Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 34

Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 34
34 ÖLDRUN – 21. ÁRG. 1. TBL. 2003 ÁTTUNDA ráðstefna NorAge verður haldin á Hótel Loftleiðum í Reykjavík dagana 27. – 29. apríl næstkomandi. Þessi félagsskapur, sem er laustengdur hópur fólks á Norðurlöndum sem vinnur að rannsókn- um á sjúkdómum í heila á efri árum, hef- ur haldið ráðstefnur nokkurn veginn ann- að hvert ár til skiptis í löndunum fimm. Okkur sýnist að inni- hald ráðstefnunnar höfði til sem flestra en meginþema henn- ar er fyrirbyggjandi aðgerðir vegna sjúk- dóma í heila á efri árum („Prevention in brain aging“). Flutt eru fimm yfirlitser- indi og boðið er upp á fjögur málþing (symposia) og er hér um að ræða fólk sem við vitum að hefur eitthvað fram að færa. Innsent efni verður í formi spjald- asýningar og eru veitt tvenn verðlaun fyrir spjöld. Yfirlitserindin eru haldin stök, þ.e. á meðan er ekkert annað að gerast. • Leonore Launer frá NIA (National Institute of Aging) flytur opnunarerindið og fjallar um faraldsfræði, en hún hefur tekið þátt í og stýrt ýmsum stórum faraldsfræðirann- sóknum á sviði öldrunar m.a. Hjartavernd- arrannsókninni. • Kaisu Pittkälä frá Helsinki mun fjalla um óráð og einkum hvernig megi koma í veg fyrir þau. • Hreinn Stefánsson mun fjalla um erfða- fræði og hvað hún getur kennt okkur. • Peter Johannson mun fjalla um Alzheimer sjúkdóm og hvernig reynt er að koma í veg fyrir framvindu sjúkdómsins. • Sanjay Asthana mun fjalla um kvenhormón og hugsanlega þýðingu þeirra til varnar Alzheimer sjúkdómi. Málþing eru haldin samhliða tvö og tvö. Annars vegar um vefræn vandamál og hins vegar um sálræn og sálfélagsleg vandamál: • Um þunglyndi. Þórður Sigmundsson geð- læknir skipuleggur. • Um Lewy sjúkdóm og Parkinson. Dag Aarsland frá Noregi skipuleggur. • Um sjúkdóma á miðjum aldri og tengsl við heilabilun síðar. Laura Fratiglioni frá Sví- þjóð skipuleggur. • Um geðræn einkenni og atferlistruflanir í heilabilun. Sture Eriksson frá Svíþjóð skipuleggur. Allar nánari upplýsingar er að fá á heima- síðu ráðstefnunnar: www.congress.is/norage Vonast er eftir góðri þátttöku, en undir öllum kringumstæðum verður boðið upp á gott efni. Jón Snædal, læknir Forseti 8. ráðstefnu NorAge NorAge 27.– 29. apríl 2003

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.