Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 26

Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 26
26 ÖLDRUN – 21. ÁRG. 1. TBL. 2003 Á Landakoti hafa um tíma verið starfræktir endurminningahópar. Hér á eftir fer lýsing á hugmynda- fræðinni sem þar liggur að baki og hvernig starfinu er háttað. Inngangur Minningar eru mikilvægur hluti af lífi okkar – ekki síst þegar við förum að eldast. Við njótum þess að vera með góðum vinum og deila með þeim minningum frá sameiginlegri fortíð. Mikill áhugi virðist vera á afturhvarfi til fortíðar ef marka má vinsældir mannfagnaða sem stofnað er til af einskærri fortíðarþrá. Dæmi um þetta eru fermingar- systkinamót, útskriftarafmæli, áramótafagnaður 68 kynslóðarinnar og jafnvel ættarmót. Slíkar samkomur snúast aðallega um að skemmta sér í gömlum og góðum félagsskap og rifja upp gamlar minningar. Með hækkandi aldri fækkar í hópnum sem hægt er að deila sameiginlegum minningum með. Þegar aldraður einstaklingur er ekki lengur fær um að halda heimili vistast hann á öldrunarstofnun. Þar er sums staðar búið þannig að íbúum að veraldlegar eigur komast fyrir í einum náttborðsskáp og það er fátt sem minnir á það líf sem liðið er. Þá eru minningar dýrmætar og mikilvægt að hlúa að þeim. Í hagstæðu umhverfi og við réttar aðstæður er hægt að kveikja minningar hjá flestum öldruðum sem bæta sjálfstraust, gleðja og gefa lífinu gildi. Umhverfið Það er afar mikilvægt fyrir alla einstaklinga að búa við aðstæður og í umhverfi sem þeim líður vel í. Á mörgum stærri stofnunum þar sem eldra fólk býr, er umhverfið framandi og ólíkt því sem íbúarnir hafa vanist. Sums staðar borðar vistfólk bakkafæði í flóðlýstum, hávaðasömum borðstofum þar sem hús- gögnin eru úr stáli og harðplasti – og allir eru með smekki. Slíkt umhverfi er varla til þess fallið að auka sjálfsvirðingu eða bæta líðan heimilisfólksins. Víða á öldrunarstofnunum hefur verið gert átak í að skapa heimilislegt andrúmsloft í þeim tilgangi að bæta líðan þeirra sem þar dvelja. Þetta hefur tekist vel á mörgum stöðum en eftir því sem stofnunin er stærri og hlutverkin fleiri virðist erfiðara að losna við stofn- anabraginn. Landakot er öldrunarspítali og ber þess merki þó að á deildum sé víða leitast við að skapa hlýlegt umhverfi. Það kom sér því vel að mögulegt reyndist að nýta hluta af iðjuþjálfunardeild Landakots til að inn- rétta notalega gamaldags stofu, „stássstofu“ svokall- aða, sem er heimilislegt athvarf í sjúkrahúsumhverf- inu. Reyndin er sú að slíkt umhverfi eykur öryggis- kennd og bætir líðan þeirra sem þar koma og hefur nýst vel sem rammi utan um endurminningahópa sem hér mun greint lítillega frá. Auk „stássstofunnar“ hefur verið komið fyrir vísi að safni sem að mestu er safn nytjahluta sem ekki sjást lengur á venjulegum heimilum. Hlutir þessir eru not- Manstu gamla daga … Ingibjörg Pétursdóttir, iðjuþjálfi LSH Landakoti.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.