Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 18

Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 18
18 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 2. TBL. 2001 Kristín Hannesdóttir B.Sc.1, 2 Robin G. Morris Ph.D 1 1. Department of Psychology Institute of Psyhiatry University of London 2. Minnismóttaka á Landakoti Landspítali - Háskólasjúkrahús Skert innsæi (anosognosia) í Alzheimerssjúkdómi Fram að þessu hafa rannsóknir á anosognosia einnahelst beinst að skertu innsæi hjá sjúklingum með lömun eftir heilaáfall (Michon, et al., 1994). Þrátt fyrir að skrifað sé um anosognosia í fyrstu heimildum sem til eru um Alzheimerssjúkdóm (AD) og þrátt fyrir það að margir flokki innsæisleysi sem eitt af einkennum sjúkdómsins, þá hefur anosognosia ekki verið rann- sakað mjög ítarlega í Alzheimerssjúkdómi og skiln- ingur á fyrirbærinu takmarkaður (Ott et al., 1996). Af hverju að rannsaka innsæi í Alzheim- erssjúkdómi? McGlynn og Schacter (1987) benda á tvíþætt mik- ilvægi þess að auka skilning okkar á þessu fyrirbæri. Frá fræðilegu sjónarmiði er áhugavert að velta fyrir sér hvað það raunverulega er sem gerir fólki kleift að vera sér meðvitað um eigið vitrænt ástand. Aukinn skiln- ingur hefur einnig klínískt eða hagnýtt gildi þar sem skert innsæi getur haft afgerandi áhrif á endurhæfingu og meðferð sjúklings. Einstaklingar með hamlað inn- sæi eru síður líklegir til samvinnu við meðferð á sjúk- dómnum (Derouesné, et al., 1999). Auk þessa getur álag aukist á aðstandendur þessara einstaklinga þar sem skerðingin hefur oft í för með sér hömluð sam- skipti (Hutchinson, et al., 1997). Sjúklingurinn gæti e.t.v. neitað að taka inn lyfin sín eða tekið óraunhæfar ákvarðanir eins og að aka bifreið eða fara aftur í vinn- una (McGlynn, 1987; Cotrell, 1999). Fræðilegar hliðar á anosognosia eru flóknar og fjalla í grundvallaratriðum um eftirfylgni og vitund um starfsemi heilabarkar. Weinstein og Kahn (1955) hafa bent á mikilvægi þess að greina anosognosia sem innri truflun á heilastarfi gagnstætt sálfræðilegum þáttum eins og afneitun. Niðurstöðum rannsókna á tíðni anosognosia í Alzheimerssjúkdómi ber ekki saman. Sevush og Leve (1993) greindu anosognosia í um 80% Alzheimerssjúk- linga en aðrar rannsóknir gefa til kynna mun lægri tíðni eða frá 15% (Reed, et al., 1993) til 20% (Migliorelli, et al., 1995) og uppí 25% (Sevush & Leve, 1993). Þetta ósamræmi gæti stafað af óstöðluðum mælitækjum og misleitum sjúklingahópum (Agnew og Morris, 1998). Þá er nánast útilokað að spá fyrir um hvernig sér- hver einstaklingur muni bregðast við sjúkdómnum. Agnew og Morris (1998) álykta af fyrri rannsóknum að ekki sé hægt að meta innsæi sem „annað hvort eða“ Einstaklinga, sem hafa orðið fyrir heila- skaða, virðist stundum skorta innsæi í lík- amlegt og vitrænt ástand sitt. Sjúklingar sem hafa lamast sökum heilablóðfalls (hemiplegic) gera sér stundum ekki grein fyrir hreyfihömluninni, sumir með málstol taka ekki eftir breytingum á tali og minn- issjúkir einstaklingar taka stundum ekki eftir minniserfiðleikum (McGlynn & Schacter, 1987). Þetta skerta innsæi sem oft fylgir heilaskaða hefur lengi verið þekkt fyrirbæri en Babinski (1914) var fyrstur til að gefa fyrirbærinu heitið: anosognosia.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.