Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 26

Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 26
26 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 2. TBL. 2001 brögðum hvers og eins og með hópheildinni. Eftir fundina ræddum við það sem gerst hafði. Fyrir fundi ræddum við að hverju ljósið ætti að beinast að þessu sinni. Hún lagði mikla vinnu í undirbúninginn og við forskoðun, enda þekkti hún alla þátttakendur mjög vel fyrirfram. Stjórnandinn þarf að hafa samýgð og áhuga á vel- ferð sinna skjólstæðinga. Hópurinn og hópmeðferðin Í okkar hóp á vistheimilinu voru valdar sjö fjöl- veikar konur og voru þær allar óskertar vitrænt, nema ein vægt skert með MMSE 22/30 stig. Fjórar þeirra höfðu sögu um alvarlegt þunglyndi. Fimm notuðu þunglyndislyf, allar róandi lyf eða svefnlyf og tvær sef- andi lyf. Engar lyfjabreytingar urðu á meðferðartím- anum. Alls varð fjöldi funda sautján skipti,vikulega í eina klukkustund í senn. Allar voru ekkjur nema ein, sem átti mann á lífi. og allar áttu börn nema ein. Aldurinn var frá 77 til 90 ára, að meðaltali 85 ára. Fimm notuðu göngugrind og ein hjólastól. Í upphafi fengu allar afhentar einfaldar fundar- reglur: 1) Stundvísi og mætingarskylda, 2) Trúnaður og þagnarskylda, 3) Allir geta tjáð sig, en einn í einu, hinir hlusta, 4) Allir hjálpist að við að ná markmiðum hópsins og auðsýni tilitssemi. Á fyrsta fundinum var fræðsla og almennar um- ræður um hópmeðferðina. Þá var rætt um vist á stofnun og þær allar hvattar til að nota tækifærið til að ræða nú um það sem skiptir þær máli og það sem þeim er mikilvægt. Einnig var rætt um trúnaðartraust. Til þess að draga úr kvíða og spennu á fundum og til að skapa þægilegt andrúmsloft og ekki síst til þess að setja kúrsinn, var fundarformið haft mjög skipulagt í fyrstu. Stjórnandinn var virkur með sínar spurningar og ábendingar. Síðari fundina, þegar samvirkur grúpp- ukúltúr hafði myndast, dró stjórnandinn sig meir í hlé, nema í fræðsluþættinum. Skipulag fundanna var þannig að: 1. Fyrst var minnt á fundarreglur. 2. Síðan gengið á röðina og hver og einn spurður um síðasta fund og þemað, sem þá var til umræðu, hvernig síðasta vika var og hvernig líðanin er núna. 3. Þá var tekið fyrir ákveðið þema, vandamál, sem venjulega var þegar komið fram sem rauður þráður í umræðunum á undan. 4. Fræðsluþáttur – læknisfræðilegar upplýsingar um vandamálið t.d. þunglyndi, kvíði, sorgarviðbrögð, þvagleki. 5. Viðeigandi verkefni fundin 6. Endurminningarþáttur – hvernig var ? 7. Slökun í 5 mínútur. Mismikil áhersla var lögð á hvern þátt hverju sinni. Endurminningarþátturinn var notaður mest á fyrstu fundunum, á meðan þátttakendur voru að kynnast. færniþjálfun (skills training). Kastljósinu er beint að sveigjanleika, úrræðagetu og viskubrunni lífsreynsl- unnar til þess að ná raunhæfum markmiðum. Á undirbúningstímanum fyrir hópmeðferð á vist- heimili hér í bæ, þróuðust hugmyndir um að notast við blandaða aðferðarfræði í hópmeðferðinni. Áherslan var á huglæga atferlismeðferð, fókuseraða þemag- rúppu og endurminningarþáttur var hafður með í byrjun. Aðferðir sálkönnunar-hópmeðferðar voru einnig notaðar til þess að skilja og túlka hvað var í raun og veru um að vera á fundunum. Undirbúningur Öll umgjörð hópmeðferðar er afar mikilvæg. Það þarf að finna hentugan stað, rúmgott herbergi með þægilegum stólum, borði og góðu aðgengi. Og ekki síst stað, þar sem tryggt er algjört næði á fundartíma. Fastir fundartímar eru valdir, á sama stað einu sinni í viku, eina til eina og hálfa kukkustund í senn. Fjölveikir aldraðir eiga sumir erfitt með að sitja lengi og því var fundartími ákveðinn 1 klst.í senn og í allt 15 skipti. Þunglyndi og kvíði voru skilgreind sem viðfangsefni hópmeðferðarinnar. Þegar þátttakendur eru valdir þarf að huga að því að aldraðir eru óvanir hópmeðferð og óttast að missa andlit. Það þarf því að nota tíma í einstaklingssam- tölum til að eyða þessum kvíða og útskýra aðferðir og markmið. Hópmeðferðinni var líkt við námskeið eða skóla. Í forskoðun var tekin sjúkrasaga, læknisskoðun gerð og mat gert á þunglyndiseinkennum með GDS (Geriatric Depression Scale) og MADRS (Montgomr- ey-Aasbergs Depression Rating Scale), sem eru staðl- aðir þunglyndisskalar hér á landi. Einnig var vitræn geta metin og færni. Þá var reynt að skilgreina vandamál, sem hægt væri að vinna með og einstaklingsbundin markmið skilgreind. Almenn markmið: – Að ná betri tökum á sínum vandamálum, finna aðrar lausnir. – Betri líðan og færni, aukin lífsgæði. – Aukið sjálfstraust og not af viskubrunni ellinnar. – Aukin félagsleg og líkamleg virkni. – Aðlögun að og sátt við óhjákvæmilega skerðingu og sjúkdóma – og við dauðann, sem nálgast. Samsetning hópsins er mikilvæg og ber ekki að hafa of einsleitan hóp. Þátttakendur verða að heyra sæmilega, vera vitrænt óskertir (að mestu leyti) og ekki geðveikir. Stjórnandinn er oftast einn, en meðstjórnanda er oft gott að hafa m.a. í fræðsluskini. Soffía Snorradóttir hjúkrunarfræðingur var meðstjórnandi á fundunum. Hennar hlutverk var fyrst og fremst að fylgjast með við-

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.