Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 17

Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 17
17ÖLDRUN – 21. ÁRG. 1. TBL. 2003 menn síðan áttað sig á því að þessir sjúkdómar eru ekki eins hreinir og áður var talið, heldur getur sami sjúklingurinn bæði verið með Alzheimerssjúkdóm og æðavitglöp. Orsakir og tegundir æðavitglapa Til að skilja hin mismunandi form æðavitglapa þarf að átta sig á því að stórar slagæðar liggja utan á heila- berkinum og minni æðar stinga sér niður í hvíta efni innanbarkarsvæðanna og mjókka eftir því sem innar dregur. Orsakir æðavitglapa tengjast í langflestum tilfellum æðakölkun og verða sjaldgæfari orsakir ekki ræddar hér. Segarek (embolia) frá hjarta vegna gáttaflökts (atrial fibrillationar) eða frá hjartagúlp (aneurysma) eftir kransæðastíflu valda stærstu drepunum í heila. Segarek frá æðakölkunarskellum (atheroma) í háls- æðum valda einnig drepum í stærri sem smærri æðum. Segastíflur (thrombosis) staðbundnar í heila- æðum verða vegna rofs á æðakölkunarskellu og valda lokun í smærri æðum. Lágur blóðþrýstingur og hjarta- stopp er velþekkt að því að valda æðavitglöpum. Minnkað blóðflæði í smærri æðum vegna æðakölkun- arþrengsla og langvinn súrefnisnauð hefur þó verið umdeildari sem orsök æðavitglapa. Meingerð æðavitglapa Meiriháttar heilablóðfall (major stroke) með drepi á mikilvægum heilasvæðum getur valdið heilabilun. Drep á þeim svæðum sem tengjast skammtímaminni, (hippocampus) eða máli (Brocca eða Wernickels), geta líkst Alzheimerssjúkdómi. Fjöldrepavitglöp (multi-infarct dementia) verða til þegar uppsöfnuð áhrif margra misstórra heiladrepa valda heilabilun. Drepin geta verið staðsett hvar sem er í heilanum, í gráa svæði í heilaberki, í hvítu heilans innanbarkar sem í gráum kjörnum miðstætt í heil- anum (basal ganglia). Þetta ástand er miklu algengara en það fyrrnefnda og var lengi talin aðalorsök æðavit- glapa. Innanbarkaræðavitglöp (subcortical vascular dem- entia) er sjúkdómur í minni heila- æðum. Sjúkdómur- inn er nú talinn algengasta orsök æðavitglapa. Hann lýsir sér í hvítuskemmdum (white matter changes) innanbarkar og kringum fjórðu heilahólfin og smáum drepum (lacunar) í kjörnum (basal ganglia) hvíta efn- isins. Hvítuskemmdir í heila sjást einnig meðal Alzheim- erssjúklinga í allt að 60 % tilfella. Þær sjást vel á bæði tölvusneiðmyndum og segulómun, sem þó er næmari. Í smásjá sést ófullkomin eyðilegging sumra en ekki allra taugaþráða (axona) og myelin slíðara, þar sem vatn fyllir í eyðurnar. Þessi smásjárgerð er talin styðja kenninguna um að minnkað blóðflæði og langvinn súr- efnisnauð (hypoxia) geti valdið æðavitglöpum. Alzheimerssjúkdómur og æðavitglöp í sömu einstak- lingum. Nútíma krufningarrannsóknir hafa sýnt að mein- gerð Alzheimerssjúkdóms og heilaæðasjúkdómur eru algengari en áður var talið. Versnun heilabilunarinnar hafði verið hraðari meðal þessara sjúklinga en annarra Alzheimerssjúklinga og það sem kom mest á óvart var, að þeim Alzheimerssjúklingum sem höfðu lítil (lac- unar) drep hafði versnað hraðar en þeim sem höfðu fengið stór drep eftir heilablóðfall (Snowdon). Af því má draga þá ályktun að smáæðasjúkdómur í heila á meira skylt við Alzheimerssjúkdóm en stærri heila- blóðföll. Einkenni æðavitglapa Í æðavitglöpum eru framheilaeinkenni og innan- barkareinkenni mest áberandi en ekki minnisskerð- ing, málstol, verkstol, skertur skilningur, skert ratvísi og óhlutbundin hugsun eins og í Alzheimerssjúkdómi. Framheilaeinkenni eru áhugaleysi, sinnuleysi og framtaksleysi, skert innsæi á eigið ástand og dóm- greindarskerðing á umhverfi sitt og erfiðleikar að hemja skap sitt. Innanbarkareinkennin eru fyrst og fremst skert athygli og einbeiting og hæg hugsun, þar sem þeir eru seinir til svars. Þeir fá einnig göngulags- truflun með Parkinson-líkum einkennum í neðri hluta líkamans og eru því dettnir. Vægar lamanir vegna end- urtekinna blóðtappa í heila eru algengar en eru alls ekki alltaf til staðar. Einhverskonar göngulagstruflun, jafnvægisskerðing eða hreyfiskerðing er þó oftast sjá- anleg. Þvagleki er algengur í æðavitglöpum. Einnig ofankjarnaeinkenni (pseudobulbar); kyngingarörðu- leikar, sem einkennast af kyngingar-verkstoli, þannig að kyngingin er lengi að komast af stað, þvöglumælgi og aukin tilfinningaviðkvæmni eða grátgirni. Þegar saga sjúklings er könnuð, er leitað eftir lýsingum á hugsanlegum heilablóðföllum og sam- bandi þeirra við vitrænu skerðinguna. Það var talið ein- kennandi fyrir æðavitglöp að þau byrjuðu skyndilega og versnuðu í áföllum þó ekki fengist saga um heila- blóðföll. Þetta á vissulega við fjöldrepa-æðavitglöp þar sem endurtekin heilablóðföll verða, en ekki við innan- barkaræðavitglöp þar sem litlar æðar lokast smám saman. Rannsóknir Taugasálfræðilegt mat er nákvæmari og viðameiri prófun á vitrænni getu. Matið er mikilvægt til að greina minnissjúkdóma á byrjunarstigi og segja til um hvort það mynstur á vitrænni skerðingu sem fram kemur samrýmist helst Alzheimerssjúkdómi, æðavitglöpum eða þunglyndi. Tölvusneiðmynd af heila er notuð til að greina afleiðingar heilaæðasjúkdóms, drep eftir blóðtappa, víkkun á heilahólfum og hvítuskemmdir kringum heilahólf eða djúpt í innanbarkarsvæðinu.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.