar sjúkdómsgreining liggur fyrir er mikilvægt að huga að nokkrum þáttum sem skipta máli til að draga úr einkennum og afleiðingum þeirra. Upplýsing og ráðgjöf. Mikilvæg fyrir sjúklinginn, sem hefur oft merkilega gott minni, og fyrir aðstand- endur. Gera þarf grein fyrir því að ofskynjanir eru eðli- legur hluti sjúkdómsins en er ekki merki um alvar- legan geðsjúkdóm. Gott er að allir aðstandendur geti talað um þessa upplifun sjúklingsins því það virðist skipta máli við að draga úr kvíða og jafnvel hræðslu sem annars getur auðveldlega gert vart við sig. Einnig þarf að leggja áherzlu á að rugltímabil ganga yfir þótt rétt sé að segja að þau geri vafalítið vart við sig aftur. Örvun, líkamleg og andleg. Líkamleg örvun þarf að miða að samskonar markmiðum og örvun Parkinson- sjúklinga, þ.e. að liðka hreyfingar og draga úr óstöðug- leika og jafnvægisskerðingu. Andleg örvun miðast við að efla framtak og frumkvæði og byggir á því að vitræn geta á ýmsum sviðum er allgóð svo sem minni. Lyfjameðferð, ekki síst að hafa í huga lyfin sem alls ekki á að gefa svo sem fram hefur komið. Nú hafa birst lýsingar á tilfellum sem hafa lagast mjög við notkun kólínesterasahamla svo sem Aricept®, Reminyl® og Exelon® (9,10). Ástæða þess að farið var að reyna þau lyf er sú staðreynd að kólvirka kerfið er að minnsta kosti jafn mikið skert í þessum sjúkdómi og í Alzheim- ers sjúkdómi. Þessar meðferðarlýsingar eru oft sláandi og svo er einnig reynsla undirritaðs af nokkrum sjúk- lingum sem fengið hafa verulegan bata, a.m.k. tíma- bundið. Birst hefur ein stór rannsókn með samanburði á Exelon® og lyfleysu (11) og var í henni sýnt fram á marktækt meiri árangur með lyfinu. Enn sem komið er hefur þetta ekki leitt til ábendingar þessara lyfja við sjúkdómnum, en sennilega er aðeins tímaspurning hvenær að því kemur. Það er enn ekki ljóst hversu lengi árangurinn varir. Flestir þessara sjúklinga fá fyrr eða síðar Parkin- sonlyf, en vandinn er sá að þau lyf ýta mjög undir rugl og ofskynjanir. Eittvað hefur verið gert af því að nota Parkinsonlyf og kólínesterasahamla saman, en ekki liggur fyrir hvort hægt er að mæla með því að svo verði gert Horft fram á veginn Stutt er síðan menn urðu ásáttir um að til væri sér- stakur sjúkdómur sem nú hefur verið nefndur eftir þeim manni sem lýsti fyrir margt löngu heilabreyt- ingum sem einkenna sjúkdóminn. Enn er verið að skoða skilmerki og er líklegt að á næstu árum verði Tafla – Skilmerki Lewy sjúkdóms (6) 1. Forsenda greiningar á heilabilun af Lewy gerð (DLB) er að um sé að ræða vaxandi vitræna skerðingu sem náð hefur því marki að trufla eðlilegt starf og félagslíf. Verulegt minnistap er oft ekki til staðar á fyrri stigum sjúkdómsins en kemur oftast fram eftir því sem á líður. Truflanir koma einkum fram á prófum er mæla einbeitingu, framheila-neðanbarkar athafnir (fronto- subcortical skills) og sjónúrvinnslu. 2. Tvö af eftirtöldum höfuðeinkennum þurfa að vera til staðar við greiningu sennilegrar heilabil- unar af Lewy gerð (probable DLB) og eitt við greiningu hugsanlegrar heilabilunar af Lewy gerð: a. breytileg vitræn geta með verulegum sveiflum í einbeitingu og athygli.. b. endurteknar sjónofskynjanir sem eru vel afmarkaðar og nákvæmar. c. Parkinson einkenni sem ekki má rekja til lyfja. 3. Einkenni sem stutt geta greininguna eru: a. endurteknar byltur b. yfirlið c. skert meðvitund tímabundið d. viðkvæmni við sterkum geðlyfjum(neuroleptica) e. kerfisbundnar misskynjanir f. ofskynjanir aðrar en sjónar. 4. Greining heilabilunar af Lewy gerð er ekki eins líkleg ef til staðar er: a. merki heilablóðfalls við skoðun eða á röntgenmynd. b. merki annars heilasjúkdóms við skoðun eða rannsóknir sem geta skýrt einkenni sjúklings.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.