Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 13

Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 13
13ÖLDRUN – 21. ÁRG. 1. TBL. 2003 uðu sterk tengsl við þessa skjólstæðinga sína og fylgd- ust jafnvel með þeim eftir að þeir fluttu á hjúkrunar- heimili. Öll höfðu þau hins vegar orð á því að það getur verið mjög lýjandi að starfa á þessum heimilum, einkum vegna erfiðra tjáskipta og að þurfa stanslaust að hlusta á skjólstæðingana segja það sama aftur og aftur. Starfsfólkið er eitt á vettvangi og fær því lítinn stuðning þar. Þriðja rannsóknarspurningin var um hvers konar þekkingu á heilabilun starfsfólkinu fyndist það þurfa á að halda við störf sín. Þetta reynda starfsfólk taldi sig allt hafa gagn af meiri fræðslu um heilabilun, einkum um þau einkenni sem fylgja sjúkdómnum og um sam- skipti við sjúklingana. Þetta samrýmist rannsókn sem gerð var hér á landi á árunum 1995-1997 um starfsfólk í heimaþjónustu, þar sem fram kom að 70% starfsfólks taldi sig þurfa meiri þjálfun og þá helst í líkamlegri og andlegri aðhlynningu, samskiptum, líkamsbeitingu og fræðslu um öldrunarsjúkdóma. Helstu erfiðleikar sem starfsfólkið mætti í starfi voru erfið samskipti við skjól- stæðingana, til dæmis vegna andlegs sjúkdóms (Gerð- ur G. Óskarsdóttir og Hildur Björk Svavarsdóttir, 1999). Viðmælendur mínir voru einnig sammála um að það væri ekki ráðlegt að ungt og óreynt starfsfólk starfaði á slíkum heimilum. Síðasta spurningin var um hvað aðstandendum finnst skipta mestu máli varðandi heimaþjónustu fyrir ástvini sína. Það eru oftast aðstandendur sem upp- götva breytingar hjá sjúklingi og leita læknis fyrir hans hönd. Þeir sjá einnig í langflestum tilvikum um megin- þunga umönnunar sjúklinganna. Þeir eru því undir gíf- urlegu álagi oft á tíðum, auk þess sem makar sjúklinga finna fyrir æ meiri einangrun og börn sjúklinga þurfa að skipta sér á milli maka og barna, vinnu og sjúks for- eldris. Heilsa umönnunaraðilans er lykilatriði varðandi það hvenær sjúklingur flytur á hjúkrunarheimili, því er mikilvægt að hvetja hann til að leita utanaðkomandi aðstoðar eins og heimaþjónustu og dagvistunar (Rabins, 1998). Erlendar rannsóknir sýna að aðstand- endur sjúklinga með heilabilun leita sér síður utanað- komandi aðstoðar en aðstandendur annarra aldraðra. Einnig vita þeir síður hvaða aðstoð er í boði í samfélag- inu. Þessi rannsókn styður það að aðstandendur virð- ast ekki leita sér aðstoðar í þeim mæli sem þeir þurfa á að halda þótt ekki sé um að ræða samanburð við aðstandendur annarra aldraðra. Almennt vissu að- standendur lítið um hvaða aðstoð er í boði fyrir aldraða sem er búsettir í heimahúsi. Flestir vissu þó um þrif og böðun. Algengasta ástæða þess að aðstandendur veigra sér við að fá heimaþjónustu eða hætta að nýta sér þjónustu er sú að mannaskipti eru of tíð og það veldur álagi bæði á sjúklinga og aðstandendur. Tíð mannaskipti í heimaþjónustu eru algengur vandi víða um heim og helstu ástæður þess geta verið óánægja með laun, slæm vinnuskilyrði, að starfsfólki finnist það ekki vera hluti af heild, slæmt andrúmsloft eða fram- boð á annarri vinnu (Gang, 1995; Clinco, 1995; Piercy, 2000, Innes, 2000). Skorta virðist á virðingu fyrir því starfi sem starfsfólk heimaþjónustu gegnir ef marka má ummæli bæði starfsfólksins sjálfs og yfirmanna í heimaþjónustu. Erlendar rannsóknir styðja þetta einnig (Ebenstein, 1998; Piercy og Wooley, 1999). Í könnun sem Félag aðstandenda Alzheimerssjúk- linga (F.A.A.S.) lét gera á meðal félagsmanna sinna haustið 1998 kom í ljós að aðstandendur telja almennt að fagaðilar eins og hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar séu ekki endilega hæfastir til að annast heilabilaða í heimahúsum, en að hjartahlý og þolinmóð manneskja gæti verið ómetanleg við slíka umönnun (Guðrún K. Þórsdóttir og Ingibjörg Á. Gunnarsdóttir, 1999). Þetta samræmist bandarískri rannsókn þar sem það viðhorf kom fram hjá aðstandendum að aðstoð við fólk í heimahúsum ætti ekki að vera fyrst og fremst læknis- fræðileg, heldur væru góð, persónuleg tengsl á milli skjólstæðings og umönnunaraðila mikilvæg og að félagslegir og tilfinningalegir þættir umönnunar skiptu miklu máli (Piercy og Wooley, 1999). Þessi rannsókn styður það að einkum makar sjúklinga leggja áherslu á að fólk sem aðstoði á heimilinu sé þægilegt í umgengni og komi ekki sjúklingnum í uppnám. Ein af niðurstöðum rannsóknar sem Soffía Egils- dóttir gerði hér á landi árið 1996 er sú að úrræði frá opinbera kerfinu þurfi að vera sveigjanlegri og aðgengilegri gagnvart heilabiluðum og fjölskyldum þeirra svo að þau komi að sem bestum notum. Þarf- irnar eru mjög misjafnar og sama þjónustan hentar ekki öllum. Heimaþjónustan þyrfti til dæmis að vera sveigjanlegri svo auðveldara sé að fá aðstoð utan venju- legs vinnutíma (Soffía Egilsdóttir, 1997). Staðfesting á þessu fékkst í rýnihópaviðtölum við aðstandendur þar sem ein dóttirin tjáði sig til dæmis um það að hún gat ekki fengið aðstoð á milli kl. 16 og 18 en það var eini tími sólarhringsins sem hún þurfti á utanaðkomandi aðstoð að halda á heimilinu. Þar sem það er fyrst og fremst undir aðstandendum komið hvenær sjúklingur flytur á hjúkrunarheimili skiptir miklu máli að þeir eigi kost á þeirri aðstoð sem þeir þurfa á að halda þegar þeir þurfa á henni að halda. Þetta á ekki aðeins við um heimaþjónustuna, heldur einnig um aðra þjónustu eins og heimahjúkrun, dagvistun og hvíldarinnlagnir. Að- standendur verða einnig að geta treyst því að sú þjón- usta sem lofað er standist, því þeir gera ráð fyrir henni í öllum sínum áætlunum. Það má því ekki henda að ekki sé fenginn annar starfskraftur strax í staðinn fyrir þann sem hættir/veikist eða að vikuleg heimaþjónusta falli niður í heilan mánuð vegna þess að alla fimmtu- daga ber upp á frídag, eins og í kringum páskana. Slíkar kvartanir eru allt of algengar og þetta veldur miklu óöryggi hjá sjúklingum og aðstandendum, ekki síst vegna þess að þeir eru ekki alltaf látnir vita að það komi enginn starfsmaður. Skyndilokun heillar sjúkra- deildar fyrir heilabilaða á Landakoti í ágúst 2002 er dæmi um svik við sjúklinga og aðstandendur og veldur ómældri streitu og álagi hjá fjölda fjölskyldna. Það

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.