Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 30

Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 30
30 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 2. TBL. 2001 Hvern einasta dag erum við að slíta tönnunum okkar. Slitið veldur því meðal annars að mjög fáar manneskjur hafa sínar nátt- úrulegu tennur allt lífið. Þrátt fyrir góða tannhirðu geta sumar tennur hreinlega slitnað upp. Gervitennur Að fá gervitennur upplifir fólk mjög mismunandi frá einni manneskju til annarrar. Sumir hafa alls engin vandamál við að venjast gervitönnum en aðrir hafa í stuttan tíma, tal og tyggingarörðugleika . Það er mikilvægt að gera nauðsynlegar lagfæringar þannig að fólki líði sem best með gervitennurnar og hafa síðan reglulegt eftirlit með tönnunum einu sinni á ári. Mismunandi er hversu hratt gómurinn rírnar hjá einstaklingi en viðmiðunarregla er að endurnýja gervi- tennur á u.þ.b. 6-8 ára fresti. Gangi fólk alltof lengi með gamlar og illa passandi gervitennur getur það haft slæm áhrif á gómstæðið og erfitt getur verið að fá nýjar tennur til að sitja vel. Yfir 70% 65 ára og eldri eru tannlausir Margt eldra fólk hefur ekki haft tækifæri til að fá tannviðgerðir á sínum yngri árum. Sérstaklega áttu þeir sem bjuggu úti á landi í erfiðleikum með að fá tannlæknaþjónustu. Það eru því margar ástæður fyrir því að þeir eldri eru tannlausir eða hafa fáar tennur eftir í munninum. Skólatannlækningar voru aðeins á fáum stöðum og fæstir sem komnir eru yfir 60 ára aldur höfðu reglulega tannskoðun í æsku. Á að draga út síðustu tennurnar? Margir halda að þegar aðeins fáar tennur eru eftir í munninum sé best að láta taka þær allar. Svo þarf ekki að vera. það getur verið til bóta að hafa stakar tennur og fá tannpart, hann situr oft fastari en heilgómur og fyllir ekki eins mikið í munninn. Ýmsar aðrar lausnir geta komið til greina þegar um skörð eða bil er að ræða t.d. föst tanngervi, krónu og brú. Til að smíða brú þarf að slípa burtu hluta af nátt- úrulegum tönnunum sitthvoru megin við skarðið svo hægt sé að brúa bilið. Til að smíða krónu þarf líka að slípa hluta af tönninni. Til að þetta sé hægt verða rætur tannanna að vera nokkuð heilbrigðar svo hægt sé að byggja á þeim. Þessi valkostur er því ekki alltaf til staðar. Hvað er partgómur? Ef fjarlægja þarf nokkrar tennur, er partur oft settur í bilið. Partgómur getur verið stálgómur eða plastgómur með mismörgum tönnum á. Það er mikil- vægt að hann falli vel að þeim tönnum sem fyrir eru í munninum, að hann virki vel í tyggingu og líti eðlilega út. Partgómur getur verið einföld lausn á náttúrulegu vandamáli. Er auðvelt að hafa heilgóm? Flestir eru fljótir að tileinka sér notkun á efrigóm. En oft getur verið vandamál að halda neðrigóm stöð- ugum. Þriðja tannsettið! Íris Bryndís Guðnadóttir, klíniskur tannsmíðameistari og tanntæknir Veffang: www.vortex.is/irisbg

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.